Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 27
Ungum eldishumri sleppt í sjóinn Auk eldisstöðvarinnar í Kyrksæter0ra hefur Tied- ermann Samsteypan tilraunasvæði í Bulandet, þar sem gerðar eru umfangsmiklar tilraunir með slepp- 'ngu á smáhumri í sjóinn, bæði á stóru svæði og eins á niinni afmörkuð svæði þar sem hægt er að fylgjast lr>eö vexti og viðgangi humarsins. Þá fara einnig fram tilraunir með humareldi í búrum í sjónum. Tiedermann Samsteypan hefur náð afgerandi árangri varðandi klak og eldi á humri til 1 árs aldurs. Frameldi á humri í markaðsstærð í kerum á landi eða 1 búrum í sjó er bæði tæknilega og líffræðilega mögu- 'egt, en er mjög pláss- og vinnufrekt. Tilraunir með sleppingu í sjóinn lofa góðu. Slepping á unghumri, yngstum allt niður í 2ja mán. gömlum, hafa sýnt að afföll eru lítil og vaxtarhraði góður. Humar virðist fremur staðbundinn og meðfram ströndum Noregs virðast vera mörg svæði (fjarðarbotnar) sem myndu henta vel við sleppingar á unghumri, sem framleiddur væri í eldisstöð. Humarinn myndi síðan halda sig á þessu afmarkaða svæði og vaxa, en yrði síðan veidd- Ur, er hann hefur náð markaðsstærð. Tilraunir eru nú gerðar við mismunandi aðstæður með sleppingu á Ur>ghumri á nokkrum stöðum í Noregi. Tiedermann Samsteypan hefur náð verulegum arangri og aukið við þekkingu manna að því er varðar hlak og eldi á humri. Þannig er nú aukin tiltrú manna 1 Noregi á að humareldi og humarrækt geti orðið arð- hær atvinnugrein og sá árangur sem þegar hefur náðst styrkir menn mjög í þeirri trú, þó enn séu mörg vandamál óleyst. Vaxtarhraði í sjó Humar sem elst upp við náttúrulegar aðstæður í sjónum við Noregsstrendur, nær kynþroska (350-400 gr á þyngd) á 6-8 árum. í kerum á landi næst 350-400 gr þyngd á 2Vi-3 árum miðað við að nota upphitað vatn. Tilgangurinn með klaki og framleiðslu á unghumri er að koma humrinum vel á legg áður en honum er sleppt í sjóinn. Þannig verða afföllin mjög lítil miðað við náttúrulegt klak, auk þess sem humarinn nær markaðsstærð á mun skemmri tíma, sé miðað við náttúrulegt klak. Hingað til hafa þessar tilraunir sem gerðar hafa verið, verið mjög jákvæðar, en einungis hefur verið um lítinn fjölda að ræða í þessum tilraun- um, þannig að niðurstöður eru ekki fyllilega mark- tækar. Nú eru hins vegar gerðar tilraunir með slepp- ingu á miklum fjölda unghumars, til að fá marktækari niðurstöðu. Einnig er unnið að tilraunum með eldi humars í „sérhólfum“ í markaðsstærð. Humarsem búið er að ala í markaðsstœrð í „sérhólfum". ÆGIR-587
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.