Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 66
síðan úr blokkinni ýmsa tilreidda fiskrétti, eins og
fiskkökur, fiskskammta og fiskstauta, sem fara í neyt-
endaumbúðir. Stærri framleiðendurnir pakka fram-
leiðslunni í umbúðir með eigin vörumerki. Síðan er
framleiðslan seld til staðbundinna heildsala, sem geta
verið undir stjórn framleiðandans. Þaðan fer fiskur-
inn í hinar ýmsu matvöruverslanir. Fiskblokkin fer
þannig að mestu leyti inn á neytendamarkað þar sem
hinn endanlegi neytandi ákveður hvort þetta merki
eða eitthvað annað skuli keypt.
Það er einmitt á þessum hluta markaðarins, sem
mest aukning hefur orðið á síðustu árum. Þar ráða
mestu breyttar neysluvenjur. Kaupandinn kaupir
frekar tilbúna fiskrétti, sem fljótlegt er að matreiða í
stað þess að kaupa ótilreiddan fisk hjá fisksalanum.
Samkvæmt fyrrnefndri markaðskönnun hefur fisk-
sölum fækkað mjög mikið í Bretlandi eða um helming
frá 1960 til 1980. Dreifing á fiski til hins endanlega
neytanda hefur færst frá fisksölunum og inn í stór-
markaðina og verslunarkeðjurnar.
Eins og áður er getið selja íslensku útflutnings-
aðilarnir fiskblokkir til framleiðenda, sem síðan
vinna úr henni og selja hana síðan undir eigin vöru-
merki. Kaupandi viðkomandi vörumerkis veit ekki
hvort hann er að kaupa fisk frá íslandi, Noregi eða
Kanada. Oft á tíðum getur verið verulegur gæða-
munur á því hvaðan fiskurinn kemur eins og er þekkt
á Bandaríkjamarkaði. Petta hefur augljóslega ókosti
í för með sér að geta ekki unnið úr fiskinum og selt
hann síðan undir eigin vörumerki. Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna er nýbúin að reisa fiskiðnaðarverk-
smiðju í Grimsby, sem er ætlað það hlutverk að fram-
leiða og vinna úr fiskblokk frá S.H. og öðrum aðilum-
Enn sem komið er vinnur verksmiðjan fyrir aðra aðila
1969
Belgía Bretl. Danmörk Frakkl. Holland írland ítalía V-Þyskal.
9317
7656 7872 8025 8811 -
i r
L - -i 7101 4802 •
3755
40
20
20
40
E .B .E.
meóaltal
7241
Línurit nr. 10. Pjóðartekjur á markaðsvirði í dollurum á mann eftir löndum E.B.E. *
E.B-E 8231
meóaltal
E.B.E. 9402
meóaltal
* = E.B.E. fyrir utan Luxemborg og Grikkland.
626-ÆGIR