Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 17
kæmi til. Slíkur stuðningur ætti - aftur að mínu áliti - að hafa ótvíræðan forgang fram yfir opinberar fjár- veitingar til annarra þátta á sviði fiskeldis eða fisk- ræktar, svo sem til Veiðimálastofnunarinnar og til ráðunauta á sviði fiskræktar, sem nú er verið að dreifa um landið við ákaflega lélegar starfsaðstæður. í þessu sambandi má það koma fram, að Atlantshafslax er mun viðkæmari í eldi en aðrar laxa- og silungstegund- ir, og tekur þetta til sjúkdóma, fóðrunar og umhirðu. Því ber að styðja og efla starfsemi dr. Sigurðar Helga- sonar frá því sem nú er. 4. Undirbúningur sjógönguseiða fyrir sleppingu Neðangreind atriði eru mikilvæg í þessu sambandi. а) Framleiða œtti sjógönguseiði á einu en ekki tveiniur árum. Nokkuð af eins árs hængseiðum verða kynþroska á sleppi-sumri þeirra, en að öðru jöfnu í talsvert ríkara mæli ef um er að ræða tveggja ára eldi. Slík seiði ganga ekki úr fersku vatni í sjó, en halda kyrru fyrir í því skyni að fá tækifæri til að frjóvga hrogn. Enda tekst þeim það gjarnan. Stórir hængar, sem bægja minni hængum (smálaxi) frá hrygnu sinni, hirða ekki um smákrílin, sem skjótast undir stóra hænginn og gefa frá sér svil um leið og hrygnan fellir hrogn í mölina (27). Þessi kynþroskaeinkenni hæng- laxa er eflaust skýring þess, að Hans Peterson fann í blraunum er hann framkvæmdi í Svíþjóð á árunum 1966-1969, að eins árs seiði gáfu um 30% meiri endurheimtur en 2ja ára seiði (28). Þegar endurheimtur náttúrlegra seiða eru ákvarð- aðar, eru talin og merkt seiði sem ganga til sjávar úr bltekinnni á. Samskonar ákvörðun fyrir sleppiseiði er þannig gerð, að talin eru þau seiði sem sleppt er. Sé hluti þeirra hængar sem eru að verða kynþroska og ganga ekki til sjávar, verða sleppiseiðin oftalin sem þessu nemur. Kann þetta sumpart að vera skýring Þess, að endurheimtur náttúrlegra seiða af Atlants- Þafslaxi reynast jafnan mun betri en af eldisseiðum, eins og að framan er rakið. Islenskar eldisstöðvar, sem ráða yfir jarðvarma- vatni allt árið um kring, geta auðveldlega framleitt stór eins árs seiði, og ættu 2ja ára sjógönguseiði faunar ekki að vera til sölu, nema með umtalsverðum afslætti. б) Mikilvœgt er að sjógönguseiði séu vœn (16-17 cm seiði munu nálœgt kjörstœrð), með fallega og °skerta ugga, hraust, vör um sig og spretthörð (sjá VIII, 3. b)). c) Seiðin œttu að vera um það bil hálfsilfruð, þegar þau eru flutt á sleppistað. Fullsilfruð seiði þola illa flutninga. Þau glata of miklu af hreistri, en í sárin setjast sveppar, er í mörgum tilfellum leiða til dauða. Á sleppistaðnum þarf að vera fyrir hendi aðstaða til að vernda og fóðra seiðin á meðan þau eru að ná fullri silfrun, en þá hverfa þau til sjávar strax og þau fá til þess frelsi. Með þessari aðferð vinnst þrennt. Seiðin eru varin fyrir vargi (fugli og mink), þau fá tækifæri til að aðlagast nýju umhverfi, og þau verða varari um sig, aflmeiri og sprettharðari er þau koma í sjóinn og betur undir það búin að forðast óvini þar, þó að það kunni að taka þau nokkurn tíma að átta sig á þeirri fæðu eða átu sem hið nýja umhverfi hefur upp á að bjóða. d) Um „kœlingu“ seiða og silfrun. Það er sterkur grunur minn, að síðustu 15 árin eða svo hafi hér á landi átt sér stað afdrifarík mistök varð- andi silfrun eins árs sjógönguseiða, eða undirbúning slíkra seiða fyrir sjógöngu. í tilraun sem ég gerði sumarið 1966 í Straumsvík (4), (13), (14) kom berlega í ljós, að 1-árs seiði, sem hafa náð fullri göngustærð á tilteknu vori, silfrast ekki og ganga því ekki úr fersku vatni í sjó það sumar, nema þau hafi áður verið kœld a.m.k. niður í 4° C um nokkurt skeið. Hafi slík seiði verið í eldi við ca. 8 stiga eða hærri hita í eldisstöð, og sé þeim svo sleppt í ferskt vatn sem er 6-10 stiga heitt, þá silfrast þau ekki í ferskvatninu (ánni) og hverfa ekki til sjávar það sumar. Næðu þau að þrauka í ánni það sumar svo og næsta vetur, myndu þau að vísu hverfa til sjávar um ári síðar en þeim var sleppt í ferskt vatn (ána). En bersýnilega myndu sárafá seið- anna lifa af þetta ár vegna átuskorts, ekki síst vegna þess, að í slíku tilviki myndu mörg seiði keppa um litla fáeðu. Séu 1-árs seiði hins vegar kæld niður í 4 stig eða lægra hitastig síðla vetrar eða snemma vors (ekki hefur verið reynt hve langt kælingatímabilið þyrfti að vera) og síðan alin áfram í venjulegu eldisvatni (8- 14°C), þá munu þau silfrast, og þeim mun hraðar sem hitastig vatnsins er hærra. í ameríska tímaritinu „Progressive Fish Culturist“, júlí hefti 1982, birti ég stutta grein (14), er m.a. fjallar um áhrif kælingar á silfrun Atlantshafslax. Virðist þetta greinarkorn hafa vakið nokkra alþjóðaathygli, með því að rúmlega 10 áhugamenn í Bandaríkjunum, Kanada, Japan, ísrael og Sovétríkjunum hafa beðið um sérprentanir af greininni. Það er alkunna, að um nokkurt árabil á byrjunar- ferli Kollafjarðarstöðvarinnar reyndust endur- ÆGIR-577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.