Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 65

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 65
um og niðursoðnum fiski. Þetta er sýnt á línuriti nr. 9. Frá 1978 hefur neysla á frystum fiski aukist um 3% á ári og var orðin 30% af fiskneyslunni árið 1980, sam- kvaemt markaðsrannsókn Ross Food Ltd. Þar kemur einnig fram að við hækkun á verði um 1% þá minnk- ar neyslan um 0,7%. Ef þessi verðteygni í eftir- spurn er borin saman við aðrar matvörur þá er mun óteygnari eftirspurn gagnvart kjöti eða ep = -0,38 á móti -0,7 gagnvart verðbreytingu á fiski, en eftir- spurnin er mun óteygnari gagnvart eggjum eða nálægt núlli samkvæmt framangreindri könnun. Þessu til staðfestingar er vert að bera saman tvö línurit, í fyrsta lagi verð á þorski frá íslandi á breska markaðnum (línurit nr. 7) og í öðru lagi línuritið yfir fiskneyslu á ntann í Bretlandi (línurit nr. 8). Þar sem augljóslega sést að með hækkandi verði minnkar neyslan og öfugt. Þjóðartekjur Breta eru frekar lágar miðað við önnur lönd innan E.B.E. eða um 10% undir meðal- tali átta E.B.E. ríkja, en á árinu 1980 voru þjóðar- tekjur á mann í Bretlandi um 8300 dollarar saman- borið við um 9400 dollarar sem meðaltal E.B.E. ríkj- anna. Aukning þjóðartekna hefur verið mun hægari í Bretlandi en í öðrumE.B.E. ríkjum. Vegnahinnatil- tölulega lágu þjóðartekna vekur það furðu hvað Bretar neyta mikils fisks, sem þrátt fyrir allt er ein dýrasta matvaran á markaðnum. Fiskneysla Breta er ein sú mesta þegar litið er á E.B.E. ríkin sem heild. Skýringin á þessu er sennilega sú hvað fiskur er rót- gróinn í neyslumynstri þjóðarinnar. Þrátt fyrir hina rótgrónu neysluhefð þá hefur hún breyst stórlega á síðustu tíu árum úr ferskum fiski yfir í frosinn og frá breskum í innfluttan fisk. 5.4. Dreifileiðir íslensku fyrirtækin í Bretlandi reka ekki sitt eigið dreifikerfi, heldur er fiskurinn seldur beint til heild- sala eða framleiðenda sem síðan sjá um að dreifa honum. Dreifileiðir á frystum fiski frá íslandi eru sýndar á mynd nr. 1. Þar er greint frá dreifileiðum fisksins allt frá því að hann veiðist og þangað til að Frystur fiskur + 47% Ferskur Niöursoóinn Soöinn fiskur fiskur - 6% fiskur - 32% - 30% Línurit nr. 9. Breytingar á fiskneyslu i Bretlandi 1969-1980. hann er kominn á borð neytandans í Bretlandi. 1 grófum dráttum má skipta dreifileiðum á frystum fiski í tvær megin leiðir, annars vegar fyrir fryst flök og hins vegar fyrir blokk og marning. Þegar fryst flök koma frá íslandi eru þau í flestum tilfellum flutt beint úr skipi til heildsalans, en í sumum tilvikum í frystigeymslu íslenska sölufyrirtækisins, til þess að hafa einhvern fisk á lager ef pantað er með skömmum fyrirvara. Heildsalinn kaupir fiskinn út í reikning og ber þannig sjálfur markaðslega áhættu á að fiskurinn seljist á því verði, sem hann keypti hann. Þegar íslensku fyrirtækin eru búin að afhenda fiskinn til heildsalans þá er sölustarfsemi þeirra lokið og aðrir taka við. Heildsalinn ber einnig áhættu á að lána and- virði fisksins til sinna viðskiptamanna. Það eru nokkrir mjög stórir heildsalar í Bretlandi, sem ráða yfir stórum hluta dreifikerfisins þar í landi. Einna stærstir eru Findus, Ross Food Ltd, Youngs og BIRD EYE, svo einhverjir séu nefndir. Þegar heildsalinn er búinn að fá fiskflökin í hendurnar, selur hann flökin áfram til staðbundinna heildsala. Verðákvörðun milli þessara aðila ákveðst yfirleitt á svo kölluðum opnum markaði. Heildsalarnir tilkynna inn á markaðinn að ákveðið magn sé til sölu á þar tilgreindu verði. Síðan gera staðbundnu heildsalarnir tilboð í þetta magn. Síðan fer það eftir framboði og eftirspurn hvað hið endanlega verð verður. Staðbundnu heildsalarnir sjá um dreifingu til smærri aðila t.d. mötuneyta, veitinga- húsa, fiskbúða og Fish and Chips matsölustaða o.s.frv. Það er ljóst af þessu, að verulegur hluti frystra fisk- flaka, sem flutt eru inn til Bretlands, fer inn á stofn- anamarkað, þar sem ákveðnir innkaupastjórar ann- ast innkaupin fyrir mötuneyti fyrirtækjanna, eða þá hótel eða veitingahúsakeðjur. Hinn endanlegi neyt- andi veit ekkert hvaðan fiskurinn kemur, sem er settur á borð til hans. Smærri íslensku útflutningsaðilarnir flytja fiskinn beint til heildsalans og eru ekki með birgðasöfnun í Bretlandi, heldur selja einungis eftir pöntunum. í sumum tilfellum hefur smærri aðilunum tekist að selja til staðbundinna heildsala og sleppt þannig einum millilið og fengið eitthvað hærra verð fyrir fiskinn. Hvað varðar dreifingu á fiskblokk, þá selja íslensku útflutningsaðilarnir hana beint til fram- leiðanda. Framleiðandinn er í mörgum tilfellum sami aðilinn og er með heildsöluna á fiskflökunum. Flest ef ekki öll framangreindra fyrirtækja eru með fiskiðn- aðarverksmiðju í Bretlandi. Framleiðandinn vinnur ÆGIR - 625
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.