Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 34
hjá 1960- og 1961-árgöngunum
ef dæma má eftir hkl. veturinn
1964-65. Frá og með vetrinum
1967-68 óx hkl. og varð
rúmlega 5 mm meiri veturna
1972-73 og 1976-77. Samhliða
því að árgangar uxu hraðar,
hrygndi hærra hlutfalli af 4ra ára
rækju en áður.
Vöxtur og mismunandi sterkir
árgangar
Ekki er unnt að aldursgreina
rækju á beinan hátt með lestri
árhringja eins og mögulegt er á
skeljum og fiski. í stað þess er
notuð óbein aðferð, svokölluð
frávikaaðferð, sem Unnur Skúla-
dóttir (1980) hefur aðlagað frá
aðferð Sunds (1930). Aðferðin
felst í því, að hlutfall stærðar-
flokka, svokölluð lengdardreif-
ing, er borin saman við meðal-
lengdardreifingu nokkurra ára af
sama svæði. Koma þá iðulega í
ljós frávik hjá nokkrum lengdar-
flokkum. Einungis er fylgt eftir
jákvæðri frávikskúrfu, sem álitin
er merkja árgang sterkari en i
meðallagi miðað við aðra ár-
ganga, er veiðast á sama svæði
á sama tíma. Með því að fylgjast
með frávikskúrfunni, er hún færð-
ist upp um lengdarflokka með
tímanum, er ráðið í vöxt sama
árgangs frá ári til árs og um leið
aldur. Sömu sterku árgangarnir
koma ekki fram á öllum svæðum,
sjá 1. mynd. Komi sami árgang-
urinn fram sem frávik á tveim eða
fleiri svæðum, virðist vöxturinn
geta verið mishraður eftir svæð-
um. Þannig eru hraðvaxta ár-
gangarnir á Arnarfirði um 5 ár að
ná 22 mm lengd meðan sömu ár-
gangar ná þessari stærð á 4 árum í
ísafjarðardjúpi. í innanverðum
Húnaflóa virðist vöxturinn aftur
á móti líkjast meira vextinum í
Arnarfirði. Vöxtur Öxarfjarðar-
rækjunnar virðist aftur á móti
svipaður vexti rækjunnar í Djúpi.
Af grunnslóðastofnum virðist
hraðasti vöxturinn eiga sér stað
við Eldey. Gögn af djúpslóð eru
ekki mikil enn sem komið er, og
er hér gerð fyrsta tilraun til ald-
ursáætlunar á djúprækju. Það
gerir einnig aldursáætlanir ó-
áreiðanlegar miðað við rækju á
grunnslóð, að miklu minni mis-
munur virðist vera á árgangs-
stærð hjá djúprækju. Dohrn-
bankarækjan virðist vaxa hrað-
ast af þekktum rækjustofnum
hér við land. Vöxtur er síðan
minni á djúpslóð fyrir norðan
land og svipaður og hjá innfjarð-
arækju. Hins vegarvirðist rækjan
á Norðurkanti, við Kolbeinsey og
á Sporðagrunni ná hærri aldri og
meiri stærð en innfjarðarækjan
yfirleitt. Grímseyjarrækjan verð-
ur einnig nokkru stærri og eldri
en t.d. Öxarfjarðarrækjan enda
þótt frávik verði ekki rakin
lengra en til 6 ára aldurs.
Árgangastærð getur verið mis-
munandi en þó aldrei neitt í lík-
ingu við það sem gerist hjá mörg-
um fiskum. Mestu sveiflur í ár-
gangastærð hér við land eru að
sjá hjá Arnarfjarðarrækjunni.
Árgangarnir frá 1960 og 1961
voru einhverjir þeir sterkustu er
komið hafa í Arnarfirði frá því
athuganir hófust. Af svipuðum
styrkleika er 1975-árgangurinn
sem nú er mest áberandi í firðin-
um. Athygli vekur hversu hægur
vöxturinn er hjá þessum þremur
árgöngum (1. mynd). ífyrstu var
talið að þetta stafaði af meiri
sjávarkulda en ella. Ekki reyndist
þetta haldgóð skýring. Hitamæl-
ingar á yfirborðshita á Hvallátr-
um, sem Þórður á Látrum hefur
framkvæmt vikulega allt frá því í
september árið 1961 leiddu í ljós,
að hiti var ívið í meira lagi árin
1962-66, þegar 1960- og 1961 ár-
gangarnir voru að vaxa upp-
Hins vegar var hitinn heldurfyrir
neðan meðallag árin 1967-71
þegar hraðvaxta árgangarnir frá
1967 og 1969 voru að vaxa. Hita-
stig við botn á Arnarfirði er auk
þess fremur jafnt milli ára miðað
t.d. við ísafjarðardjúp, sjá 2. og 3.
mynd. Takið eftir hversu miklu
kaldara er við botn í Arnarfirði
en í Djúpi á svipuðu dýpi. Þetta
stafar af því að Arnarfjörðurinn
hefur þröskuld í mynni fjarðar-
ins. Hitahámark við botn á 80-95
m dýpi næst auk þess seinna en í
ísafjarðardjúpi, eða í miðjum
nóvember í stað byrjun septem-
ber í Djúpi. Sigurjón Hallgríms-
son rækjuskipstjóri á ísafirði hef-
ur gert flestar hitamælingar á ár-
unum 1969-73 í Djúpi. Aðrar
hitamælingar hefur Hafrann-
sóknastofnunin gert.
Skýringa á þessum mishraða
vexti í Arnarfirði virðist að leita í
öðru en hitamismun. Að sleppt-
um hitamismun kunna tvö atriði
2. mynd. Sjávarhili i Arnarfirði. Meðal-
hitaferill drsins (eftir mdnuðum, sjd róm-
versku tölurnarj, árin 1969-79 við vftr-
borð og botn. Gildi einstöku ára eru
merkt sem x-1969, 0=1970 og 1=1971
o.s.frv. Yftrborðshiti er sd sami d öllunt
svœðum á myndinni, þ.e. d 55-60 mdýpi1
Jjarðarkjafli, 80-90 m dýpi á móts við
Stapadal og 90-95 m dýpi d móts við
Hrafnseyri.
90 — ÆGIR