Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 15
strönd Svíþjóðar, þaðan sem lax gengur út á Atlants- haf, reyndust endurheimtur náttúrlegra seiða 29.6%, en 17.2% fyrir eldisseiði (17). í þessum tilraunum voru notuð svokölluð Carlin-merki, en þau há laxa- seiðum, svo að gera má ráð fyrir, að ofannefndar tölur hefðu verið talsvert hærri fyrir sambærileg ómerkt seiði (3). í grein í júní-hefti Norsk Fiskeoppdrett 1983 (19) greinir Jan Arve Gjörvik frá því, að af rannsóknum í ánni Imsa í Noregi, þar sem talin eru bæði göngu- seiði sem hverfa úr ánni til sjávar svo og lax sem gengur úr hafi í ána, megi ráða, að endurheimtur náttúrlegra gönguseiða séu 25-30%. Ekki er mér kunnugt um, hvort þessar tölur eru fengnar að ein- hverju leyti eftir að úthafsveiðar Færeyinga hófust í stórum stíl (1979-80), en sé svo er þetta enn ein vís- bending um ótrúlega miklar endurheimtur náttúr- legra seiða af Atlantshafslaxi. Loks skal þess getið, að merkingar á náttúrlegum sjógönguseiðum í Elliðaánum 1975 - í rannsóknum sem að hluta til voru kostaðar af Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna - sýndu, að um 26% af þessum seiðum gengu í árnar sem kynþroska fiskar (2). Þó voru umrædd seiði smávaxin, eða aðeins 12.5 cm löng að meðaltali. Framangreindar athuganir eru samhljóða að því leyti, að þær sýna endurheimtur náttúrlegra seiða frá 25 til 30% í öllum tilvikum. Æskilegt væri að endur- taka merkingartilraunina í Elliðaánum og raunar í fleiri ám, en segja má að marktækni Elliðaártilraun- arinnar aukist mikið við það, að ámóta eða betri árangur hefur náðst í Svíþjóð og Noregi, eins og að framan er rakið. 2. Endurheimtur eldisseiða Þaö mun almenn reynsla um Atlantshafslax - gagn- stætt reynslu varðandi Kyrrahafslax - að náttúrleg gönguseiði bjarga sér betur er þau koma í sjó og skila sér betur á bernskuslóðirnar en seiði frá eldisstöðv- um. Þannig voru tölurnar í fyrrnefndri tilraun Carlins 29.6% endurheimtur fyrir náttúrleg seiði en 17.2% fyrir eldisseiði. í nefndri ritsmíð í Norsk Fiskeopp- flrett (19) greinir Gjörvik frá því, að meðal- endurheimtur Carlin-merktra seiða í Noregi hafi á h'mabilinu 1963-79 verið tæp 7%, en getur þess jafn- framt, að með betri seiðum og bættum sleppi- aðferðum sé sennilegt að ná mætti 20-30% endur- heimtum eldisseiða. í tveimur fóðurtilraunum, sem dr. Jónas Bjarnason gerði í eldisstöðinni í Kollafirði, reyndust mestu endurheimtur tilraunahópanna 14% í annað skiptið en 20% í hitt. Ég sá síðartalda yfirburðahópinn nokkru fyrir sleppingu til sjávar, og voru þá seiðin áberandi falleg, stór og kvik með ósærða ugga, og báru af öðrum seiðum sem ég veitti eftirtekt í stöð- inni, en þau voru yfirleitt minni, meira eða minna uggaurin og með dauflegra yfirbragði. í þessu sambandi skal getið tvenns konar athuga- semda frá Dr. Donaldson. Hann segir svo í bréfi til mín: „Við höfum rekið okkur á niðurstöður sem sýna, að vel og réttilega alin gönguseiði geta skilað okkur 20 sinnum meiri endurheimtum en þau sem eru illa fóðruð“ (7). Ennfremur greindi hann mér frá því, að vel fóðruð og réttilega með farin gönguseiði úr eldisstöðvum á Kyrrahafsströndinni skiluðu sér undantekningalítið betur af hafi en náttúrleg göngu- seiði. Þessar athugasemdir eiga að vísu við Kyrra- hafslax. Og þótt ekki sé hægt að yfirfæra þessa reynslu á Atlantshafslax, bendir hún eigi að síður til þess, að með kjör-meðferð á eldisseiðum Atlantshafslax og bættum sleppiaðferðum megi ná stórum betri endur- heimtum miðað við endurheimtur náttúrlegra seiða en nú er raunin á hér á landi. Fyrrnefnd athugasemd Gjörvik styður þessa tilgátu, og árangurinn af fóður- tilraunum Jónasar Bjarnasonar undirstrikar jafn- framt mikilvægi fóðrunar, og að miklu betri árangri megi ná á þessum vettvangi en gert er í dag. VII. BETUR MÁ, EIGI HAFBEIT AÐ ÞRÓAST Á ÍSLANDI Segja má, að þær afkastalitlu eldis- og hafbeitar- stöðvar sem stofnsettar hafa verið hérlendis séu á til- raunastigi. Árangur þessara byrjunartilrauna verður í flestum tilfellum að teljast slakur. Framleiðslu- kostnaður seiða er mikill; seiðin eru yfirleitt léleg að því leyti að endurheimtur eru slæmar eða afleitar; verðmæti laxins, sem að miklum hluta er smálax, er tiltölulega lítið; innlendur markaður fyrir ferskan lax er lakur vegna offramboðs í júlí og ágúst; og loks er framleiðslan svo lítil og gæðarýr, að um erlendan markað fyrir íslenskan lax getur naumast verið að ræða eins og stendur. En þrátt fyrir þennan rýra byrjunarárangur er ekki ástæða til að örvænta og segja sem svo: Þetta er von- laus atvinnugrein! Eflaust má færa til betra vegar margt af því sem aflaga hefur farið. Verður í köflum þeim og málsgreinum sem á eftir fara rædd nokkur atriði, sem mér sýnast skipta miklu máli í sambandi við framleiðslu á öflugum og ódýrum sjógönguseið- um. ÆGIR - 575
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.