Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 38
rit á 8. mynd). Mismunandi
stærð rækjulirfa innan einstakra
svæða á sennilega að mestu leyti
rætur að rekja til þess að klak
stendur yfir í nokkurn tíma, jafn-
vel hjá hverri hrygnu.
Hver er svo tilgangur rækju-
lirfuathugana kunna menn að
spyrja? Þær spurningar sem
mestu varða eru, hvort samband
sé milli fjölda lirfa og fjölda rækja
er þær fara að koma inn í veiðina.
Ef svo er, væri hægt að segja fyrir
um sterka eða veika árganga þeg-
ar á fyrstu aldursmánuðum ár-
gangsins. Strax skal tekið fram,
að þau 4 ár, sem unnið hefur ver-
ið úr gögnum, er áðurnefnt sam-
band æði misjafnt, sjá 9. mynd. í
þessu línuriti er borinn saman
fjöldi rækjulirfa að vori við fjölda
sama árgangs, þegar hann er ári
eldri. En sá fjöldi hefur verið
reiknaður út með svonefndri VP-
greiningu eftir því hver hlutur
hans hefur verið í veiði (um nokk-
urra ára bil). Árin 1975, 1976 og
1978 hefur lirfufjöldinn tilhneig-
ingu til að fylgja fjölda sem skilar
sér í veiði. Árið 1977 er enga til-
hneigingu að sjá í þá átt, en frá-
vikið er i raun ekki meira en hin
árin, svo að enn sem komið er
verður vart sagt fyrir um raun-
stærð árganga nema um mjög
stóra eða litla árganga sé að ræða.
Ástæðurnar fyrir þessu kunna að
vera margar. Það er alkunna að í
ríki hafsins er oft æði lítið sam-
band milli foreldrafjölda (og þá
fjölda hrogna eða lirfa) og af-
komendafjölda (þ.e. þeirra er
komast á legg). Frá því eggin
klekjast út og þar til þau ná botni
sem 15-17 mm langar lirfur um
mitt sumar kunna blíð eða óblíð
náttúruöfl að ráða miklu um end-
anlegan fjölda er upp kemst. Það
liggur beint við að gera því skóna,
að mikið af lirfunum geti rekið
burt með straumum meðan þær
eru sviflægar. Eins og sést á 7.
mynd er fjöldi lirfa oftast sára-
lítill sem enginn er kemur út í utan-
vert Isafjarðardjúp. Á þeim tíma,
sem rækjulirfurnar eru sviflægar,
hlýtur þó alltaf eitthvað að berast
út úr Djúpinu og öðrum fjörðum,
þótt meirihlutinn verði sennilega
eftir.
Á sniðinu milli Arnarfjarðar
og ísafjarðardjúps hefursumárin
orðið vart við kekki af rækjulirf-
um þar sem fjöldinn hefur verið
síst minni en inni á sjálfum rækju-
Medoltolsfj eftir svœdutn
JOKULF. 9,0 33%
ÚTDJÚP. 3,0 11 %
MIÐDJÚP 10,0 37 %
INNDJÚP 5,0 19%
ÍSAFJ.DJÚP 6,25
Arnarfj. 1,16
JOKULF.
ÚTDJÚP
MIÐDJÚP 3,4
INNDJÚP 0,7
ÍSAFJ.DJÚP |t25
Arnarfj. 0,33
Medoltolsfj. eftir svœdutn
JOKULF. 7,0 35%
ÚTDJÚP 3,0 15%
MIÐDJÚP 80 40%
INNDJÚP 2,0 10%
ÍSAFJ.DJÚP4.59
Arnarfj. 1.01
Medoltolsfj. eftir svœdutn
JOKULF. |,5 2 8%
ÚTDJÚP 1,4 26%
MIÐDJÚP 1,2 22%
INNDJÚP |,3 24%
ÍSAFJ.DJÚPl.27
Arnarfj. ?
7. mynd. Magn og úlbreiðsla rœkjulirfa i tsafjarðardjúpi fyrsw viku júni á árabilin11
1975-1978. Skipling Djúpsins ísvceði miðuð við línur dregnar um Æðev ogfrá BolunR'
arvík-Bjarnarnúp-Slétlu. Inn selt á mvndina hliðslœður meðalfjöldi lirfa i Arnarfirð1
(Arnarfj.) árin 1975. 1976 og 1977.
94 — ÆGIR