Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 36
Ástand sjávar
í ágúst 1983 var rekísinn í Grænlandssundi nálægt
miðlínu milli íslands og Grænlands og er þetta fremur
mikil útbreiðsla á þessum árstíma. Vestar og sunnar
á Austur-Grænlandssvæðinu varð rekíss tæpast vart
svo neinu næmi.
Hitastig sjávar í yfirborðslögum Grænlandshafs (0-
100 m) var að þessu sinni 1-2° undir meðallagi og
hefur ekki mælst lægra í ágústmánuði síðan þessar at-
huganir hófust árið 1970. Sömu sögu er að segja um
landgrunnssvæðið sunnan og vestanlands. Eins og í
Grænlandshafi var sumarupphitun í yfirborðslögum
sunnan og vestanlands lítil eða upp í 8-9° í stað 10-11°
að venju.
Frá því í vor hafði hlýsjórinn rutt sér braut austur
með Norðurlandi allt að Langanesi og var hitastig þar
6-7° í yfirborðslögum en 4-6° á 50-100 m dýpi (Anon
1983).
Fyrir Austurlandi gætti aftur kaldsjávarins frá
Austur-íslandsstraumnum svipað og verið hefur á
undanförnum árum, þ.e. 2-3° heitur sjór á 50-100 m
dýpi en upphitun í 4-6° í yfirborðslögum.
I heild má segja að ástand sjávar á rannsóknasvæð-
inu öllu hafi ráðist mjög af því óvenjulega veðurfari
sem ríkti á Íslands-Grænlandssvæðinu sumarið 1983.
Hitastig á 20,50 og 100 m dýpi er sýnt á myndum 2-4.
Dýrasvif
Dreifing dýrasvifs vestan- og norðanlands í ágúst
1983 er sýnd á 5. mynd. Talsvert er um átu á grunn-
slóðum í og úti af Faxaflóa, en annars staðar vestan-
lands varlítið af átu. Ásvæðinuúti af Vestfjörðum og
vestanverðu Norðurlandi var einnig lítið nema á
dýpstu stöðvum, þegar komið var í námunda við
ísinn.
Þegar á heildina er litið var dreifing dýrasvifs því
svipuð og í júní, en þá var sömuleiðis mest á vestur-
svæðinu og mjög lítið af átu víðasthvar norðanlands.
(Anon. 1983)
Dreifing og fjöidi fiskseiða
Á hinum íslenska hluta svæðisins var dreifing
þorsk-, ýsu- og loðnuseiða með venjulegum hætti.
Pannig fundust þorsk- og ýsuseiði aðallega í fjörðum
og flóum vestanlands og norðan og minnkaði fjöldi
4tf 35' 25" 2Cf 15' 10" 5’
3. mynd. Sjávarhiti á 50 m dýpi, ágúst 1983.
596-ÆGIR