Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 38
2. tafla. Fjöldi ýsuseiða í ágúst 1983.
A-Grænland ísland
Dohrnbanki SA SV V N A Samtals
+ 6.1 18.5 - 24.6
Fjöldi ýsuseiða, dreifing þeirra og ásigkomulag (8.
mynd) er með þeim hætti að telja má líklegast að
árgangurinn muni reynast í meðallagi þegar fram í
sækir.
Loðna
Loðnuseiði voru einkum úti af Vestfjörðum og
Norðurlandi og hafði nær ekkert rekið vestur um haf
í átt til Grænlands að þessu sinni. Þá var aðalmagnið
nær landi en oft áður og mest um loðnuseiði á 20-50
sjóm. breiðu belti skammt úti af Norðurlandi milli
Horns og Langaness. Dreifing og útbreiðsla loðnu-
seiða eru sýndar á 10. mynd.
Austantil á aðalútbreiðslusvæðinu og næst landi á
vesturhluta þess voru loðnuseiðin mjög smá og trú-
lega árangur hrygningar sem staðið hefur lengra fram
á vorið en venjulegt getur talist. Þessi smáu seiði eru
verulegur hluti heildarfjöldans. Fjöldi loðnuseiða er
sýndur í 3. töflu og lengdardreifing á 11. mynd.
3. tafla. Fjöldi loðnuseiða í ágúst 1983.
A-Grænland ísland
Dohrnbanki SA SV V N A Samtals
+ + + 2.6 17.8 1.4 21.8
30' 2 S 20'
5. mynd. Útbreiðsla sjávarsvifs, ágúst 1983. (ml/21m3, Hensen háfur
50-0 m).
Að því er varðar fjölda loðnuseiða flokkast yfir-
standandi ár með hinum lélegu árgöngum seinni ára.
Enda þótt erfitt sé að byggja framtíðarspár um stærð
árganga á fjölda loðnuseiða virðast ofangreindar
aðstæður ekki gefa til kynna að búast megi við
sterkum árgangi að þessu sinni.
Karfi
Fjöldi og útbreiðsla karfaseiða á þessu ári voru
mjög frábrugðin því, sem verið hefur allt frá upphafí
þessara rannsókna (12. mynd). Karfaseiði fundust
einkum um miðbik Grænlandshafs, en á Austur-
Grænlandsbönkum, þar sem yfirleitt er mest um þau,
fundust svo til engin seiði í ár. Ennfremur var mjög
lítið um karfaseiði á Dohrnbankasvæðinu og fyrir
sunnan 62. breiddarbaug. Aðeins vottaði þó fyrir
hinni árvissu tungu karfaseiða í vestanverðu Græn-
landshafi, sem kemur frá svæðinu sunnan við 60.
breiddarbaug. Á íslenska hafsvæðinu varð karfaseiða
vart úti af Norðurlandi. Dreifing karfaseiða eftir afla
var, þegar á heildina er litið, í góðu samræmi við berg-
málsendurvörp, sem voru mjög lítil að þessu sinni.
Meðalfjöldi karfaseiða árið 1983 var aðeins 0.7 x
106 á fersjómílu og er þar með sá lang minnsti síðan
þessar rannsóknir hófust. Á engu svæði fór fjöldinn
yfir 1000 stk. á fersjómílu. Það verður því að líta á
karfaárganginn 1983 sem mjög lélegan.
Ef undan er skilið svæðið um miðbik Grænlands-
hafs, voru karfaseiðin yfirleitt smærri, sums staðar
miklu smærri, árið 1983 en á undanförnum árum (13-
mynd). Að venju voru seiðin smæst í sunnanverðu
Grænlandshafi og syðst við A-Grænland, en stærst á
nyrðra svæðinu við A-Grænland.
Tekin voru sýni til tegundagreiningar alls staðar
þar sem karfi fékkst. Alls voru tegundagreind 1708
karfaseiði (Magnússon 1981). Hlutdeild karfa (S■
COD + HADDOCK CAPELIN
6. mynd. Samanburðartog, r/s Árni Friðriksson og r/s Bjarni Sxm-
undsson.
598-ÆGIR