Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 45
Hringormur í þroski 1983
orma úr fiskinum er 40% af snyrtingar- og pökk-
unartíma fisksins. Það tekur m.ö.o. 1,54 mínútur að
tína orma úr 1 kg af þorskflökum.
Togaraþorskur kom í október út með 3,2 orma,
sem er 25,4% af staðaltíma fyrir snyrtingu ogpökkun
sem þýðir að það tekur 0,53 mínútur að tína orma úr
hverju kílói af þorskflökum.
Hraðfrystihús sem hefur á þessu ári fengið til
vinnslu 60% togaraþorsk og 40% bátaþorsk er með
að meðaltali 4,72 orma í kílói af flökum og ef þetta
frystihús framleiðir á ári 2.000 tonn af frystum þorsk-
flökum og það tekur 1,03 mínútur að tína orma úr
hverju kílói lítur dæmið svona út:
Þorskflök 2.000.000 kg. x 1,03 = 2.060.000 : 60 =
34.333 vinnustundir.
Tímakaup í dagvinnu var í október kr. 63,77.
Meðalbónusgreiðslur eru um 30%.
Álögur á taxtakaup samkv. úrskurði kjararannsókn-
arnefndar 1977 voru 47% (Eru ef til vill hærri í dag).
Tímakaup með launatengdum gjöldum kr. 112,87.
34.333 vinnustundir á 112,87 = 3.875.165,00 kr.
En ormar í þessum 2.000 tonnum af þorskflökum
urðu alls 9,44 milljónir talsins.
Hringormur í öðrum tegundum físka
Steinbítur:
Það var um 1970 sem fór að bera á hringormi í
steinbít og var þá farið að skrá orma vegna útreikn-
ings á gefnum tíma fyrir snyrtingu og pökkun. Prufur
frá árinu 1971 sýndu að þá voru ormar að meðaltali
0,76, en einstöku dagar sýndu prufur frá 0,22 til 1,83
orma pr. kg af flökum.
Arið 1974 var meðaltal orma komið upp í 1,07.
Á tímabilinu jan.-okt. 1975 reyndust að meðaltali
1,08 ormar.
Á tímabilinu jan. -okt. 1983 reyndust 1,2 til 4 ormar
í kg af flökum og kemur meðaltal þessa tímabils út
með 2,50 orma.
Hefur hringormur þannig aukist jafnt og þétt í
steinbít undanfarin ár.
Langa:
Þar kemur nokkuð merkilegt fram: Prufur frá
1971-1972 sýna rúmlega 1 orm og prufur frá febr.-
marz 1982 sýna 1-1,25 orma í kg flaka.
Það hefur þannig svo til engin aukning verið á
hringormi í löngu.
ÆGIR-605