Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 10
Björn Jóhannesson: Um aðstöðu til laxahafbeitar á Islandi FORMÁLSORÐ Frá því dr. Björn Jóhannesson hvarf til íslands í árs- lok 1975 sem eftirlaunahafi Sameinuðu þjóðanna í New York, hafa rannsóknir er varða fiskrækt orðið, að hans sögn, hugleikið tómstunda-viðfangsefni. Með styrkjum frá Vísindasjóði og fjárhagslegum stuðningi frá Fiskifélagi íslands hafa þeir dr. Unn- steinn Stefánsson, prófessor, og Björn framkvæmt ítarlegar rannsóknir á tveimur stöðuvötnum, Mikla- vatni í Fljótum og Ólafsfjarðarvatni, er liggja að sjó, og þar sem gætir sjávarseltu (29) (30)1). Rannsóknir á þriðja vatninu af þessu tagi, Nýpslóni í Vopnafirði, voru kostaðar af Vegagerð ríkisins (31). Þá hefur Björn um árabil aðstoðað Ingimar Jóhannsson, fiski- fræðing og starfsmann Fiskifélagsins, varðandi kann- anir og laxeldistilraunir í stöðuvatninu Lóni í Keldu- hverfi og í Ólafsfjarðarvatni. Ennfremur hefur Björn, aðallega á grundvelli aflaskýrslna um lax- veiðar á Atlantshafssvæðinu, leitað svara um áhrif úthafsveiða Færeyinga og Grænlendinga á laxagengd til landanna við Norður-Atlantshaf. Flann er höf- undur eða meðhöfundur að allmörgum greinum varð- andi framangreindar rannsóknir og athuganir. Átta slíkar hafa birst hér í Ægi, en aðrar í fjórum öðrum tímaritum svo og í Morgunblaðinu. Fyrir venjulegan lesanda er torvelt að henda reiður á og fylgjast með umræðum er birtast þannig á víð og dreif. Til að bæta nokkuð á þessum meinbug hefur Björn samið yfir- lit sem hér fer á eftir um þau atriði, er að hans mati skipta mestu máli í sambandi við laxahafbeit. Talsverðu fé hefur þegar verið varið í því skyni að stofna til hafbeitariðnaðar, sem talinn er hafa bjartari framtíð hér á landi en annars staðar við norðanvert Atlantshaf. En ýmisskonar erfiðleikar hafa skotið upp kollinum og óvíst um framvindu. Sem framlag til við- ræðna og umhugsunar um þessi mál, birtir Fiskifélag ') Sjá heimildaskrá íslands hér með yfirlitsgrein Björns Jóhannessonar: „Um aðstöðu til laxahafbeitar á íslandi". Fram skal tekið, þótt óþarft sé, að Fiskifélagið sem slíkt leggur ekki dóm á þau tæknilegu atriði er koma fram í grein- argerð Björns. Þess skal að lokum getið, að Björn hefur ekki tekið þóknun fyrir þá vinnu sem hann hefur innt af hendi í sambandi við fiskræktartilraunir Fiskifélagsins, né fyrir það starf er liggur á bak við þessa yfirlitsgrein. Fiskifélag íslands þakkar Birni hans mikla og óeig- ingjarna starf sem hann hefur unnið fiskræktarrnálum landsins. Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri I. INNGANGSORÐ í erindi er höfundur þessarar greinar flutti í árs- byrjun 1979, og sem síðar birtist í tímaritinu Ægi (6), segir svo: „Hafið umhverfis landið er að sjálfsögðu langsam- lega mesta auðlind íslensku þjóðarinnar. Vatnsfalls- orka og jarðvarmaorka eru og mikilvægar auðlindir; og þó hvergi nærri óþrjótandi. Jarðvegur landsins er naumgjöfull og framleiðslumöguleikar landbúnaðar- ins takmarkaðir. Hagnýt efni í jörðu munu engim þegar frá eru skilin hráefni til bygginga, fyrst og fremst vikur og gjall. En á einu iðnaðarsviði virðist mér sem við munum hafa betri framleiðsluaðstöðu en nokkur þjóð önnur á norðurhveli jarðar, og það er aðstaðan til að breyta fiskmjöli í verðmæta eggja- hvítu í formi lax og silungs. Ef um hafbeit fyrir lax er að ræða, eins og vikið verður að síðar, þá eykst verð- mæti fiskmjöls nálega 100 sinnum, sé það réttilega notað til laxeldis í stað þess að flytja það út sem hrá- efni í fóðurblöndur, eins og nú er gert. En hvers vegna er aðstaðan til þessarar verðmætaaukningar sérstaklega hagstæð á íslandi? 570-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.