Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 64
Tafla 2. Hlutfallsleg magnskipting á innfluttum
frystumfiski til Bretlands, eftirlöndum. (íprósentum)
1979 1980 1981 1982
Noregur ... 40 35 30 30
ísland 18 19 20 17
Danmörk . . 9 13 13 16
V-Þýskaland . 8 7 3 9
Kanada .... 5 8 9 12
Færeyjar . . . 4 5 5 5
Aðrir 16 13 20 11
Samtals 100 100 100 100
5.3 Eftirspurn
Frá aldaöðli hafa Bretar verið miklar fiskætur.
Fiskneysla hefur verið veigamikill þáttur í þeirra
neysluvenjum í gegnum tíðina. Neyslan hefur aðal-
lega byggst á nokkrum botnfisktegundum eins og
þorski, ýsu og ýmsum kolategundum. Meðan breski
fiskveiðiflotinn veiddi óáreittur á fjarlægum miðum
og gat þannig annað eftirspurninni innanlands, var
fiskur tiltölulega ódýr matvara í samanburði við kjöt-
meti. Á töflu nr. 3 er borin saman verðbreyting á fiski
annars vegar og ýmsu kjötmeti hins vegar, allt frá
árinu 1966. Það ár voru fersk fiskflök ódýrari en kjöt
yfirleitt, aðeins kjúklingar voru ódýrari. Þegar kemur
fram yfir áttunda áratuginn stígur verð á fiski mjög og
verður hann mun dýrari en kjöt, en munurinn verður
síðan minni hlutfallslega séð árið 1980. Þetta er í
hnotskurn hvernig verðlag á fiski hefur þróast á
breska markaðnum.
Þegar framboðið á botnfisktegundum dróst saman
upp úr 1970, komst ákveðið ójafnvægi á markaðinn
því eftirspurnin var mikil. Þetta leiddi til þess, að verð
Línurit nr. 7. Verð á þorskflökum frá tslandi á breska markaðnum
fœrtfram á verðlag 1982* (roðfiskur Hstone). +
* = framreiknað með hækkun á vísitölu neysluverðs í Bretlandi
+ = 1 stone = 14 Ibs.
** = áœtlað meðalverð fyrir 1983, bakreiknað til ársins 1982.
á fiski tók mjög mikinn kipp upp á við til að koma
nýju jafnvægi á framboð og eftirspurn. Frá 1970 til
1977 rúmlega tvöfaldaðist verð á fiski, umfram
almenna hækkun á neysluvísitölunni í Bretlandi.
Þetta leiddi að sjálfsögðu til þess, að eftirspurnin
minnkaði mjög mikið. Þetta háa verð varð þess vald-
andi, að það varð mjög fýsilegt fyrir útflytjendur frá
öðrum löndum að flytja inn fisk til Bretlands og inn-
flutningur jókst mjög mikið eins og kom fram hér að
framan, bæði á ferskum og frystum fiski. Afleiðingin
af þessu varð sú, að fiskverð fór hlutfallslega lækk-
andi upp úr árinu 1979 og hélst sú þróun áfram fram
á síðasta ár að verð fór að hækka á ný, er í dag um
£8,90 pr stone. Þetta má glögglega sjá á línuriti nr. 7
yfir verð á þorskflökum frá íslandi. Verð frá fyrri
árum er framreiknað til verðlags á miðju ári 1982
miðað við almennar verðlagshækkanir í Bretlandi.
Tafla 3. Verðbreytingar á ferskum fiski í Bretlandi
samanborið við önnur matvæli (pr. Ibs.)
Nauta- Lamba- Svína- Kjúkl- Botn-
kjöt kjöt kjöt ingar fiskur fersk flök
1966 100 100 100 100 100
(27.4p) (20.7p) (23.3p) (17.8p) (19.4p)
1969 119 116 116 96 112
1972 157 151 145 106 166
1975 229 240 242 189 279
1979 394 414 361 317 502
1980 438 449 386 380 530
Fiskneysla á mann í Bretlandi endurspeglar þessa
þróun. Frá árinu 1970 til ársins 1980 minnkaði fisk-
neysla í Bretlandi um 40%, en hefur aðeins aukist síð-
ustu tvö árin. Hér er ekki átt við botnfisktegundir ein-
göngu heldur einnig uppsjávartegundir. Sjá línurit
nr. 8. Ef litið er nánar á eftirspurnina eftirfiski og litið
á hina ýmsu vinnsluþætti, kemur í ljós, að neysla a
frystum fiski hefur aukist um 47% frá 1969 til 1980, á
sama tíma og neysla hefur minnkað verulega á fersk-
16.7
Línuritnr. 8. Fiskneysla á mann í Bretlandi (kg).
*= brádabirgdatölur.
624 - ÆGIR