Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 13
umræðu í Noregi (19), þar sem umþað bil 85% af laxi er veiddur í sjó, en aðeins um 15% í laxám. Er hug- niyndin að skattleggja þá sem veiða í sjó. I fram- kvaemd myndi slíkt ekki auðvelt, einkum þar sem um raeðir marga sjólaxveiðimenn, og því bersýnilega tor- velt að fylgjast með aflamagni þeirra. Hérlendis er auðvelt og eðlilegt að hafa á þann hátt, að aðili sem framleiðir gönguseiði sleppi þeim við þess konar að- stæður, að laxinn sem snýr aftur á sleppistaðinn, sé hirtur þar í gildrur af viðkomandi aðila. III. LAXAFRAMLEIÐSLA Á ATLANTSHAFI Heildarstofn Atlantshafslaxins er mjög lítill - sennilega nokkuð innan við 15.000 tonn þegar frá er skilinn Eystrarsaltslaxinn (16) - og má því ætla, að hann hafi yfirdrifið beitarrými. Sem hafbeitarfiskur hefur Atlantshafslaxinn góða eiginleika að því leyti, að hann vex hratt og er ágætur matfiskur. Hins vegar er hann sérstaklega viðkvæmur og erfiðari í eldi en Hestallir, ef ekki allir aðrir laxfiskar, og þarf mikla vandvirkni og natni til að framleiða sjógönguseiði Atlantshafslax með viðhlítandi endurheimtingar- hæfni. Atlantsháfslax mun og tiltölulega viturt, var- kárt og styggt dýr, og ekki ólíklegt að hann sé kröfu- harðari en a.m.k. flestar Kyrrahafslaxategundir um sleppistaði að því leyti, að vatnið þaðan sem hann §ekk sjálfviljugur til sjávar sé sem minnst breytt að eðli og lykt, þegar hann kemur úr sjó ári eða árum síðar í þeim tilgangi að hrygna. Þetta atriði kann að Vera vandamál við nokkra sleppistaði suðvestan- Hnds. Styggðin og kænskan eru eiginleikar sem lax- inn hefur þróað gegnum aldirnar, þar eð lítll stofn hefur þurft á slíkum eigindum að halda til þess að var- ast gildrur og ásælni mannsins, og forða með slíkri varkárni stofninum frá eyðingu. Sjálfsbjargarráð- stafanir af þessu tagi eru óþarfar að því er flestar laxa- tegundir Kyrrahafsins varðar, og má geta þess að þær tvær tegundir, sem ég sá leita á sleppistað í Alaska, kunnu ekki að hræðast fólk eða torfærur er urðu á Vegi þeirra. Fjárhagslegur grundvöllur ætti að vera fyrir hafbeit með Atlantshafslax, svo fremi sem viðhlítandi endur- heimtur fáist af sjógönguseiðum sem framleidd eru í Hdisstöðvum. En vegna þess, hvernig laxveiðum er yfirleitt háttað í laxalöndunum við Atlantshaf, sýnist skorta rekstrargrundvöll fyrir hafbeit annars staðar eir á íslandi. Ástæðan er sú, að í þessum löndum eru 80-90 hundraðshlutar laxins veiddir í sjó - með ströndum fram — en þeir fiskar sem ganga í árnar Þurfa að standa undir sportveiði sem og að sjá um við- hald stofnsins. Því kemst aðeins lítill hluti hafbeitar- lax á sleppistað, og sá aðili sem kostar hafbeitina nýtur ekki arðsins nema að litlu leyti. Á íslandi er þessu öðru vísi farið, þar sem sá lax er lifir af dvölina í hafinu, snýr heim á sleppistaðinn, með því að lax- veiði er hér bönnuð í sjó. Og er þá reiknað með, að ólöglegri sjóveiði sé haldið í lágmarki við íslands- strendur. Sá fræðilegi möguleiki er að vísu fyrir hendi, að önnur laxalönd við Atlantshaf fari að sem ísland og banni laxveiðar í sjó. En þar sem slíkar veiðar styðj- ast oft við aldagamlar hefðir, og eru töluverður þáttur í afkomu margra fjölskyldna er búa við strendurnar, myndi reynast torvelt að koma á og framfylgja lögum um bann við laxveiði í sjó í umræddum löndum. IV. MARKAÐIR FYRIR ATLANTSHAFSLAX í Noregi hefur laxeldi í sjókvíum farið ört vaxandi, eins og þessar tölur sýna (20): Árið 1979 var kvíaeldi lax og regn- bogasilungs ...................... um 5.000tonn Árið 1982 var kvíaeldi lax og regn- bogasilungs ...................... um 15.000tonn Árið 1984 er áætluð framleiðsla þessara tegunda í kvíum .......... um 30.000 tonn Um þessar mundir eykst kvíaeldisframleiðsla á laxi í Noregi um 50% á ári. Ágætur markaður hefur opnast í Bandaríkjunum fyrir nýjan, ísaðan lax þann tíma ársins, sem ferskur lax úr sjó er ekki fáanlegur. En sumarmánuðina (júní, júlí og ágúst) berast um 375 tonn af ferskum laxi á viku á amerískan markað frá Kyrrahafinu. Vikulegur flutningur á ferskum laxi með flugvélum frá Noregi til Bandaríkjanna var í byrjun ársins 1983 sem hér segir: íjanúar 40-50 tonn; ífebrúar 50-60 tonn; ímars 60-70 tonn; í fróðlegri grein eftir Terja Korsnes (24) er fram- tíðarmarkaður fyrir ferskan lax frá Noregi í Banda- ríkjunum áætlaður um 2.800 tonn á ári. En Norð- menn flytja ferskan lax til margra landa annarra en Bandaríkjanna, eða alls til 21 lands á árinu 1982, þar á meðal til Japan, Hong Kong, Singapúr, og Thaí- lands, auk Evrópulanda. Sjá töflu I. í þessu sambandi skal þess getið, að kvíaeldi í sjó er nú stundað í fleiri Evrópulöndum en Noregi. Á árinu 1983 er framleiðsla á laxi og sjógönguseiðum (smolts) áætluð í eftirtöldum löndum sem hér segir. (1): ÆGIR-573
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.