Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 36

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 36
hrygningu límast eggin undir halafæturna, þ.e. ef frjóvgun hef- ur átt sér stað. Framgangur hrygningar er metinn ýmist sem hlutfallið fjöldi hrygna með eggj- um á halafótum á móti þessum fjölda hrygna með eggjum plús fjöldi grænna í haus, eða sem meðalhlutfall hrygna með eggj- um í þeim lengdarflokkum þar sem þeirra (eggjahrygna) fer að gæta. Þessi hlutföll breytast þeg- ar á líður. Klaktímabilið er á sama hátt metið sem hlutfall hrygna með eggjum í lengdar- flokkum er þeirra gætir. Vitað er að þroskunartími eggjanna (hrognanna) fer eftir hitastigi (Rasmussen 1953). Þaðvekurþví ekki furðu að eggburðartíma- bilið er styst við Eldey, sjá mynd 5, og á Breiðafirði og lengst á Norður- <kanti, Sporðagrunni og við Kol- beinsey þar sem kaldara er. Ekki er enn vitað hvenær klak á sér stað á Dohrnbanka. Einkennandi fyrir djúprækjuna er að í nær öllum sýnum eru hrygnur með egg nema e.t.v. síðast í maí og fyrst í júní. Svo virðist einnig sem bæði hrygning og klak nái yfir mun lengri tímabil en hjá rækju á grunnslóð. Það vekur eftirtekt að rækjan við Eldey virðist sleppa eggjum um mánuði seinna en rækjan á Vestfjörðum og inn- fjarða norðanlands. Skýringu á þessu kann að vera að leita í því að vorhámark grænþörunga er talið verða um mánuði seinna í hlýja sjónum en kalda, sam- kvæmt upplýsingum frá Þórunni Þórðardóttur. Frjósemi Með frjósemi er átt við hrogna- fjölda hjá rækjunni, en hann get- ur verið nokkuð misjafn. Vorið 1978 voru gerðarfrjósemisathug- anir á rækju frá öllum helstu veiðisvæðum hér við land. Hrogna- fjöldi reyndist mjög misjafn eftir •stærð einstaklinga og milli svæða. 6. myndin sýnir samanburð á fjölda hrogna eftir stærð hrygn- anna í Arnarfirði og Öxarfirði. Það sem fyrst vekur athygli er að fjöldinn fer mjög vaxandi eftir stærð rækjunnar. í öðru lagi er fjöldinn mjög misjafn eftir ein- staklingum (sömu stærðar) á sama svæði. Þegar kom að því að bera saman frjósemi milli svæða varð að beita flóknum tölfræði- legum aðferðum til þess að sjá hvort mismunurinn væri mark- tækur. Tölfræðin fullyrti að vísu, að hrognafjöldi rækju væri nær undantekningarlaust mismun- andi eftir svæðum. Sýnin voru hins vegar tekin (veidd) um miðj- an marsmánuð, en þá kom í ljós að farið var að nálgast þann tíma, er eggin fara að klekjast út á sum- um svæðum. Sumir vísindamenn halda því fram að ystu eggin á hrygnunni klekist út fyrst, þannig að eggjunum smáfækki er líður á vorið. Áður en fullyrt verður um mismunandi frjósemi rækju eftir svæðum virðist því þurfa að gera aðra athugun þar sem sýnataka færi fram fyrir áramót, svo hinn hugsanlegi skekkjuvaldur sem að ofan er nefndur yrði minni. Rækjulirfur Eftir að hrognin hafa verið límd undir hala rækjunnar í um það bil hálft ár eða lengur klekj- ast þau út. Nýútklaktar rækjulirfur eru um 5 mm að heildarlengd, og eru þær sviflægar í allt að 3 mán- uði (þá um 15-17 mm að lengd). Það æviskeið rækjunnar, sem hún er sviflæg lirfa, er gjörólíkt því skeiði, sem hún á fyrir hönd- um, sé litið á fullorðna rækju sem tiltölulega staðbundið botndýr. Sá tími er rækjulirfurnar rekur stjórnlaust fyrir straumum hlýtur að ráða miklu um mögulegt sam- band milli stofna. Ljóst er að á þeim tíma sem lirfurnar eru svif- lægar (3 mán.) getur þær rekið um allan sjó, séu straumar fyrir hendi, og þar af leiðandi hlýtur að vera meira eða minna sam- band milli rækju á hinum ýmsu svæðum við landið gegnum þetta lirfurek. Þessi möguleiki til blönd- unar gerir það að verkum að litlar líkur eru á því að hér við land nái að myndast stofnar með líffræði- leg (frábrugðin) einkenni, sem bundin eru í erfðum, heldur eru hin mismunandi einkenni, er áð- ur hefur verið rætt um, svo kölluð staðaraðlögunareinkenni sem fram- kallast af aðstæðum á hveiju svæði. Síðan 1975 hafa verið gerðar vor hvert athuganir á sviflægum rækjulirfum í ísafjarðardjúpú Arnarfirði, Patreksfjarðarflóa og Breiðafirði, svo og á sniði milli fyrrnefndra Vestfjarða. Athug- anir hafa farið þannig fram, að tekin hafa verið sýni úr sjón- um frá yfirborði niður undir botn með fíngerðum netháf bún- 4. mynd. Sýnt ersamhengi millihelmingS' kvnþroskalengdar hrygna, hkl., á Arnar- ftrði hvern vetur og hversu mikill heildar- afli var tekinn að meðaltali 3 síðustu vet- urna á undan. Tölurnar eiga við hvert hkl.. þ.e. seinni hluta vetrar. Krossar eru nolaðir tilað merkja þá vetur er sterkir ár- gangar eru 5 ára. 92 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.