Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 28
araflinn upp í 570 tonn, þar af var Sæþór með tæpan helming aflans. Voru veiðar stundaðar á Kolbeins- eyjar- og Grímseyjarsvæðum. Var aflinn öllu skárri á Kolbeinseyjarsvæðinu og komst hæst í 250 kg á togtíma. Árið 1976 hófst víðtæk leit og var leitað á fjórum skipum sem voru styrkt til þessara veiða, auk Hafþórs. Fannst nú víðar rækja en fyrr á nokk- uð stórum svæðum. T.d. í Húnaflóaál, Reykjafjarð- arál, Sporðagrunni og á svæði um 60 sml. norður af Horni, sem nefnt hefur verið Norðurkantur. Best- ur afli fékkst í Húnaflóaál, allt að 250 kg á togtíma og í Norðurkanti best um 160 kg á togtíma. Ef tek- inn er jafnaðartogtími á ýmsum svæðum árið 1978, bæði á innfjörðum og úthafi, þá eru Kolbeinseyjar- mið með 246 kg á togtíma, Húnaflóaáll með 163 kg, Norðurkantur með 154 kg, ísafjarðardjúp 149 kg, Húnaflói 300 kg og Arnarfjörður með 65 kg á togtíma. 1977 stunduðu 15 bátar veiðar og flestir þeirra voru einungis að yfir sumarmánuðina. Þó munu 3 bátar hafa sótt á djúpmið meira og minna allt árið. Eins og undanfarin ár voru miðin helst við Grímsey, Kolbeinsey, Norðurkant og Húnaflóa. Rúm 900 tonn bárust á land, einna mestur afli var af Gríms- eyjarsvæði, eða tæplega 400 tonn. í ágúst var leitað að rækju á djúpmiðum frá Hornafjarðardýpi að Héraðsflóadýpi. Rækjumagn fannst ekki svo neinu næmi. í janúar 1978 fór Haf- þór í 3ja vikna rækjuleit úti fyrir Norður- og Vestur- landi. Veðurfar var mestan tímann mjög óhagstætt og árangur varð því ekki góður. í maí tók Hafrann- sókn rækjutogarann Dalborgu á leigu. Farið var yfir svæði frá Dohrnbanka norður og austur fyrir land allt suður að Dalatanga. Á Dohrnbanka og svæði norðvestur af honum, svonefndum Strede- banka, fékkst góður afli af mjög stórri rækju. Eftir að þessari leit lauk var Dalborg eina skipið sem nýtti þessi nýfundnu mið og varð árangur þess mjög góð- ur, einkanlega þegar á haustið leið. Alls stunduðu 26 skip úthafsveiðar og var heildarafli um 1700 tonn. í tvo mánuði þetta sumar var ágæt veiði yst og austast á Sporðagrunni og voru veiðar þar mikið stundaðar á allt upp á 160 faðma dýpi, sem er á mun grynnra vatni en áður hafði almennt verið veitt á. En ekki höfðu veiðar áður verið mikið stundaðar fyrir ofan 200 faðma. Virðist sjómönnum sem rækj- an flakki þarna um allstórt svæði 30-40 sjómílur á hvern veg á tveimur til þremur sólarhringum og almennt má því telja að rækjan ferðist um langan veg á skömmum tíma ef svo ber undir, a.m.k. virðist svo vera á úthafinu. Á s.l. ári fór hlutdeild stærri skipa í úthafsveiði- flotanum vaxandi. Fram til þessa höfðu skip frá 30-70 lesta verið fjölmennust, en nú bættust nokkur skip um 200 lestir við þennan flota. Á minni skip- unum er algengt að áhöfnin sé 3-4 menn, en þau stærri útheimta allt að 5 mönnum. Það hefur sýnt sig að veiðar þessar gefa ekki meira af sér en það að áhöfn verður að vera eins lítill og lög frekast leyfa. Verð og aflamagn er ekki það mikið að öllu stærri skip en um 200 tonn geti fjárhagslega borið sig miðað við að keyrt sé með aflann til lands til vinnslu í rækjuverksmiðjum. Miðað við aðrar tog- veiðar, t.d. á þorski, er olíueyðsla að visu mun minni þar sem toghraði á rækjuveiðum er hvergi nærri jafnmikill. Þó má ætla að þeir útgerðarmenn sem eiga skip allt að 200 tonnum, þ.e. hin hefðbundnu vertíðarskip sem verið hafa uppistaða í bátaflotan- um um nokkurt skeið, muni á næstu árum gefa út- hafsrækjuveiðum meiri gaum. Hvortveggja er að verkefni þessara skipa er af skornum skammti yfit sumarmánuðina og eins hitt að full ástæða er til þess að ætla að menn fari senn að ná betri tökum á þess- um veiðum. Það er með þessar veiðar sem flestar aðrar að þær eru nokkurn tíma að þróast. Gleggsta dæmið um það er hve innfjarðaveiðarnar fóru hægt af stað, þar sem fjórðungur aldar leið frá því að veiðar hófust á ísafjarðardjúpi og í Arnarfirði, þar til þær hófust á öðrum innfjörðum. Má þar e.t.v. um kenna hve þorskurinn og síldin hafa átt ríkan þátt í sjávarútvegi íslendinga, og fé allt og fyrirhöfn hefur beinst inn á þær brautir. Þrautseigja og framtakssemi Snorra Snorrasonar sem nú stýrir eina úthafsrækjutogara íslendinga, Dalborgu, með góðum árangri er eftirtektarvert brautryðjendastarf. Ennfremur hafa margir aðrir sem á minni bátunum eru stöðugt verið að færa sig upp á skaftið með betri árangri þessara veiða- Haustið 1976 hafði Árni Gíslason frá Súðavík, sem er með m/b Sigrúnu, 30 lesta rækjubát, orðið var við rækju um 10-15 mílum norðan við þau mið sem áður er um getið, þ.e. Norðurkant. Þessi mið eru 1 austurhorni á friðaða hólfinu úti af Kögri. í fyrstu vafðist það fyrir Hafrannsókn að leyfa þar veiðar sökum hættu á þorski saman við rækjuafl-; ann. En þar sem sýnt þótti að þær yrðu ekki teljanch var þetta leyft. Næsta sumar fékk Árni þarna reyt; ingsafla á um 200 faðma dýpi. 1978 var ís allleng' yfir svæði þessu sem hamlaði þar veiðum. Aftur urðu á s.l. sumri allmiklar veiðar á þessari slóð, 84 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.