Ægir - 01.07.1979, Blaðsíða 28
m.ö.o. aðferðina má nota við stjórnun veiða eins og
ákvörðun veiðikvóta. Skilyrði til þess að svo megi
vera, eru haldgóðar upplýsingar um stærðir þeirra
árganga, sem eru væntanlegir í veiðina og forsendur
um líklega sókn séu raunhæfar.
Hafrannsóknastofnunin hefur gert árlega spá um
þorskafla komandi árs síðan árið 1972 (tafla 2).
Spárnar hafa byggzt á framreikningi stofnstærðar
og sóknar með V.P.-greiningunni. Spárnar fyrir
árin 1972-1975 birtust í riti Þjóðhagsstofnunar,
Þjóðarbúskapurinn (Schopka 1972, 1973, 1975).
Aflaspá fyrir árið 1976 birtist í hinni s.n. svörtu
skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar (Anon. 1975)
og spá fyrir árið 1977 kom fram í greinargerð
Hafrannsóknastofnunarinnar til sjávarútvegsráðu-
neytisins um þorskstofninn við ísland í nóvember
1976. Spá ársins 1978 birtist svo í gráu skýrslu
Hafrannsóknastofnunarinnar (Anon. 1978).
Eins og getið hefur verið að framan eru megin-
forsendur spárinnar staðgóð þekking á þeim ár-
göngum, sem eru að koma inn í veiðina og sókn
komandi árs. Sóknin hefur í flestum tilvikum verið
meira og minna óþekkt stærð og hefur sókn líðandi
árs eða ársins á undan oftast nær verið höfð til
viðmiðunar. Þegar spátímabilið er skoðað í heild
má vel við una, frávik á áætluðum afla og raun-
verulegum afla er í flestum tilvikum innan þolan-
legra marka. Það er athyglisvert að árin 1973-1976
er raunverulegur afli alltaf hærri en spáður afli,
en skýringin er sú, að sóknaraukning, sem ekki var
séð fyrir um á hér mestan hlut að máli. í spánum
árin 1973-1975 var ekki reiknað með aukningu
heildarsóknar, þótt vitað væri um aukningu ís-
lenzka fiskiskipastólsins, heldur var gert ráð fyrir,
að vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar yrði sóknar-
aukning íslendinga ekki meiri en sem næmi sóknar-
minnkun erlendra þjóða á íslandsmiðum. Talsverð
sóknaraukning varð þó á árunum 1973-1975.
örlítið dró úr heildarsókn árið 1976, en hins vegar
var afli um 2% meiri en spáin gerði ráð fyrir, sem á
rætur sínar að rekja til þess að 1972 árgangurinn
reyndist sterkari en seiðarannsóknir bentu til. I
spánni fyrir árið 1977 var gert ráð fyrir sömu sókn
og árið 1976. Spáð var að aflinn árið 1977 yrði á
bilinu 330-360 þúsund tonn og færi það að mestu
eftir því hver raunveruleg stærð 1973 árgangsins
yrði. Afli 1977 féll innan áætlaðra marka. í
spánni fyrir árið 1978 var gert ráð fyrir að með
sömu sókn og árið 1977 myndi aflinn verða 350
þúsund lestir. Þrátt fyrir að sóknin árið 1978 færi
fram úr áætlun varð aflinn minni, sem vart verður
skýrt á annan hátt en að stofninn hafi verið rýrari
en gert var ráð fyrir í spánni.
Hér hefur verið rætt um spár aðeins eitt ár fram1
tímann. Sé spáð lengra fram á við eykst óna-
kvæmnin, sérstaklega vegna þess að upplýsingar
um árgangastyrkleika ungfisks eru af skornum
skammti og ógjörningur er að segja fyrir um klak
komandi ára. Þó er hægt að spá fyrir um þroun
hrygningarstofns nokkur ár fram í tímann, þarsem
þeir árgangar, sem standa að hrygningunni eru
nokkur ár í veiðinni áður en þeir verða kynþroska-
Heimildir:
Anon., 1975: „Skýrsla Hafrannsóknastofnunarinnar um ástan
fiskstofna og annarra dýrategunda á Islandsmiðum og nauð
synlegar friðunaraðgerðir innan íslenzkrar fiskveiðilandhelg1 •
Rvik 1975. fjölr.
Anon., 1978: „Ástand nytjastofna á íslandsmiðum ogaflahorfm
1978“. Hafrannsóknir 13. 5-35.
Fry, F.E.J., 1949: „Statistics of a lake trout fishery" BiometricS
5, 1. 27-67.
Gulland, J.A., 1965: „Estimation of mortality rates. Annex 1C
Artic Fisheries Working Group Report", ÍCES, C.M. 1^5-
(3). Fjölr.
Hensen, V. 1887: „Oberdie Bestimmung des Planktons oderde
Meere treibenden Materials an Pflanzen und Tieren 5. Ber-
Komm. Wiss. Unters.st. Meere, 12-16.
Jones, R„ 1964: „Estimating Population size from commerc1
Statistics when Fishing Mortality Varies with Age“.
Rapp. Proc.-Verb. Cons. perm. int. Explor. Mer. 155. -
210-214.
Russel, E.S., 1931: „Some theoretical considerations on the
overfishing problem". J. Cons. Inter. Explor, Mer., 6, 3-
Schopka. S.A., 1972: „Þorskaflinn 1973“. Þjóðarbúskapuri1111-
Framvindan 1972 og horfur 1973. 2, 55-56.
- 1973: „Þorsk-, ýsu- og ufsaaflinn árið 1974“. Þjóðar
búskapurinn. Framvindan 1973 og horfur 1974. 4, 81-83-
- 1975: „Þorsk-, ýsu- og ufsaaflinn árið 1975“. Þjóðarbu
skapurinn. Framvindan 1975 og yfirlit 1973-74. 5, 183-184-
Guðmundur Guðmundsson,
Seðlabanka Islands:
Tölfræðileg
V.P.- greining
Ágrip af erindi flutt á ráðstefnu utn
reiknilíkön á sviði fískifræði
Fiskveiðidánarstuðlar metnir með V.P.- a^er.^
breytast meira frá ári til árs eða milli misgam3
fisks innan sama árs en skýrt verði með bre>
408 — ÆGIR