Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1980, Page 19

Ægir - 01.03.1980, Page 19
stað lengdar. Áskilið var, að slík breyting á verð- Fokkun gæti tekið gildi frá og með 1. nóvember ^9, enda fæli hún ekki í sér verðbreytingu, Þegar á heildina er litið, miðað við ársafla. Á Vegum Verðlagsráðsins hafði verið unnið að undir- búningi þessarar breytingar frá því um síðast- liðin áramót. Á fundi sínum 25. október 1979 akvað Verðlagsráðið að taka upp nýtt verðlagn- 'ngarkerfi fyrir þorsk og ýsu frá og með 1. nóv- ember 1979 í samræmi við þennan fyrirvara. Frá og með 1. nóvember 1979, verður því verð á Þorski og ýsu ákveðið eftir þyngd í stað lengdar. reytingin er við það miðuð, að meðalverð þessara tegunda haldist óbreytt, þegar litið er á ársaflann. I stað þess að taka sýnishorn úr afla og flokka eftir lengd skal nú fundin með sýnatöku meðal- Pyngd fisks í farmi fyrir hvora tegund um sig, og ræðst verðmæti farmsins af þessari meðalþyngd °S gæðaflokkun. Framleiðslueftirlit sjávarafurða J^un annast þessa sýnatöku og útreikning á meðal- Þyngd. Hæsta verð pr. kg af þorski miðað við slægðan ísk næst, þegar meðalþyngd þorsks í farmi er 4 'g eða meiri, þ.e. 25 eða færri fiskar eru í hverjum kg. Hæsta verð pr. kg af ýsu næst, þegar meðalþyngd ýsu í farmi er 2 kg eða meiri miðað v’ð slægðan fisk, þ.e. 50 eða færri fiskar eru í verjum 100 kg. Verðið fer síðan lækkandi með ækkandi meðalþyngd, þannig að frá hæsta verði regst ákveðin auratala fyrir hvern fisk, sem þarf Umfram 25 í 100 kg. af þorski, en umfram 50 í 100 ^g af ýsu. ^•skverðsákvörðun l.jan. 1980 Eins og fram kom í upphafi greinarinnar þá agði Þjóðhagsstofnun fram reikninga ársins 1978 Vl Pessa verðlagningu. Voru þeir reikningar síðan n°taðir við framreikninga á afkomu útgerðarinnar rn'v- skilyröi í janúar. Ennfremur var tekið tillit til allaaukningar á árinu 1979 við framreikning. annig er gert ráð fyrir 17,1% aflaaukningu frá í bátareikningi og þar af 19,5% aukningu otnfiskafla. Þá eru aflaforsendur togaranna þær, miðað er við 10,3 tonn á úthaldsdag hjá minni °gurumsemer 17,2%aukningfrá 1978og 13,5tonn • utPaldsdag hjá stærri togurum, en þar er aukn- ln8'n áætluð 19,3% frá árinu 1978. Miðað við þessar aflaforsendur og gildandi r'S verð fyrir áramót og 9% olíugjald sýndi fram- eikningurinn eftirfarandi niðurstöðu: Minni Stœrri Bdtar togarar: togarar: Samtals: A. Tekjur alls .. 46.618 52.049 15.775 114.442 B. Gjöld alls ... 46.812 53.992 15.685 116.490 H. hagn./tap ... -194 1.943 +90 -2.048 Brúttóhagn 3.962 4.214 1.230 9.406 H A 100 -0,4% -3,6% +0,6% -1,8% Þetta var sú mynd af veiðunum sem lá til grund- vallar við fiskverðsákvörðunina um áramótin. Enn- fremur er rétt að taka fram að skv. lögunum um útflutningsgjaldið á árinu 1979 (þ.e. lækkun úr 6% í 5%) þá var gildistími þeirra ákveðinn til áramóta þannig að taka þurfti ákvörðun um hvort og hvaða breytingu ætti að gera í því máli. Niðurstaðan varð sú að útflutningsgjaldið var ákveðið 5,5% frá áramótum og skiptingu þess breytt nokkuð. Ennfremur voru lög um olígjald til fiskiskipa og breytingu á lögum um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins samþykkt í tengslum við ákvörðun alm. fiskverðs. Þar sem hér er um að ræða löggjöf er mikil áhrif hefur á hag útgerðar er rétt að birta helztu atriði laganna. LÖG um tímabundið olíugjald til fiskiskipa. 1. gr. Þegar fiskiskip selur afla í innlendri höfn, eða afhendir afla sinn til vinnslu án þess að sala fari fram, skal fiskkaupandi eða fiskmóttakandi greiða útgerðarmanni eða útgerðarfyrirtæki olíugjald, er nemi 5% miðað við fiskverð eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Hið sama gildir, þegar fiskiskip selur afla sinn öðru skipi til lönd- unar í innlendri höfn. Olíugjald þetta kemur ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna. 2. gr. Þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn, skal auk frádráttartölu kjarasamninga og stofnfjársjóðs- gjalds samkvæmt lögum nr. 3 1976 draga 1,0% olíugjald til útgerðar frá heildarsöluverðmæti (brúttósöluverðmæti) við ákvörðun aflaverðlauna, aukaaflaverðlauna og hlutar samkvæmt kjarasamn- ingum. LÖG um breytingu á lögum um útflutningsgjald af sjávar- afurðum, nr. 5, 13. febrúar 1976. 1. gr. 2. gr. orðist svo: ÆGIR — 139

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.