Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 14
Lax Sjógönguseiði Noregur ......... 15.000tonn 12,0 millj. Bretlandseyjar . . 2.300tonn 2.0 millj. írland........... 275tonn 0,4millj. Færeyjar ................ lOOtonn 0,2millj. Við þetta má bæta, að laxeldi í kvíum í Lóni í Kelduhverfi kann að verða allt að 100 tonnum á yfir- standandi ári. Þá ber að geta þess, að kvíaeldi á Atlantshafslaxi er að hefjast bæði á austur- og vesturströnd Norður- Ameríku. Það má þannig ætla, að þegar á yfirstandandi ári verði það magn af Atlantshafslaxi sem framleitt er í sjókvíum a.m.k. tvisvar sinnum meira en það magn sem Atlantshafið gefur af sér. Því er auðsætt, að í framtíðinni verður það framboð á eldislaxi úr sjó- kvíum sem í meginatriðum mun ákvarða heimsmark- aðsverð á þessari fisktegund. Á vetrum þyrfti frystur hafbeitarlax að keppa við ferskan eldislax, og yrði þá verð hins fyrrnefnda talsvert lægra. Norski hafbeitar- laxinn er nú þegar stöðluðu gæðavara, bæði að með- ferð og stærðarflokkun. Jafnvel dauður lax í neti kemst ekki í sama gæðaflokk, með því að honum hefur ekki verið látið blæða út, að maður tali ekki um lax er sportveiðimenn afla, sem auk þess að vera mis- jafnlegamikið „leginn“, fær misjafna meðferð og geymslu. Utflutningur á laxi frá íslandi er raunar oft- ast óverulegur og gætir einskis á þjóðhagslegan mælikvarða. Taflal. Útflutnignur á laxi frá Noregi 1979, 1982 ogfyrri árshelming 1983 1979 1982 Fyrri árshelm. 1983 Flutt til: tonn tonn tonn Frakklands 1.138 2.820 1.928 Bandaríkjanna - 762 1.414 Vestur-Þýskalands .... 1.131 1.570 1.142 Danmerkur 891 1.249 864 Bretlands 638 968 656 Svíþjóðar 400 636 511 Sviss - 363 299 Belgíu 224 379 230 Spánar - 305 236 Hollands 59 131 86 Finnlands 45 157 81 Japan - 35 51 Austurríkis - 23 20 Heildarútflutningur (ca.) 4.800 9.700 7.500 V. SÉRSTAÐA ÍSLANDS VARÐANDI HAFBEIT Tvennt veitir íslandi góða aðstöðu varðandi haf- beit. í fyrsta lagi er ísland eina landið við Atlantshaf, þar sem laxveiði í sjó er bönnuð, en það þýðir að laxa- seiði sem sleppt er á tilteknum stað skila sér þangað sem fullvaxnir laxar, svo fremir sem þau farist ekki eða séu ekki hirt á úthafi, og ólögmætar netaveiðar með ströndinni séu ekki stundaðar í umtalsverðurn mæli. Hitt atriðið er, að ísland er eina landið við Atlants- hafið, þar sem jarðhiti ætti að skapa betri aðstöðu til framleiðslu ódýrra sjógönguseiða en í hinum lönd- unum. Ef til vill hafa yfirburðir okkar á þessu sviði verið nokkuð ofmetnir. Þannig hafa t.d. norsk fyrir- tæki komist á lag með að framleiða á einu ári fyrsta flokks sjógönguseiði (smolts) við vatnsskilyrði, sem náttúran þar hefur upp á að bjóða. Þó má ætla, að ísland sé eina landið við Atlantshaf, þar sem framleiðsla lax með hafbeit gæti orðið það hagkvæm, að hún stæðist samkeppni við kvíaeldi a laxi í sjó. En slíku marki verður naumast náð, nema að hafbeitarstarfsemi hér við land taki miklum fram- förum frá því sem nú er. VI. HVERRA ENDURHEIMTA MÁ VÆNTA AF HAFBEITARSEIÐUM? Það veltur fyrst og fremst á svarinu við ofangreindn spurningu, hvort hafbeitariðnaður á framtíð á íslandi eða ekki. í dag liggur áreiðanlegt svar ekki fyrir- Helst nrun þess að leita í sambandi við árangur Kolla' fjarðarstöðvarinnar, en hann hefur reynst það breytf legur-allt frá 0 og upp í 20% endurheimtur-að óger- legt er á þessum grundvelli að áætla, hverra endur- heimta tiltekin hafbeitarstöð megi vænta. En eðlileg* er að spyrja: Við hvaða aðstæður fengust 20% endur- heimtur í Kollafirði? Ennfremur má draga mikil' vægar ályktanir af erlendri reynslu um endurheimtur af eldisseiðum Atlantshafslax. Skal hér getið nokk- urra gagna varðandi þetta atriði, en um leið fram tekið, að ég hefi ekki átt þess kost að fylgjast nægileg3 með þeim skýrslum og tímaritsgreinum sem ég gerl ráð fyrir að hafi birst um þetta efni. 1. Endurheimtur náttúrlegra sjógönguseiða Svíinn Dr. Börje Carlin hefur án efa kannað ítar- legar en nokkur annar vísindamaður endurheimtur sjógönguseiða Atlantshafslax, bæði náttúrlegra seiða sem árnar framleiða og eldisseiða sem framleidd eru í eldisstöðvum. Mest af vinnu hans varðar lax sem elst upp í Eystrasalti, en í tilraun sem hann gerði á vestur- 574-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.