Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 20
Skverinn er ca. 24 fet, við þessa vídd hefur belgurinn
lengst, er nú um 20 metra langur frá bobbingamiðju
aftur í pokaenda. Hver hleri er nú upp í 3'/2 x 6/2
fet að lengd og þyngsli um 230-250 kg.
1970 varð Ólafur Halldórsson á bát sínum Hall-
dóri Sigurðssyni fyrstur til að setja bobbinga á
fótreipi rækjutrolls hér við Djúp. Einnig þetta var
mikil framför. í fyrstu var 8“ höfuðlínukúlum af
togaratrollum rennt upp á fótreipisvírinn, síðan
settu menn stærri bobbinga undir og nú eru hafði
allt að 16“ bobbingar á miðju fótreipisins. Við
þessar aðgerðir fóru menn að losna við grjót sem
var algengur vágestur í trollum og bæði reif þau
og spillti veiði. Eins var nú farið að toga á miklu
harðari botni en áður og nú er svo komið að enginn
blettur er látinn ódreginn sé þar einhver von um
veiði, jafnvel á þeim svæðum þar sem botnlagið
er eins og fjallshlíðar með stórgrýti þar sem dýpis-
mismunur er á nokkrum bátslengdum um 40 faðm-
ar.
Eftir að afli fór aftur að glæðast í Ísaíjarðardjúpi
árið 1964, veiddust þá vertíð 447 tonn, en bestur
varð aflinn 1971 og komst þá upp í 2915 tonn. Frá
1970 hefur heildaraflamagnið yfirleitt verið í kring-
um hálft þriðja þúsund tonn með fáum undantekn-
ingum. Eftir að rækja fór að veiðast í Jökulfjörðum
1969, stækkuðu veiðisvæðin við Djúp verulega.
Margoft höfðu rækjuveiðar verið reyndar í Jökul-
fjörðum, en árangur ávallt verið sáralítill, þar til
þ. 9. desember í fyrra að Pétur Geir Helgason
skipstjóri á Morgunstjörnunni brá sér norður í
Firðina, meira svona af rælni heldur en að hann
byggist við neinum afla frekar venju á þessum slóð-
um. Undir myrkur verður hann svo vel var og veiðir
á skömmum tíma 1500 kg og þar af töluvert magn
eftir að dimmdi. Annars veiðist rækja ekki í myrkri
á innfjörðum og virðist hún fara frá botni upp í
sjó og halda sig þar þangað til birtir á ný. Er ekki
að orðlengja það að mokveiði varð hjá rækjubátum
í Jökulfjörðum fram að hátíðum. Síðan hafa Jök-
ulfirðir verið eitt aðalveiðisvæðið t.d. sækja Bol-
ungarvíkurbátar mikið á þær slóðir. Þetta ætti að
sýna mönnum fram á hversu óútreiknanleg hegðun
rækjunnar er. Ættu menn gjarnan að hafa það hug-
fast, þeir sem á annað borð hafa áhuga á þessum
veiðum, að hvergi er fullreynt.
Hafrannsóknastofnunin
Hafrannsóknastofnunin hefur nú útibú á ísa-
firði, er Guðmundur Skúli Bragason starfsmaður
hennar. Fylgst er náið með veiðum og prufur teknar
reglulega úr afla. Auk þess fer hafrannsóknaskipið
Dröfn tvær ferðir á ári og oft miklu fleiri, ef þurfa
þykir, á öll innfjarðarrækjumið hér við land. Þa
er veiðiþol hvers veiðisvæðis metið, sem er nefnt
varanlegur hámarksafrakstur. Auk þess er ung-
fiskamagn rannsakað og það metið vegna væntan-
legra veiða á því með rækjuafla. T.d. fóru engar
rækjuveiðar fram haustið 1978 vegna mikillarseiða-
gengdar í ísafjarðardjúpi. Þess utan hefur ákveðn-
um svæðum oft sinnis verið lokað af þeim orsökum-
Stofnunin hefur sett sig verulega á móti mikilh
veiði á smárækju og lokað svæðum og stundurn
öllu svæðinu vegna smárrar rækju, jafnvel áður en
heimiluðum heildarkvóta er náð. Rækja sú seffl
við Djúp veiðist er yfirleitt sú jafnsmæsta sem hér
við land fæst. Leyfður hámarksfjöldi af rækju 1
hvert kíló er 325 stykki. Fyrir allmörgum árum var
heimilt að koma með allt að 350 stk. í kg. Stofnunin
gerði tilraun með að ná upp meðalstærð á rækju
með því að setja reglur um stiglækkandi leyfðan
hámarkstölur landaðrar rækju og skyldi sú áætlun
ná yfir 5 ár, eða þar til 300 stk. í kg væri náð. Ekki
virðast þessar reglur fá staðist, þar sem sjómönnuffl
reyndist ókleift að uppfylla þær. Þegar hámarks-
tölur höfðu komist niður í 310 stk. í kg var til
þess ráðs gripið að færa töluna upp í 325, vegna
ört vaxandi sektargreiðslna sjómanna til sjávar-
útvegsráðuneytisins.
Enda þótt talan hafi verið færð upp til hálfs við
það sem hún var áður, eru sjómenn oft í mikluffl
vanda að verjast sektum. Frá s.l. hausti eru til dærffl
um 400 þús. króna sektargreiðslur einstakra báta.
sem verst hafa farið út úr talningu rækjunnar. Þetta
eru þungar búsifjar hjá útgerð og sjómönnum, þaf
sem verð á rækju er nú búið að vera lágt lengi, a.m.k-
á þeirri rækju sem landað er við ísafjarðardjúp.
því að henni hættir til að lenda í lægstu verðflokk-
um, sem Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveður, en
þeir eru 9 að tölu. Eins og verðið var á s.l. haust'
spannar það yfir frá 160 stk. í kg og færri á kr. 397-
en þar er helst um úthafsrækju að ræða, niður 1
301-320 og fleiri á kr. 174, en í þeim verðflokki
lendir mikið magn af landaðri rækju við Djúp.
Sjómenn sjá því ekki annað ráð en biðja stjórn-
völd að breyta leyfðum hámarkstölum í 350 stk. í k£
á ný til þess að losa sig að einhverju leyti úr þessuffl
sektarböndum, sem hverjum manni er hvimleitt vi^1
að búa.
Á hinn bóginn segir ekki fjöldi þeirrar rækj1'
sem yfirleitt fyllir hvert kg allt um nýtingarmögf1'
leika hennar. Sú rækja sem er full af hrognum
76 — ÆGIR