Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1983, Side 35

Ægir - 01.11.1983, Side 35
Hins vegar bar nokkuð á smáum kolmunna á svæðum þar sem hans hefur lítið orðið vart áður. A r/s Árna Friðrikssyni var gerð könnun á fjölda og útbreiðslu síldarlirfa við SV- og S-ströndina auk þess sem skipið tók þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um berg- málsmælingar, sem gerðar voru á kolmunnastofnin- um á norðanverðu Atlantshafi 1.-20. ágúst. Munu niðurstöður þeirra mælinga væntanlega liggja fyrir að loknum fundi í kolmunnavinnunefnd Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins nú seinni hluta septembermánað- ar. Á r/s Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni voru ennfremur gerðar bergmálsmælingar á magni ársgamallar loðnu norðanlands og úti af Vestfjörðum og sams konar mælingar á fjölda loðnuseiða til samanburðar við tvö s.l. ár. Þá var í félagi við Norð- menn reynt að mæla stærð hins kynþroska hluta loðnustofnsins en þeir höfðu kannað svæðið norðan 69. breiddarbaugs fyrri hluta mánaðarins. Um þessar síðasttöldu athuganir verður væntanlega fjallað í sambandi við bergmálsmælingar íslendinga og Norðmanna á stærð loðnustofnsins sem gerðar verða í október í haust. Rannsóknasvæðið, sjórannsókna- og togstöðvar svo og leiðarlínur skipanna eru sýndar á 1. mynd. Leiðangursstjórar voru Vilhelmína Vilhelmsdóttir á Flafþóri, Sveinn Sveinbjörnsson á Árna Friðrikssyni og Hjálmar Vilhjálmsson á Bjarna Sæmundssyni. Jakob Magnússon sá um rannsóknir á þorski og smá- karfa og Ólafur Ástþórsson um úrvinnslu og túlkun á gögnum varðandi dýrasvif. Dönsk stjórnvöld veittu góðfúslega leyfi til rann- sókna í grænlenskri lögsögu. 2- mynd. Sjávarhiti á 20 m dýpi, ágúst 1983. ÆGIR - 595

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.