Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 10
Björn Jóhannesson:
Um aðstöðu til laxahafbeitar
á Islandi
FORMÁLSORÐ
Frá því dr. Björn Jóhannesson hvarf til íslands í árs-
lok 1975 sem eftirlaunahafi Sameinuðu þjóðanna í
New York, hafa rannsóknir er varða fiskrækt orðið,
að hans sögn, hugleikið tómstunda-viðfangsefni.
Með styrkjum frá Vísindasjóði og fjárhagslegum
stuðningi frá Fiskifélagi íslands hafa þeir dr. Unn-
steinn Stefánsson, prófessor, og Björn framkvæmt
ítarlegar rannsóknir á tveimur stöðuvötnum, Mikla-
vatni í Fljótum og Ólafsfjarðarvatni, er liggja að sjó,
og þar sem gætir sjávarseltu (29) (30)1). Rannsóknir
á þriðja vatninu af þessu tagi, Nýpslóni í Vopnafirði,
voru kostaðar af Vegagerð ríkisins (31). Þá hefur
Björn um árabil aðstoðað Ingimar Jóhannsson, fiski-
fræðing og starfsmann Fiskifélagsins, varðandi kann-
anir og laxeldistilraunir í stöðuvatninu Lóni í Keldu-
hverfi og í Ólafsfjarðarvatni. Ennfremur hefur
Björn, aðallega á grundvelli aflaskýrslna um lax-
veiðar á Atlantshafssvæðinu, leitað svara um áhrif
úthafsveiða Færeyinga og Grænlendinga á laxagengd
til landanna við Norður-Atlantshaf. Flann er höf-
undur eða meðhöfundur að allmörgum greinum varð-
andi framangreindar rannsóknir og athuganir. Átta
slíkar hafa birst hér í Ægi, en aðrar í fjórum öðrum
tímaritum svo og í Morgunblaðinu. Fyrir venjulegan
lesanda er torvelt að henda reiður á og fylgjast með
umræðum er birtast þannig á víð og dreif. Til að bæta
nokkuð á þessum meinbug hefur Björn samið yfir-
lit sem hér fer á eftir um þau atriði, er að hans mati
skipta mestu máli í sambandi við laxahafbeit.
Talsverðu fé hefur þegar verið varið í því skyni að
stofna til hafbeitariðnaðar, sem talinn er hafa bjartari
framtíð hér á landi en annars staðar við norðanvert
Atlantshaf. En ýmisskonar erfiðleikar hafa skotið upp
kollinum og óvíst um framvindu. Sem framlag til við-
ræðna og umhugsunar um þessi mál, birtir Fiskifélag
') Sjá heimildaskrá
íslands hér með yfirlitsgrein Björns Jóhannessonar:
„Um aðstöðu til laxahafbeitar á íslandi". Fram skal
tekið, þótt óþarft sé, að Fiskifélagið sem slíkt leggur
ekki dóm á þau tæknilegu atriði er koma fram í grein-
argerð Björns.
Þess skal að lokum getið, að Björn hefur ekki tekið
þóknun fyrir þá vinnu sem hann hefur innt af hendi í
sambandi við fiskræktartilraunir Fiskifélagsins, né
fyrir það starf er liggur á bak við þessa yfirlitsgrein.
Fiskifélag íslands þakkar Birni hans mikla og óeig-
ingjarna starf sem hann hefur unnið fiskræktarrnálum
landsins.
Þorsteinn Gíslason
fiskimálastjóri
I. INNGANGSORÐ
í erindi er höfundur þessarar greinar flutti í árs-
byrjun 1979, og sem síðar birtist í tímaritinu Ægi (6),
segir svo:
„Hafið umhverfis landið er að sjálfsögðu langsam-
lega mesta auðlind íslensku þjóðarinnar. Vatnsfalls-
orka og jarðvarmaorka eru og mikilvægar auðlindir;
og þó hvergi nærri óþrjótandi. Jarðvegur landsins er
naumgjöfull og framleiðslumöguleikar landbúnaðar-
ins takmarkaðir. Hagnýt efni í jörðu munu engim
þegar frá eru skilin hráefni til bygginga, fyrst og
fremst vikur og gjall. En á einu iðnaðarsviði virðist
mér sem við munum hafa betri framleiðsluaðstöðu en
nokkur þjóð önnur á norðurhveli jarðar, og það er
aðstaðan til að breyta fiskmjöli í verðmæta eggja-
hvítu í formi lax og silungs. Ef um hafbeit fyrir lax er
að ræða, eins og vikið verður að síðar, þá eykst verð-
mæti fiskmjöls nálega 100 sinnum, sé það réttilega
notað til laxeldis í stað þess að flytja það út sem hrá-
efni í fóðurblöndur, eins og nú er gert. En hvers
vegna er aðstaðan til þessarar verðmætaaukningar
sérstaklega hagstæð á íslandi?
570-ÆGIR