Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 26
stærð, hafa verið vel til veiða búnir á því djúpa og straumþunga vatni sem þarna er, auk þess sem þeir voru með litlar rækjuvörpur eins og þá tíðkuðust. Það var svo seinnihluta sumars 1970 að Þórir Hin- riksson hóf veiðar við Eldey á báti sínum, Hinrik frá ísafirði, sem var 26 lestir. Var hann útbúinn stórri ísfirskri rækjuvörpu, sem hann veiddi strax mjög vel í. Þetta varð til þess að þarna hófust strax veiðar og urðu bátar alls 14 á þessum miðum þegar flestir voru í desember. Flestir bátanna voru úr Sandgerði og Keflavík og auk þess nokkrir ísfirskir bátar. Almennt varð afli hjá bátunum nokkuð góður þarna næstu tvö árin og var þá rækjan verkuð hjá fjórum aðilum í Keflavík og tveimur í Sandgerði. 1973 var svo rækjumiðunum við Eldey lokað þann 6. september sökum mikils magns af ýsuseiðum í afla. Rannsóknir fyrri ára höfðu leytt í ljós að smá- ýsumagnið fór vaxandi á þessum slóðum er líða tók á haustið og virtist mikið allt til vors. 1974 gekk rækjuveiðin frekar illa og var rækjuaflinn rýr á öllu svæðinu og var allmikið af ýsuseiðum í afla, einnig af smáhumri. Veiðar voru þó leyfðar á Hólasvæði, djúpt vestur af Eldey. Síðan lágu rækjuveiðar niðri á þessum slóðum frá 1975-1978 en þá voru þær leyfðar á ný, hafði þá svæðið sem veiðar voru heim- ilaðar á verið takmarkað vegna smáýsu og smá- humars. Þetta sumar veiddust 215 tonn af rækju á1 svæðinu. Allri verkun á rækju í Keflavík hafði þá verið hætt og vélakostur seldur til annarra lands- hluta vegna þess afturkipps sem kom í veiðarnar. Á s.l. ári stunduðu sex bátar rækjuveiðar á Eld- eyjarmiðum. Reru þeir allir frá Sandgerði og lögðu afla sinn á land þar 1 tvær rækjuverksmiðjur. önnur þessara verksmiðja er rekin af Óskari Árnasyni, en hin er Lagmetisiðjan í Garði, rekin af Erni Erlends- syni, Garði. Afli þessara sex báta var þolanlegur yfir tíma- bilið. Breiðaíjarðarmið Um vorið 1966 leitaði Gunnar Jónsson fiskifræð- ingur að rækju í Breiðafirði, ásamt rækjuskipstjór- anum Bjarna Jörundssyni á m/b Jörundi Bjarna- syni frá Bíldudal. Töluvert fannst af rækju á smá- svæðum í Kollafirði, Skálmarfirði og Kerlingafirði. Var afli allt frá 35-600 kg á klst. Rækjan var nokkuð smá, frá 300-350 stk. í kg. í aflanum var nokkuð mikið af litla kampalampa, sem er smærri rækju- tegund og röndótt á skelina. Veiðar voru reyndar þarna lítilsháttar 1967 en ekkert síðan. Nokkuð erfitt er að sækja á þessi mið og langt að fara norður yfir flóann fyrir báta frá Snæfellsnesi. Auk þess eru leiðir vandrataðar inn á firðina og sigling varasöm vegna skerja. Auk Hafrannsóknastofnunarinnar höfðu nokkrir aðilar leitað að rækju bæði á eigin kostnað og með styrkjum. Höfðu þeir fundið all- mörg mið bæði í Kolluhálnum og allt í kringum Jökulinn. I maí 1968 hóf Baldur Sigurbaldursson til- raunaveiðar á m/b Þórveigu frá ísafirði með stórri vörpu í Sandabrún skammt vestur af Jökli. Fékk hann góða veiði þarna af stórri rækju og veiddi þar um 12 tonn á 5 dögum. Magnús Kr. GuðmundssonfráTálknafirðileitaði að rækju á Þorgrími ÍS þá seint um haustið og fann ný mið í Breiðafirði 8'/$ til lOmílur í NaAfráGrund- arfirði. Fékkst þarna stór rækja um 150 kg í hali a klst. Magnús var með stóra danska vörpu sem hann notaði við veiðarnar og var togað með 4-5 mílna hraða, en það er meiri hraði en yfirleitt er notaður við rækjuveiðar. Enda fékkst betri afli þarna seinna eftir að toghraði var minnkaður og íslenskar vörpur- notaðar. Nokkuð vandtogað er á þessu svæði vegna ójafns botnlags og stutt er í harðan botn þar í kring, enda voru þá ekki notaðir bobbingar undir trollin eins og nú er eingöngu gert við allar rækjuveiðar. Það er athyglisvert að bobbingar hafa ekki verið notaðir neitt sem heitir á Breiðafjarðarmiðum eða miðunum úti af Jökli, enda þótt rækjuveiðar væru stundaðar á þessum slóðum fram til 1977, er þ®r voru bannaðar. Það má því ætla að þar sé margt svæðið ókannað enn þann dag í dag, þar sem botn er harðari og ekki togandi nema með bobbinga- trolli. Fljótlega eftir 1968 fóru bátar af Snæfellsnesi að stunda rækjuveiðar, að vísu voru þetta aldrei margif bátar. Aðalveiðisvæðin voru Sandabrún og miðin N af Grundarfirði. Nokkuð góð veiði fékkst þar sum árin, en Hafrannsókn hafði sívaxandi áhyggjur vegna vaxandi þorskveiði í rækjuafla. Var þarna yfirleitt um stóran fisk að ræða. En ekki þótti verj- andi að leyfa slíkt, þar sem togveiðibátar fengu ekki að draga troll á sömu slóðum með venjulegum þorskriðli í neti. Því er ósvarað enn hvort ekki mum vera hægt að finna þau svæði á harðari botni við Breiðafjörð og þar í kring sem rækja fengist á án þess að þorskveiði væri vandamál við veiðarnar. Það bíður þess tíma þegar farið verður að toga þar með þeim fullkomnu rækjuvörpum sem völ er á i dag-' Árið 1974 var miðunum við Bárðargrunn, Suð- ur- og Norðurhrygg lokað vegna smáfisks í afla- 1975 var sömu miðum lokað vegna mikils fisks með 82 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.