Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1980, Page 10

Ægir - 01.03.1980, Page 10
Sjávarútvegurinn 1979 Guðmundur H. Garðason: Hraðfrystiiðnaðurinn 1979 Árið 1979 mun frá sögu- legu sjónarmiði teljast meðal merkustu ára í sögu hraðfrystiiðnaðarins á fs- landi. Framleiðsla og útflutn- ingur frystra sjávarafurða hafði aldrei verið meiri og er- lendir markaðir tiltölulega hagstæðir. Enn þrátt fyrir stóraukna framleiðslu og stöðug og há verð fyrir afurðirnar, blasti sú sorg- leg staðreynd við í lok ársins 1979, að heildar- afkoma hraðfrystihúsanna var í núlli. Jafnframt benti margt til að staða þeirra myndi fara versnandi á árinu 1980. Orsakanna er að leita í óáran íslenzkra efnahagsmála, sem er að komast á það stig, að útflutningsatvinnuvegum landsmanna er hætta búin, verði ekki snögg breyting til hins betra. Ef staða fiskvinnslunnar er athuguð kemur m.a. í ljós að frá því í upphafi árs 1979 til ársloka hækk- uðu laun í fiskvinnu um 51,6% og hráefniskostnaður um 59,7%. Þá hækkuðu ýmsir aðrir rekstrarliðir sambærilega og jafnvel meira. Stærsti hluti tekna hraðfrystiiðnaðarins er vegna útflutnings, sem greitt er fyrir í Bandaríkjadollurum. Sem fyrr er frá greint voru verð fyrir helztu tegundir frystra sjávar- afurða svo til óbreytt á árinu í erlendri mynt. Á sama tíma hækkaði verð á dollar um aðeins 24,2%. Þrátt fyrir aukna framleiðslu og aukinn útflutning dugði það ekki til að brúa það bil milli tekna og tilkostnaðar, sem að framan greinir. Meginhlutinn af frystingu sjávarafurða á íslandi fer fram í hraðfrystihúsum, sem eru félagsaðilar að annað hvort Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eða Sjávarafurðadeild S.Í.S. Innan vébanda þeirra eru tæplega 110 hraðfrystihús. Heildarframleiðsla þeirra hefur verið sem hér segir sl. 3 ár. Árl. aukrting Smál. % 1977 105.324 1978 114.170 8,4 1979 143.604 25,8 Framleiðsluaukning árið 1979 var 29.434 smál- eða 25,8% frá árinu á undan, en 36,3% miðað við árið 1977. Sé farið aftur til ársins 1976, er frarn- leiðsluaukningin í frystingu 52.468 smálestir eða 57,6%. Af þessu má nokkuð marka þá mikl11 framleiðslubyltingu, sem hefur orðið á þessu sviðu á aðeins síðustu fjórum árum. Veigamesti þáttur frystingarinnar eru fiskflök og blokkir. Sl. 3 ár hefur framleiðsla þeirra úr þorski- ýsu, ufsa og karfa verið sem hér segir: 1977 1978 1979 Smálestir Smálestir Smálestir Þorskur .... 55.240 61.480 64.080 Ýsa..................... 8.292 9.848 12.556 Ufsi ................... 9.562 10.554 13.686 Karfi .................. 7.331 8.595 15.503 Hinn mikli fjöldi togara og fiskveiðistefna síðust11 ára hafa leitt til stóraukinnar frystingar á ufsa karfa, sem og á þorski og ýsu. Segja má að þorsk- °S ýsuafurðir hafi selzt svo til jafnharðan, en hins vega' hefur hin mikla aukning í frystingu ufsa og kai ‘ haft í för með sér miklar birgðamyndanir, Þaf sem markaðir eru takmarkaðir fyrir þessar tegundu ■ Athygli skal vakin á því, að karfafrystingin hefuf rúmlega tvöfaldazt, og framleiðsla ufsa aukizt uu1 43%. # I Loðnufrysting hefur verið snar þáttur í rekst margra frystihúsa á Austurlandi, Suðurlandi, Vest mannaeyjum og Suðvesturlandi á síðustu áruh1- Hið sama er að segja um frystingu loðnuhrogna. Frau1 leiðsla þessara afurða hefur verið sem hér seg sl. 3 ár: 130 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.