Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 21
laxveiðibáta. Þessi togari getur að sjálfsögðu siglt
með hinn frysta afla til þeirra Evrópulanda, þar sem
markaður er álitlegastur hverju sinni. Það er því ber-
sýnilega víða hugsanlegur „leki“ að því er varðar
framtal á laxi veiddum á Færeyjaslóðum og Noregs-
hafi, og sýnist mér full ástæða til að vefengja, að þær
aflatölur sem Færeyingar gefa upp séu réttar. í þessu
efni er aðeins ein lausn sem laxalöndin geta sætt sig
við, nefnilega að koma á trúverðugu eftirliti með lax-
afla Færeyinga, hvort heldur honum er landað í Fær-
eyjum eða í öðrum löndum.
Að baki Færeyjaveiðunum er engin söguleg hefð,
á líkan hátt og fyrir Grænlandsveiðunum. Færeyingar
og Danir hófu þessar veiðar fyrst að marki - bæði á
alþjóðasvæði og innan veiðilögsögu Færeyja - þegar
66. grein Hafréttarsáttmálans hafði öðlast það sem
kallað er venjuréttur, en það táknar að umrædd lög
höfðu öðlast de facto gildi. Á þessum tíma má því
segja, að laxveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum hafi de
facto verið brot á alþjóðalögum. Því myndu laxa-
löndin við Atlantshaf geta bannað þessar veiðar með
sameiginlegri samþykkt eða ákvörðun skv. 66. grein-
inni, enda myndi slíkt bann ekki geta talist „efnahags-
legt áfall“ að því er Færeyjar varðar, með því að fyrir
þessum veiðum er engin hefð.
í grein í Morgunblaðinu frá 22. júlí 1983 farast
höfundi þessarar greinargerðar svo orð:
„Sterkar líkur benda til þess, að Færeyjaveiðarnar,
svo og Grænlandsveiðarnar að einhverju leyti, hafi
áhrif í þá átt:
a) að eyðileggja laxár á norðaustan- og austan-
verðu landinu og jafnvel vestar á Norðurlandi;
b) að koma á vonarvöl eða gera gjaldþrota þrjár
nýreistar laxeldisstöðvar á Norðurlandi; og
c) að taka fyrir framþróun hafbeitariðnaðar á
Norðurlandi, þar sem náttúrleg aðstaða á þessu
sviði er sennilega hagstæðari en á nokkru lands-
svæði öðru við norðanvert Atlantshaf“.
í stuttu máli má segja, að hér sé um að ræða veru-
legt „efnahagslegt áfall“ fyrir íslendinga. Af þessu
leiðir, að það er algert skilyrði fyrir því að laxveiðar
og laxaiðnaður þrífist og blómgist hér á landi, að tekið
verði fyrir úthafsveiðar á laxi. Samkvæmt Reykjavíkur-
samningnum á að setja upp í Edinborg skrifstofu fyrir
Norður-Atlantshafs laxverndunarstofnunina. Þar
þurfa íslendingar að beita áhrifum sínum að því
marki, að úthafsveiðar Færeyinga verði af lagðar sem
allra fyrst.
VIII. NOKKRAR VIÐBÓTARATHUGASEMDIR
OG TILLÖGUR VARÐANDI STAÐSETNINGU
ELDISSTÖÐVA, UM FRAMLEIÐSLU OG MEÐ-
FERÐ SJÓGÖNGUSEIÐA OG UM SÖLU Á HAF-
BEITARLAXI
1. Val á stað fyrir eldisstöðvar
í þessu sambandi skiptir eitt atriði meginmáli,
nefnilega hve mikið af nothæfu eldisvatni er fáanlegt.
Eigi hafbeit að þrífast sem umtalsverð atvinnugrein,
og vera samkeppnisfær við kvíaeldi í sjó við góðar
aðstæður, þá er nauðsynlegt að framleiða mikið magn
af fyrsta flokks sjógönguseiðum og með litlum til-
kostnaði. Það þarf mikið magn af vatni til að fram-
leiða mikið af seiðum, og að sjálfsögðu er mikilvægt,
og raunar nauðsynlegt, að vatnsöflun sé ódýr. í þessu
sambandi koma til athugunar neðangreind atriði:
(a) Hvort fáanlegt er hæfilega volgt eldisvatn, sem
hvorki þarf að hita né kæla; (b) Hvort dæla þurfi
voglu vatni, eða hvort um sjálfrennsli sé að ræða;
(c) Hve langan veg þurfi að leiða volgt vatn; (d)
Hversu auðvelt sé að afla nægilegs magns af köldu
lindarvatni, hvort því þurfi að dæla eða ekki og hve
langan veg þurfi að leiða það; (e) Hvort hita þurfi kalt
lindarvatn óbeint, eða hvort það megi gera með
beinni íblöndun volgs jarðvarmavatns; (f) Hvort og í
hvaða mæli þurfi að lofta eldisvatn; (g) Loks er stað-
setning eldisstöðvar augljóslega mikilvæg með hlið-
sjón af samgöngum, rafmagnskostnaði og vinnu-
markaði.
Hagstæð öflun eldisvatns getur að sjálfsögðu rétt-
lætt tiltölulega afkastalitla eldisstöð og gert mögulegt
að framleiða laxaseiði á samkeppnisfæru verði miðað
við stórar einingar, en þjóðhagslega skipta litlar eldis-
stöðvar ekki verulegu máli.
Nokkur reynsla, bæði norsk og íslensk, mun fyrir
því, að íblöndun sjávar í eldisvatn geti verið gagnleg,
og því gæti verið hagræði í því að staðsetja eldisstöð
nálægt sjó, þar sem slíku verður við komið.
Hérlendar laxeldisstöðvar eru allar tiltölulega
mjög afkastalitlar, enda er hlutverk þeirra í mörgum
tilvikum að framleiða seiði til aukningar eða viðhalds
á stangveiði. Það þykir allmyndarleg eldisstöð, fram-
leiði hún 200.000 laxgönguseiði á ári. Samanborið við
hinn stórfellda laxeldis- og hafbeitariðnað við Kyrra-
hafið, sem er að nokkru getið í kafla II hér að framan,
er starfsemi okkar á þessu sviði nánast núll.
Víða fyrirfinnst jarðvarmavatn á íslandi, og á
einum stað, við Álverið í Straumsvík, fær eldisstöðin
ÆGIR-581