Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 24
tals 14 bátar sem er úthlutað 50% af heildarafla svæðisins. Á Skagaströnd eru 6 bátar með 22%, Hvammstangi er með 5 báta og hefur 18% og Blönduós er með 4 báta og 10%. Þessu til viðbótar er svo einn bátur frá Djúpuvík í Reykjarfirði, Dag- rún, skipstjóri og eigandi Lýður Hallbertsson, en hann selur afla sinn á Skagaströnd, Hvammstanga og Blönduósi til skiptis og er hann því inn í heildar- magni þessara staða. Oft á tíðum hefur verið ágætur afli á Reykjarfirði þótt tregur væri s.l. haust og lítið veitt þar. Rækjubátar við austanverðan Húnaflóa hafa sótt meira á miðin úti af Miðfirði og Hrútafirði og inn á íjörð. Aftur hafa Steingrímsfjarðarbátar sótt meira á miðin úti af Steingrímsfirði og Grímsey. Sjómenn eru yfirleitt sammála um það að rækjan hafi breiðst út yfir víðara svæði á seinni árum. Nú í haust var veiðin skárst á grynnra vatni en 50 föðm- um. Oftast áður hefur mestur afli fengist á 60-110 föðmum. Öxarfjörður í öxarfirði fann hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson rækjumið árið 1975. Veiðar hófust á sama ári, fyrst voru það bátar frá Húsavík, sem byrjuðu, en svo komu bátar frá Kópaskeri fljótlega á eftir. Rækjan var mjög stór og góð, 140-170 stk. í kg fyrstu árin. f haust hefur hún verið smærri, ca. 200- 250 stk. í kg, enda afli með eindæmum tregur. Á báðum þessum stöðum var brugðið skjótt við að útvega húsnæði og vélakost til vinnslunnar og rekur Fiskiðjuver Húsavíkur verksmiðjuna þar á staðnum. Hlutafélagið Sæblik h.f. á rækjuverk- smiðjuna á Kópaskeri en þar eru hluthafar kaup- félagið og verkalýðsfélag staðarins ásamt fólki úr hreppunum í kringum Öxaríjörðinn. Á s.l. hausti var úthlutað 270 tonnum til vors á hvort byggðar- lagið fyrir sig og eru 6 bátar á Kópaskeri en 7 á Húsavík. Fyrstu árin var sá kvóti 1000 tonn sem skiptist einnig jafnt á báða aðila. Alllöng keyrsla er hjá Húsavíkurbátum á miðin eða um 3'A tími hvora leið, sem getur orðið ærið torsótt þar sem þetta er sjóferð fyrir opnu hafi og tíð oft rysjótt á þessum tíma árs. Veiðisvæði öxarfjarðar er tiltölulegal lítið að flatarmáli, en togbotn allgóður. Eftir stórviðris- garða af hafi er sjávarbotn nokkuð lengi að jafna sig þar til veiði er von á ný, kannske 2-3 daga. Þó að ísafjarðardjúp sé meira lokað fyrir miklum sjó- um af hafi en Öxarfjörður, þá kannast rækjusjó- menn vestra vel við þetta fyrirbæri. Forðast þeir gjarnan að reyna veiði á þeim slóðum þar sem þe*r vita að mest sjávarhreyfing hefur orðið eftir ill- viðri. Álíta sjómenn að rækjan flýi upp í sjó undan grugginu sem myndast við mikinn sjó og komi ekki til botns fyrr en gruggið er sest. Þegar afli tregast snögglega, eins og t.d. á öxar- fjarðarsvæðinu, þá vakna venjulega margar spurn- ingar í huga þeirra sem hagsmuna eiga að gæta, hverjar orsakirnar muni vera. Oft verður mönnum fyrst til að ætla að um ofveiði sé að ræða og ein- blína kannske um of á þann sökudólg. Að vísu geta veiðisvæði verið það lítil að þau þoli ekki nema takmarkaðan bátafjölda. Hitt er þó sönnu nær að mestan þátt í því á hvern hátt aflabrögðin gerast, hvort sem um er að ræða þorsk eða rækju, munu eiga hitaskilyrði sjávar. Haustið 1978 og fram í miðjan febrúar 1979 var sjór nokkuð hlýr úti fyrir Vestfjörðum og Norður- landi. En þá gerðust sneggstu hitabreytingar sem t.d. skipstjórar á Vestfjarðamiðum höfðu mælt síð- an þeir fengu sjálfvirka hitamæla í skip sín. Kólnun sjávarins var úr 6° hita niður í 1-3°. Eftir að ísinn var farinn lá þessi kalda tunga yfir öllu svæðinu allt frá Vestfjörðum til Austfjarða allt fram í júní- lok á vestursvæðinu, en mun lengur á eystra svæði landsins, t.d. úti af N.Austurlandi. íslenskirogrúss- neskir haffræðingar, sem rannsökuðu þessi svæði s.l. vor, lýstu því yfir að þarna hefðu átt sér stað mjög óvenjulegar hitasveiflur sem óvíst væri að mundu jafna sig nema á alllöngum tíma. En viti menn. Það líður ekki lengur en fram í miðjan ágúst þegar skipstjórar mæla sjávarhitann 8° á Halanum, eða það hæsta sem þeir nokkurn tíma hafa mælt þar. Með þessum hlýju skilum komu geysimiklar fiskigöngur upp á kantana og jafnvel smokkfisk- urinn, sem ekki hafði sést í 15 ár á Vestfjarðamiðum flæddi nú yfir þau, en talið er að honum henti slík skilyrði best. Þessi hlýja tunga mjakaðist austur með landinu og fram í miðjan desember hafði lítil kólnun átt sér stað. Upp á köntunum úti af Vest- fjörðum mældist hiti 6-7°, það sama mældist hann á öxarfjarðarmiðum. Talið er að þetta sé of hátt hitastig fyrir rækjuna á þessum árstíma og geti þvi haft slæm áhrif á aflamöguleikana. Austfirðir Það mun hafa verið skömmu eftir 1950 sem Garð- ar Jónsson á Reyðarfirði reyndi rækjuveiðar í firð- inum og fékk með sér gamalkunnan aflamann frá ísafirði, Bjarna Hávarðarson, til leiðsagnar. Bjarm var ættaður frá Norðfirði og hafði verið þar til full- 80 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.