Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 35

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 35
Hins vegar bar nokkuð á smáum kolmunna á svæðum þar sem hans hefur lítið orðið vart áður. A r/s Árna Friðrikssyni var gerð könnun á fjölda og útbreiðslu síldarlirfa við SV- og S-ströndina auk þess sem skipið tók þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um berg- málsmælingar, sem gerðar voru á kolmunnastofnin- um á norðanverðu Atlantshafi 1.-20. ágúst. Munu niðurstöður þeirra mælinga væntanlega liggja fyrir að loknum fundi í kolmunnavinnunefnd Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins nú seinni hluta septembermánað- ar. Á r/s Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni voru ennfremur gerðar bergmálsmælingar á magni ársgamallar loðnu norðanlands og úti af Vestfjörðum og sams konar mælingar á fjölda loðnuseiða til samanburðar við tvö s.l. ár. Þá var í félagi við Norð- menn reynt að mæla stærð hins kynþroska hluta loðnustofnsins en þeir höfðu kannað svæðið norðan 69. breiddarbaugs fyrri hluta mánaðarins. Um þessar síðasttöldu athuganir verður væntanlega fjallað í sambandi við bergmálsmælingar íslendinga og Norðmanna á stærð loðnustofnsins sem gerðar verða í október í haust. Rannsóknasvæðið, sjórannsókna- og togstöðvar svo og leiðarlínur skipanna eru sýndar á 1. mynd. Leiðangursstjórar voru Vilhelmína Vilhelmsdóttir á Flafþóri, Sveinn Sveinbjörnsson á Árna Friðrikssyni og Hjálmar Vilhjálmsson á Bjarna Sæmundssyni. Jakob Magnússon sá um rannsóknir á þorski og smá- karfa og Ólafur Ástþórsson um úrvinnslu og túlkun á gögnum varðandi dýrasvif. Dönsk stjórnvöld veittu góðfúslega leyfi til rann- sókna í grænlenskri lögsögu. 2- mynd. Sjávarhiti á 20 m dýpi, ágúst 1983. ÆGIR - 595
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.