Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 30

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 30
Unnur Skúladóttir og Einar Jónsson: Rækjan við ísland Rækjuveiðar hér við land hafa verið stundaðar allt frá árinu 1934, í fyrstu stopult og í litl- um mæli í ísafjarðardjúpi, en eft- ir að kom fram yfir 1960 miklu víðar og í stærri stíl. Árið 1961 er farið að taka reglulega sýni af rækjuafla til fiskifræðilegrar úr- vinnslu en misjafnlega fullkomn- ar tölur um afla og sókn eru til nokkuð lengra aftur í tímann. Frá því sýnatökur hófust hefur stöðugt verið unnið að rannsókn- um á þessari nytjategund; í smá- um stíl í fyrstu en meira er á leið og veiðar jukust. Þekking fiski- fræðinga á rækjunni hefur því aukist nokkuð ár frá ári, en kröft- unum hefur lengst af verið beint að knýjandi athugunum á stofn- stærð og veiðiþoli og aðrar frum- rannsóknir á líffræði rækjunnar oft orðið að sitja á hakanum. í eftirfarandi grein er ekki ætlunin að fjalla um sögu rækjuveiða við ísland né fund nýrra miða eða aflabrögð, heldur að raða saman í eina mynd nokkrum þekkingar- brotum um eðli og líffræði rækj- unnar — atriðum, sem mörg hver hafa birst einhvers staðar á prenti. Þar má einkum benda á ráð- stefnugrein frá 1978eftirhöfunda ásamt Ingvari Hallgrímssyni. Rækjan er krabbadýr. Safn- heitið rækja fyrirfinnst reyndar ekki í flokkunarfræði dýrafræð- innar. Það krabbadýr, sem hérer mest veitt og við nefnum einfald- lega rækju, er þannig skyldara (skipað nær í ættartré) því sem menn nefna almennt krabba (trjónukrabba, gaddakrabba) — en þessi dýr virðast við fyrstu sýn ólík eins og dagur og nótt — held- ur en ljósátu sem fæstir leikmenn þekkja frá rækju. Hugtakið rækja er vísindalega óskilgreint, en er notað um nokkrar tífættar sund- krabbategundir sem tíðast hafa langa trjónu og samanþjappaðan skrokk á þverveginn. Rækjan ,,okkar“ heitir stóri kampalampi og ber fræðiheitið Pandalus bore- alis. Allt að 10 aðrar rækjuteg- undir hafa fundist hér við land, en þær finnast flestar í mjög litlu magni, nema náfrændi stóra kampalampa, litli kampalampi (Pandalus montagui), fremur lít- il rauðröndótt rækja, sem finnst í nokkru magni sumstaðar inn- fjarða innan um þann stóra og er veiddur og nýttur með honum. Stóri kampalampi er ekkert sér- íslenskt fyrirbrigði. Þessi tegund finnst í nær öllum norðlægum höfum umhverfis norðurpólinn. Tegundinni er síðan skipt í stofna eða undirstofna eftir svæðum. Oft spyrja rækjusjómenn, hvort hin svokallaða djúprækja sé önnur tegund en innfjarðarækj- an. Þetta er eðlileg spurning þar sem sjá má augljósan mun á þess- um tveimur hópum, svo sem stærðarmuninn og fleira, ef betur er að hugað. Hér er því til að svara, að um sömu tegund er að ræða, en aðra stofna. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að skilgreina þessi tvö hugtök i stuttu máli. Orðið tegund er not- að um dýrahópa sem geta æxlast saman og getið af sér frjó af- kvæmi. Af sömu tegund geta síð- an verið margir stofnar. Séu tveir eða fleiri stofnar sömu tegundar, liggja til þess tvær forsendur: I fyrsta lagi er talað um tvo (eða fleiri) stofna, haldi þeir sig á tveimur (eða fleiri) aðskildum svæðum og hafi engan, eða lítinn samgang sín á milli, þótt engan líffræðilegan mun sé að finna á þessum tveimur hópum. í öðru lagi er svo talað um tvo stofna sömu tegundar, þegar greina má líffræðilegan mun á þeim, svo sem mun á líkamlegum útlitsein- kennum eða annan líffræðilegan mun, t.d. mun á hrygningartíma, hvort heldur þessir hópar halda til á sama svæðinu eða aðskildum svæðum, en hinu fyrrnefnda er sjaldnast til að dreifa, því mis- munurinn stafar einmitt af því, að hóparnir hafa þróast hver á sínum stað eða dvalið þar aevi- langt og mótast af umhverfinu. 86 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.