Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 39
svæðunum. Hvaðan slíkar lirfu-
torfur eru ættaðar verður ekki
sagt með vissu. í ljósi þess að
aldrei hefur fundist rækja í neinu
magni úti fyrir fjörðunum verður
að álykta, að lirfurnar hafi rekið
ut úr Arnarfirði, en aðalstraum-
urinn liggur í norður. Sú litla
ðre>f, sem venjulega finnst úti fyr-
!r er °g sennilega að mestu ættuð
'nnan úr fjörðum.
Þó að gert sé ráð fyrir að þorri
rækjulirfa í t.d. ísafjarðardjúpi
°g Arnarfirði reki ekki burt — en
slíkt hlýtur að vera forsenda þess
að stóra rækjustofna er þar að
finna yflr höfuð, sé hugmyndum
Um göngu fullvaxinnar rækju
afnað — fer því fjarri að allar
mynd. Hlulfall mismunandi stórra
r&kjulirfa i ísafjarðardjúpi. (D). Arnar-
"■<3/ (A), 0g Breiðafirði (B) vorið 1978.
hættur séu hjá liðnar fyrir lirfurn-
ar. Þegar lirfusöfnun fer fram að
vori, eru lirfurnar svo smáar og
ósjálfbjarga, að kuldi, fæðu-
skortur og óvinir kunna að verða
þeim að fjörtjóni svo milljónum
skiptir. Ekki er hins vegar hægt
að bíða með að safna lirfunum
þangað til þær eiga sér meiri lífs-
líkur, þar sem þá fara þær að leita
botns og söfnun verður miklu erf-
iðari.
Þegar á heildina er litið, kann
því mörg ástæða að liggja til þess,
að lítið samband finnst milli lirfu-
fjölda og þeirra er endanlega
komast á legg. í ofangreindrí
umræðu eru og margar bollalegg-
ingar þar sem verið er að reyna að
ráða í eyður, sem ekki hefur tekist
að fylla í af þeim upplýsingum, er
fengist hafa úr fyrirliggjandi
gögnum. Þessar bollaleggingar
eru þó aðeins tilgátur, hér fram
settar, svo lesendur fái gleggri
mynd af því hve dæmin sem við er
fengist geta haft margar hliðar.
Að lokum skal bent á, að 4 ár eru
stuttur tími fyrir slíkar athuganir
og frekari reynsla kann að leiða
margt skýrar í ljós.
Fæða
Margir sjómenn spyrja hvað
rækjan éti. í sem stystu máli má
svara því þannig, að rækjan sé
hrææta sem lifir mest á rotnandi
smáleifum dýra og plantna er
rignt hefur niður á botninn eða
kemur af dýrum sem þar eiga
heima. Rækjan er ekki búin vel
löguðum eða sterklegum munn-
færum til þess að vinna á og að
bráð eins og t.d. marflóin. Hér á
landi hafa aðeins farið fram laus-
legar athuganir á magainnihaldi
rækjunnar, sem þó staðfesta það
sem viðameiri athuganir erlendis
hafa leitt í ljós. Athugun á maga-
innihaldi norsku rækjunnar leiddi
í ljós mikið af ógreinanlegum líf-
rænum leifum. Þá fundust og
smáleifar úr burstormum, sæ-
bjúgum og svömpum, einstaka
krabbaflær í heilu lagi, svo og
leifar einfruma dýra og plantna
svo sem götunga, skoruþörunga
og ýmissa grænþörunga. Rækjan
er að sönnu talin botndýr, þ.e.
hún heldur sig mest við eða yfir
botni og sækir þangað megnið
af fæðu sinni, en hún leggur sér
og til munns grænþörunga, sem
hún eflaust sækir að töluverðu
leyti upp í sjó.
Lóðréttar göngur
Allir rækjusjómenn kannast
við það, að rækjan leitar eitthvað
upp í sjó um nætur og er helst
ekki veiðanleg við botn nema í
dagsbirtu. Ekki er talið að rækjan
sé í fæðuleit í þessum lóðréttu
göngum, heldur er hér um eins-
konar meðfædd viðbrögð við
dvínandi birtu að ræða, en slíkar
göngur upp og niður í sjónum eftir
birtu eru þekktar hjá fjölda sund-
lægra smádýra í hafinu, og nægir
að nefna ljósátuna í því sambandi.
Þegar birtu fer að bregða fer
rækjan að leita frá botni upp í sjó.
Talið er að hún haldi áfram að
smágrynnka á sér þar til aldimmt
er orðið eða hættir að dimma, en
þá gengur gangan smám saman
til baka án þess að til komi áhrif
frá vaxandi birtu. Rækjan getur
því verið komin niður undir botn
að morgni, eða seinnipart nætur,
áður en byrjað er að birta. Mis-
munandi birtuskilyrði geta rugl-
að áðurnefnd viðbrögð. Þetta
fyrirbrigði er ekki eins áberandi
hjá djúprækju þar sem mun dags
og nætur gætir varla. Bjartar
sumarnætur og sterkt tunglskin
geta og haft mikil áhrif á þessar
lóðréttu göngur. Þess má að lok-
um geta til gamans að rækja hef-
Framhald á bls. 117.
ÆGIR — 95