Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 22

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 22
Pólarlax til afnota eðlisgott, ördautt og hæfilega heitt kælivatn. En án þess að ræða nánar um það lágmarks- magn af eldisvatni, sem æskilegt væri að hafa til um- ráða fyrir umtalsverða laxaframleiðslu á þjóðhags- legan mælikvarða, þá sýnist mér, að þrjú svæði hafi auðsæja yfirburðaraðstöðu, nefnilega Kelduhverfi í N-Pingeyjarsýslu, Voga-svæðið austan Mývatns og Nesjavalla-Þingvallavatnssvæðið (sjá (9) og (23)). Síðast taldi staðurinn kæmi þó naumast til greina, nema þar yrði virkjuð gufa til rafmagnsframleiðslu. A Kelduhverfis- og Mývatnssvæðunum þyrfti að vísu að dæla volgu og köldu grunnvatni, sem kemur fram nálægt yfirborði landsins, svo og að lofta eldisvatnið, en að öðru leyti er aðstaðan á þessum svæðum mjög hagstæð, bæði að því er varðar magn vatns og gæði. Á öðrum stöðum á landinu er annaðhvort um að ræða of lítið vatnsmagn til mikillar framleiðslu, ellegar of kostnaðarsama öflun eldisvatns. 2. Val á sleppistöðum Um vatn á sleppistöðum fyrir sjógönguseiði má almennt segja, að það má ekki breytast að ráði frá ári til árs að því er tekur til eðlis þess (efnainnihalds eða „lyktar“ sem laxinn greinir). Lax gengur í „sama“ vatn og seiðin hurfu úr til sjávar, hvort heldur það er kalt (4°C eins og í Straumsvík) eða volgt, ellegar meira eða minna saltblandað (14). Ennfremur þarf að falla á sleppistaðnum til sjávar lágmarks magn af vatni. Þannig hefur lax verið tregur að ganga í hafbeitar- stöðvarnar í Kollafirði og Lárós í þurrkaköflum. Liggi leiðin um grunna ósa, getur brim valdið því, að lax gengur ekki í ósana vegna sandkorna sem aldan þyrlar þar upp. Ofangreind atriði ber jafnan að hafa í huga. Hér á eftir verður drepið á sleppiaðstöðu, ann- arsvegar við Norðurland og hins vegar við Suðvestur- land. a) Sleppiaðstaða á Norðurlandi. Um árbil hafa þeir Unnsteinn Stefánsson, prófess- or, og Ingimar Jóhannsson, fiskifræðingur - með nokkurri aðstoð af minni hálfu - gert ítarlegar rann- sóknir á eðlis- og efnaeiginleikum Ólafsfjarðarvatns og varðandi eðliseiginleika og laxeldis- og sleppitil- raunir í stöðuvatninu Lóni í Kelduhverfi (30), (22), (23). Hefur þessi vinna verið kostuð sumpart af Vís- indasjóði og sumpart af Fiskifélagi íslands. Án þess að rekja þær fjölþættu rannsóknir og athuganir sem hér um ræðir, má fullyrða, að þær hafa grundvallar- þýðingu fyrir væntanlega framþróun og framtíð haf- beitariðnaðar á Norðurlandi. Þetta er þeim mun mikilvægara sem í Kelduhverfi og Mývatnssveit, eða norðanlands, eru langsamlega mestir möguleikar til framleiðslu mikils magns af sjógönguseiðum, eins og fyrr hefur verið að vikið. Hér þarf að skjóta inn athugasemd um afdrifarík viðbrögð laxaseiða, sem hafa klæðst sjógöngubúningi eða silfrast. Ef seiðin á þessu stigi eru um nokkurt skeið hindruð í því að komast í sjó, eða vilja af ein- hverjum ástæðum ekki ganga í sjó, þá afsilfrast þau og glata þar með lönguninni eða hæfileikanum til að hverfa úr fersku vatni á haf út það sumarið. Þau halda því kyrru fyrir í fersku vatni þar sem eftir er sumars og næsta vetur, en ætla má að átuskortur og vargur verði langflestum þeirra að aldurtila áður en þau ná að silfr- ast að nýju næsta sumar. Nú koma stundum ísasumur og mjög köld sumur á Norðurlandi, og er þá kalt vatn bæði í ám og sjó fram eftir sumri. Við slík skilyrði silfrast laxaseiðin í ánum seinna en venjulega, og þegar þau loks eru þess búin að ganga til sjávar, mun hitinn þar oftast kominn yfir líffræðilegt lágmark. Við slíkar aðstæður verður sjó- ganga seiðanna það síðbúin, að það kann að taka þau einu ári lengur en venjulega að verða kynþroska. En seiði sem alin eru í eldisstöðvum eru óháð veðr- áttu og því í flestum tilfellum silfruð og þess búin að ganga til sjávar fyrr að sumri en náttúrleg seiði eru í kuldatíð. Þess konar eldisseiði myndu því afsilfrast, væru þau flutt á sleppistaði á venjulegum tíma í ísa- eða kuldatíð, og einnig ef þeim væri haldið í fersku vatni í eldisstöð í nokkurn tíma eftir að þau hafa silfrast. Til að bregðast við slíku árferði og koma í veg fyrir að gönguseiði í norðlenskum eldisstöðvum af- silfrist og eyðileggist þar með, mætti hugsa sér þa lausn þegar illa árar að flytja þau á sleppistaði suð- vestanlands, þar sem hitastig sjávar er að mun hærra. En slíkt gæti orðið tæknilega nokkrum vandkvæðum bundið og myndi hafa í för með sér mikinn flutnings- kostnað. En svo vill til, að umræddar rannsóknir á stöðu- vatninu Lóni í Kelduhverfi og Ólafsfjarðarvatni hafa leitt í ljós, að í þessum vötnum eru ekki einvörðungu yfirburðaraðstaða til sleppinga sjógönguseiða > venjulegu árferði, heldur afsilfrast seiði sem þar yrði sleppt í ísasumrum eða óvenju köldum sumrum alls ekki, en halda áfram að dafna, að jafnaði betur en i eldisstöðvunum. Slík seiði myndu alin í flotkvíum 1 vötnunum og sleppt þegar hiti sjávar hefur náð hæfi- legu lágmarki. Þá myndu þessi seiði vera að j afnaði 2-- 3 sinnum þyngri og að mun stæltari en náttúrleg seiði úr köldum ám á sama tíma, og er litlum efa undir- 582-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.