Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 43
goða orðstýr sem íslenskur ferskfiskur hefur áunnið
sér á þessum mörkuðum ætti að notfæra til hins ýtr-
asta við að byggja upp freðfiskmarkaði í Evrópu, en
dregist hefur úr hömlu að gera myndarlegt átak í þá
att að byggja upp markaði fyrir íslenskan freðfisk á þess-
um slóðum og er það nú að koma okkur í koll.
Framboð á fiski vex jafnt og þétt á mörkuðum
Norður-Ameríku og líklegt er að þessir markaðir
verði óstöðugir og jafnvel óútreiknanlegir þegar
Kanada- og Bandaríkjamenn hafa byggt upp sinn
sjavarútveg og náð að nýta hin auðugu fiskimið sem
þeir hafa yfir að ráða og er jafnvel talið að um offram-
leiðslu á fiski verði að ræða þar um eða eftir miðjan
þennan áratug. Eins og sakir standa er útlitið síður
en svo bjart hjá þeim fiskframleiðendum sem mikið
eiga undir þessum mörkuðum.
•
Báturinn sem ,, White Fish Authority" stofnunin notar við til-
rQunaveiðar sínar með ,,Autoclip“ Hnuvélasamstœðuna.
Stöðugt er unnið að endurbótum á hinum ýmsu
muvélasamstæðum og hafa nýjar tegundir komið
ram á sjónarsviðið að undanförnu, en þó margar
Serðir hafi verið framleiddareru fáar ætlaðar bátum
j minni stærðarflokkunum. Frá árinu 1975 hefur
'navélasamstæðan, sem hlotið hefur nafnið „Auto-
C*‘P.“ verið í hönnun og þróun hjá „White Fish
Authority“ stofnuninni í Hull, og er hún ætluð bát-
UlT1 um og innan við 20 metra að lengd. Línuvéla-
sarnstaeða þessi er búin vélbeitningu og sker beitning-
arvélin jafnframt beituna. Hefur sá árangur náðst
v'ö beitninguna að 93 af hverjum 100 krókum beit-
asl eins og til er ætlast. Þegar línan er dregin eru
aurr*arnir leystir sjálfvirkt af þininum með sérstök-
um útbúnaði og raðast þeir á þar til gerðan stand, en
við lagningu eru þeir klemmdir aftur á þininn og má
stilla lagningsvélina eftir því hversu langt menn vilja
hafa á milli króka og þykir af því mikil hagræðing.
Er nafnið „Autoclip" af þessu dregið. Mælt er með
að nota girnistauma, sem eru miklu stífari en venju-
legir taumar og vefjast siður eða ekki upp á þininn
þegar dregið er og hafa þeir einnig reynst vel þegar
beitt er og lagt. Ef reiknað er með 4500 krókum á 8
mílna langa línu, þá er núverandi lagningshraði 4,5
mílur, en vonast er til að hægt verði að auka lagn-
ingshraðann upp í 6 mílur áður en framleiðsla hefst
fyrir almennan markað sem hugsanlega verður
seinnihluta þessa árs. Gert er ráð fyrir íjögurra
manna áhöfn á bátum sem búnir verða „Autoclip“
línuvélasamstæðunni. Verð er áætlað um £20.000,
en öll uppsetning mun verða auðveld og tekur að-
eins 2-3 daga að koma henni fyrir um borð.
Þinurinn dregst inn í tromlu.
Úthafsrækjuveiðar Norðmanna hafa síðan 1970
þróast upp í að verða mikilvæg atvinnugrein. Við
úthafsrækjuveiðarnar eru í dag notuð stærri veiði-
skip en áður þekktist og eru helstu miðin djúpt út af
Norður-Noregi, við Bjarnareyjar, Svalbarða, Jan
Mayen og Vestur-Grænland. Frá miðunum í Bar-
entshafi og við Svalbarða er rækjan flutt hrá og ísuð
til verksmiðja í landi, þar sem hún er skelflett og
soðin. Á fjarlægari miðum er rækjan soðin og fryst
um borð. Árið 1978 varð metaflaár, eða 31.689 tonn
af úthafsrækju, en var 1977 um 25.000tonn. Minnk-
að leyfilegt aflamagn við Vestur-Grænland var meir
en bætt upp með aukinni veiði í Barentshafi.-B.H.
ÆGIR — 99