Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 72
Aðalvél af nýrri
Caterpillargerð í
m/b Gunnari Bjarnasyni
SH-25, Ólafsvík
Á síðastliðnu hausti kom m/b Gunnar Bjarnason
SH-25 til heimahafnar eftir aðalvélaskipti í Þýska-
landi.
Gunnar Bjarnason er stálskip smíðað í Noregi
árið 1963, aðalmál skipsins eru lengd 34.12 m, breidd
7.01 m og dýpt 3.38 m. í skipinu var áður Lister
660 ha aðalvél ásamt Liaen skiptiskrúfubúnaði,
svo og jafnstraumur, en jafnframt aðalvélaskiptum
var einnig breytt yfir í 380/220 volta 50 Hz rið-
straum.
Nýja aðalvélin er Caterpillar gerð D-399, sett á
1000 hö við 1125 sn/mín. Vélin er úr seríu sem
Caterpillar kallar 6.25 sería, og er stærsta vél sem
þeir framleiða (hámarksafköst 1125 hö við 1225
sn/mín). Þessi vélasería er skipstjórnarmönnum
ekki ókunn, t.d. D-398, 850 hö, D-379, 565 hö og
D353,425 hö, en vélin sem sett var í Gunnar er fyrsta
D-399 vélin sem Hekla h/f. afgreiðir sem aðalvél
í skip hér á landi.
D-399 vélin er 16 strokka V-byggð, fjórgengis
dieselvél. Vélin er með afgablásurum og eftirkæli,
snúningshraðinn er eins og áður sagði 1225 sn/mín,
hún er kæld með tveimur utanborðskælum af
FERNSTRUM gerð, en þessi kæling verður sífellt
vinsælli hérlendis. Vél og gír er algjörlega stjórnað
úr brú með loftstýringu.
Aftan við vélina er gírbúnaður af Ulstein 220
gerð (hámarksafköst 1600 hö), niðurfærsla er 4.53:1
og gefur því skrúfuhraða 270 sn/mín. Gír þessi
er ekki sambyggður á vél, heldur fristandandi,
sem hefur augljósa kosti þegar þjóna þarf baeði
vél og gír. Skrúfan er einnig frá Ulstein AS í Noregi,
er hún fjögra-blaða með 1950 mm þvermáli. Fyrir
framan aðalvél er dælugír af NORGEAR FG 570
gerð, við hann eru tengdar tvær lágþrýstidælur
hvor um sig 65 hö við 1375 sn/mín. og tvær há-
þrýstidælur 60 hö við 1375 sn/ mín. Einnig er mögu-
leiki á að tengja við gírinn hliðarskrúfudælu 250 hö
á 1760 sn/mín.
Eins og áður sagði var einnig breytt um straunr
í skipinu, sett var ein ný Caterpillar 3304 dieselvél
75 hö við 1500 sn/mín, við hana er Stamfard rafali
50 kw 50 Hz, einnig var settur samskonar rafah
við gamla hjálparvél sem fyrir var í skipinu, raf-
stöðvarnar eru búnar til samfösunar.
Við vélarskiptin voru skipstjóri og vélstjóri við-
staddir allan tímann, telja þeir að vinna Þjóðverj-
anna hafi verið öll til fyrirmyndar.
Hekla h/f hannað breytingar á vélarundirstöðum
og reyndust þær auðveldar þegar haft er í huga að
breytt var um vélarlengd og hestöfl aukin úr 660 i
1000.
Síðan m/b Gunnar Bjarnason kom heim hefur
skipið verið að stanslausum veiðum, og hefur vél
og búnaður reynst hinn besti í alla staði.
128 — ÆGIR