Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 18
bátum á þessum árstíma, þegar þrír rækjubátar
voru mjög hætt komnir í Straumnesröst á heim-
leið og komu út úr þeim hildarleik nánast sem
reköld.
Eftir þetta féllu haustróðrar á þessi mið niður.
Hinsvegar voru farnar veiðiferðir á vorin í nokkur
ár eftir þetta með góðum árangri. Síðast var farið
þangað 1969. Síðan hafa byggðasjónarmið verið
látin ráða og Ingólfsfjarðarmið eftirlátin bátum
við Húnaflóa til að nytja.
1966 glæddist afli í ísafjarðardjúpi verulega á
ný og fór þá bátum jafnframt ört fjölgandi, þrátt
fyrir ákaft andóf þeirra veiðimanna sem fyrir voru.
Á þessum árum voru margar samþykktir gerðar í
Smábátafélaginu Huginn, sem að því lutu að stöðva
fleiri leyfisveitingar. Tókst mönnum t.d. eitt árið
að fá skriflegar yfirlýsingar hjá ráðherra, þar sem
hann skuldbatt sig til þess að ekki skyldi veita fleiri
en 27 bátum veiðileyfi við Djúp. Þessar skuld-
bindingar héldu eigi lengur en í 30 daga, þá voru
veitt 5 ný veiðileyfi. Þess ber að geta að Hafrann-
sóknastofnunin var ávallt á móti fjölgun veiðileyfa.
Karmöy, báiur Simonar Olsen.
Þannig gengu þessi mál fyrir sig í miklum hita og
þófi, og átti bátum eftir að fjölga upp í 54 1973,
þegar mest var. Sem stendur eru veiðileyfi 37 og
fækkaði bátum sjálfkrafa, sem átti rætur sínar að
rekja til hins mikla verðhruns sem varð á rækju á
mörkuðum erlendis 1974. Það ár yfirfylltist mark-
aður vegna mikils og óvænts framboðs frá Alaska
og Kanada, en þaðan komu mikil undirboð á rækju.
Byrjað var að nýta ný og gjöful mið í þessum lönd-
um, auk þess sem vinnuafl í Alaska var mjög ódýrt.
Fyrirtæki eins og Youngs á Bretlandseyjum sem
annast dreifingu út um allt land á rækju, hafði
sjaldan upplifað aðra eins uppgangstíma. Samfara
þessu dró verulega úr sölu til Norðurlanda, þó
einkanlega til Svíþjóðar sem hafði verið okkar
besti viðskiptaaðili á frystri rækju í mörg ár, með
stöðugu og góðu verði. Þar í landi minnkaði líka
neysla á þessari vöru vegna efnahagsörðugleika,
sem þá voru farnir að skjóta upp kollinum. Verð-
fallið var þegar mest var úr 24 kr. sænskum í 14'
kr. sænskar. Til þessa höfðu sjómenn fengið 80-90%
hærra verð á hvert kíló veiddrar rækju móti þorsk-
Karmöy á siglingu inn Sundin til ísafjarðar.
74 — ÆGIR