Ægir - 01.10.1980, Side 17
Verði nokkuð dreifðar, þar sem útgerðarhættir eru
talsvert breytilegir eftir landshlutum. Það verður
t*ví ekki vandalaust að vinna úr þessum gögnum,
bannig að allir verði ánægðir. Þar verður þó reynt
að taka tillit til sem flestra sjónarmiða, þannig
út komi fiskiskip er sem flestir útgerðar- og
skipstjórnarmenn geti fellt sig við. Einnig munu allir
Þ®ttir sem stuðlað gætu að sparnaði og hagræð-
'ngu í rekstri skipanna hafa veruleg áhrif á endan-
*ega hönnun þeirra.
^fleð þetta í huga og góð ráð útgerðar- og
skipsstjórnarmanna verða gerðar línu- og fyrir-
•tornulagsteikningar fyrir þær skipsstærðir sem
^testa athygli vekja.
Pyrirhugað er að gera ítarlegar tilraunir með
skipslíkön af viðkomandi skipum hjá viðurkenndri
stpfnun á því sviði. Þessar tilraunir leiða í ljós
hámarks vélaraflsþörf skipanna til þess að þau upp-
yili tilskilin skilyrði um ganghraða og togafl.
h*ér verður lögð sérstök áhersla á það að ná fram
rn°tstöðulitlu skrokkformi, góðu skrúfustæði, hag-
stæðri skrúfu ásamt sjóhæfni.
Þessi atriði verða vandlega könnuð við hönnun
skipanna og athuguð meðan á tilraunum stendur
°g endurbætur gerðar ef þurfa þykir. Að þessu
loknu verður lokið fyrsta áfanga þessa verkefnis
sem starfsmenn verkefnisins hafa nefnt frum-
hönnun.
Þegar hér verður komið má segja að vanda-
samasta hluta verkefnisins sé lokið. - Þó er enn
mikil vinna óunnin áður en smíði getur hafist.
N æsti áfangi verður gerð smíðalýsinga fyrir skipin
ásamt leitun tilboða í hin ýmsu tæki og efni sem
þarf til smíðinnar.
Það er álit margra að vegna smæðar okkar og
legu landsins hafi oft reynst erfitt að ná fram
viðunandi kjörum á aðkeyptan búnað. Á það bæði
við um verð og afhendingartíma. Þar sem aðkeyptur
búnaður er allstór þáttur í verði skips er hér tals-
vert í að sækja.
Síðasti áfangi þessa verkefnis fyrir utan sjálfa
smíðina er teiknivinna, þ.e.a.s. gerð klassateikn-
inga og vinnuteikninga fyrir lagnir, skrokk og
búnað. Að þeim áfanga loknum getur smíði hafist.
Það er von okkar sem að þessu verkefni vinna,
að það leiði til raðsmíði á hlutfallslega ódýrum
og hagkvæmum fiskiskipum og gæti þannig orðið
til að efla íslenskan skipasmíðaiðnað um leið og
við endurnýjum okkar mjög svo gamla vertíðar-
flota.
mesta lengd 33.6 m
breidd 8.0 m
dýpt að togþ. 6.2 m
dýpt að aðalþ. 4.0 m
ÆGIR — 521