Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 24
við Elliðaár veturinn 1975-76 (5). Þessi tilraun stað- festi það, sem raunað var vitað af erlendri reynslu, að kviðpokaseiði verða miklu stærri og hraustari, ef klakið fer fram með þessu móti. Þannig tilorðin seiði læra fyrr átið og misfarast miklu síður á vaxtarskeið- inu allt að sjógöngustærð (um 10 sinnum minna) en ef opnir klakbakkar eru notaðir. Sambærileg gönguseiði verða einnig stærri og stæltari, sé hin bætta klakað- ferð notuð. Haustið 1981 fór ég í kynnisför til Alaska og meginlands Bandaríkjanna og varð þá m.a. frekar vísari um yfirburði umræddrar klakaaðferðar. Eftir heimkomuna lét ég nokkrum hérlendum laxeldis- stöðvum í té stutta greinargerð um þetta atriði ásamt afritum af tveim tímaritsgreinum eftir Kenneth Leon, þann vísindamann sem öðrum fremur ruddi braut hinni bættu klakaðferð í Bandaríkjunum fyrir Atlantshafslax, og sem ég hafði tal af í Alaska (10), (25), (26). Þrátt fyrir þekkta og auðsæja yfirburði hinnar bættu klakaðferðar, og þann umtalsverða sparnað sem hún hefur í för með sér, er mér ókunnugt um, að nokkur íslensk laxeldisstöð hafi tekið hana í notkun, utan hvað stöðvarnar við Elliðaár og Straumsvík hafa reynt hana lítillega. b) Um mikilvœgi stœrðar og hreysti sjógönguseiða. Dr. Björje Carlin staðreyndi í merkingartilraunum sumarið 1961 - en rösklega 100.000 seiði voru þá merkt í Svíþjóð með svokölluðum Carlin merkjum - að endurheimtur eru mjög háðar stærð gönguseið- anna (17). Á lengdarsviðinu frá 13 til 20 cm jukust endurheimtur um 2.3 hundraðshluta fyrir hvern við- bótarsentimetra. Miðað t.d. við að meðalheimtur 13 cm seiða séu 5%, þá yrðu þær 14% fyrir 17 cm seiði. Við sams konar athugun sem gerð var í Kollafirði 1969 kom í ljós, að áhrif stærðar gönguseiða á endur- heimtur urðu talsvert meiri, eða nálega 3.5% fyrir hvern viðbótarsentimetra (32). Þessar niðurstöður eru eflaust marktækar, og þær eru ákaflega mikilvæg- ar, eins og neðangreind reikningsdæmi sýna. Við skulum hugsa okkur, að við framleiðum við til- teknar aðstæður í eldisstöð 100 stk. 13 cm seiði sem að meðaltali vega um 25 gr. Með sama eldisrými og vatnsmagni telst mér til, að unnt væri að framleiða a.m.k. 55 stk. af 16.5 cm seiðum sem vega að meðal- tali rúmlega 50 gr. Við skulum reikna með endur- heimtuaukningu eins og Carlin fann hana, eða 2.3%. I Carlin-tilrauninni urður endurheimtur 13 cm seiða um 3%, en tæp 2% í Kollafjarðartilrauninni. Nú verða hlutfallsleg (relatíf) áhrif lengdaraukningar þeim mun meiri sem endurheimtur smávaxinna seiða- hópa eru minni. I neðangreindum dæmum er reiknað með 3,5 og 7% endurheimtum fyrir 13 cm seiði, og að kostnaður við að framleiða 100 slík seiði sé j afn mikill og kostnaður við að framleiða 55 stk. af 16,5 cm seið- um. Þá fást þessar samanburðartölur: Endurh. 13cmseiða3%: 16.5cmseiðigefa 100% fleiri fullv. laxa. Endurh. 13cmseiða5%: 16.5cmseiðigefa 43% fleirifullv. laxa. Endurh. 13cmseiða7%: 16.5cmseiðigefa 18% fleiri fullv. laxa. Væri ofannefnd niðurstöðutala Kollafjarðar notuð (3.5%), myndu endurheimtur fullvaxinnalaxa af 16.5 cm seiðum aukast um 180%, 90% og 51% miðað við 3, 5 og 7% endurheimtur 13 cm seiða. Við þessa út- reikninga ber að hafa í huga, að í umræddum til- raunum voru notuð Carlin-merki, en þau há smá- vöxnum seiðum meira en stórvöxnum. Við ofan- greindar athugasemdir má svo bæta, að færri hrogna þarf að afla að öðru jöfnu ef stórvaxin sjógönguseiði eru framleidd. í flestum eldisstöðvum landsins mun auðvelt að framleiða hraust 16.5 cm seiði á einu ári og búa þau vel undir sleppingu eða sölu. Með tilvísun til þess er að framan greinir, virðist auðsætt að ala ætti sjó- gönguseiði í um 17 cm lengd, eða ca 50 gr lágmarks- þyngd. Til að ná slíkum árangri, mega eldisstöðvar ekki hika við að farga eða fleygja seiðum, sem ekki er rúm eða markaður fyrir, svo að nóg eldisrými sé fyrir framleiðslu á fyrsta flokks og nægilega stórum sjó- gönguseiðum. Orsök lélegs árangurs í íslenskum eldisstöðvum mun ekki hvað síst vera tregða við að fleygja seiðum til nauðsynlegrar aukningar á eldis- rými fyrir þau sem ala á áfram. Til þess að halda of mörgum, of smáum og of lélegum seiðum lifandi, er stundum gripið til þess ráðs að lækka hitastig vatnsins svo mikið - en með því fæst aukið eldisrými - að stöðin nær ekki að framleiða nægilega stór sjógöngu- seiði til þess að vera söluhæf vara. En enduheimtur sjógönguseiða halda vissulega áfram að aukast eftir að þau hafa náð 17 cm lengd. En þá fara seiðin að krefjast svo mikils eldisrýmis - og af því leiðir fækkun seiða sem stöðin getur framleitt - að hagnaður við aukna seiðastærð fer að verða vafa- samur. Þar sem aðstaða er til að ala sjógönguseiði i sleppikörfum um nokkurt skeið, eins og t.d. í Ólafs- fjarðarvatni eða Lóni, kemur þó til greina að fresta sleppingu þar til seiðin vega að meðaltali talsvert meira en 50 gr. 584-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.