Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 42

Ægir - 01.02.1980, Blaðsíða 42
Á undanfömum áratugum var hvalstofninn í Suður- skautshafinu stráfelldur. Svo skefjalaus var sóknin að í dag er stofninn talinn af ýmsum aðeins 10% af eðlilegri stærð. Vísindamenn álíta að ljósátustofn- inn (krill) hafi vaxið að sama skapi, en fullvaxinn bláhvalur étur milli 5 og 6 tonn af ljósátu á dag, og hefur hvaladrápið orðið til þess að jafnvægi nátt- úrunnar á þessum slóðum hefur raskast allverulega. Vandamálið sem þarna hefur komið upp, felst í þvi að líkja má matarlyst ljósátunnar í Suðurskautshaf- inu við matarlyst engisprettunnar og gengur nú ört á svifið. Ýmsar áætlanir eru um hversu mikið magn af ljósátu sé þarna að finna. Telja Rússar það vera allt frá 800 milljónum upp í 5 milljarða tonna, en Bandaríkjamenn að það sé á bilinu /2 til 1 milljarður tonna. Að flestra dómi er til þekkja, ætti að skað- lausu að veraóhættaðveiðaa.m.k. lOOmilljóntonn af ljósátu árlega. Á síðastliðnum áratug var saman- lagður árlegur fiskafli heims um og yfir 70 milljónir tonna og samkvæmt varfærnustu áætlunum má gera ráð fyrir að ljósátuaflinn gæti orðið álíka mik- ill. Hvítuinnihald (prótein) ljósátunnar er tiltölu- lega mikið, og ef þessu takmarki yrði náð, þ.e. 70 milljón tonna veiði af ljósátu, þá kæmi sem svaraði 8 grömm af hvítu á dag á hvert mannsbarn í heimin- um, væri þessu bróðurlega deilt niður, en dagleg lág- marksneysla hvers einstaklings af þessu mikilvæga næringarefni er um 45 grömm. Rússar halda því fram, að ljósátan innihaldi einnig læknandi efna- sambönd og hafa greint frá tilraunum sem gerðar voru á sjúklingum er þjáðust af magasári og æða- kölkun. Var sjúklingunum gefinn ljósátumarningur og náðu 60% af þeim sem voru með magasár fullri heilsu, og eins hafði þessi fæða áhrif til hins betra fyrir þá sem þjáðust af æðakölkun og hamlaði á móti sjúkdómnum. • Vetrarloðnuveiðar Norðmanna hófust mánudag- inn 28. janúar s.l. Þátttöku höfðu tilkynnt 394 skip, þaraf voru 239 hringnótaskip og 155togveiði- skip. Leyfiíegt heildarveiðimagn er um 540.000 tonn, og fá hringnótaskipin í sinn hlut 454.000 tonn, en togveiðiskipin 86.000 tonn. Er afl- anum síðan deilt niður á skipin eftir stærð þeirra og öðrum þar til gerðum reglum. Ef öllum skipunum væri leyft að veiða jafnmikið magn kæmi sem svar- aði 1.370 tonn á hvert skip, en þar sem hringnóta- skipin eru yfirleitt stór og ný kemur meira í þeirra hlut, eða 1.900 tonn, en hvert togveiðiskip fær að veiða 555 tonn að jafnaði. Á komandi sumri væri ráð að fylgjast náið með loðnugöngum þeim er stefna norðaustureftir og láta loðnuflota okkar hefja veiðar um leið og loðnan gengur út úr landhelginni. Oft háttar þannig til við loðnuveiðar að margan daginn er lítið um veiðan- lega loðnu og er þá hörð barátta milli einstakra báta í viðkomandi veiðiflota um að kasta á þær fáu torfur sem gefa færi á sér. Enginn vafi er á að hefði okkar loðnuveiðifloti verið á norðurslóðum s.l. sumar við veiðar úr sömu göngunni og Norðmenn, hefðu þeir aldrei veitt nema hluta af þeim afla sem raun varð á, fyrir utan að í flestum tilfellum hefðu norsku skipin verið lengur að fylla sig vegna samkeppninnar um torfurnar og er þá hætt við að veiðar þeirra á þessum íjarlægu miðum yrðu lítt ábatasamar. Mikilvægi þess að halda við'og hlúa að ferskfisk- mörkuðum okkar í Bretlandi og Þýskalandi er ótví- rætt. Er það mikið lán og raunar einstakt fyrirbrigði að í þessum tveimur nágrannalöndum okkar skuh ferskfiskmarkaðirnir hafa þróast á þann veg, að 1 Þýskalandi er aðaleftirspurnin og hæst verð greitt fyrir karfa, ufsa og blálöngu, en í Bretlandi er þorsk- ur, ýsa og flatfiskur þær fisktegundir sem eftirsótt- astar eru. Um miðjan janúar fengust yfir 600 kr/kíló- ið fyrir karfa og blálöngu á Þýskalandsmarkaðin- um, en þetta verð er allt að því helmingi hærra en Rússar vilja greiða fyrir kílóið af karfaflökum. Þann 98 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.