Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Síða 65

Ægir - 01.11.1983, Síða 65
um og niðursoðnum fiski. Þetta er sýnt á línuriti nr. 9. Frá 1978 hefur neysla á frystum fiski aukist um 3% á ári og var orðin 30% af fiskneyslunni árið 1980, sam- kvaemt markaðsrannsókn Ross Food Ltd. Þar kemur einnig fram að við hækkun á verði um 1% þá minnk- ar neyslan um 0,7%. Ef þessi verðteygni í eftir- spurn er borin saman við aðrar matvörur þá er mun óteygnari eftirspurn gagnvart kjöti eða ep = -0,38 á móti -0,7 gagnvart verðbreytingu á fiski, en eftir- spurnin er mun óteygnari gagnvart eggjum eða nálægt núlli samkvæmt framangreindri könnun. Þessu til staðfestingar er vert að bera saman tvö línurit, í fyrsta lagi verð á þorski frá íslandi á breska markaðnum (línurit nr. 7) og í öðru lagi línuritið yfir fiskneyslu á ntann í Bretlandi (línurit nr. 8). Þar sem augljóslega sést að með hækkandi verði minnkar neyslan og öfugt. Þjóðartekjur Breta eru frekar lágar miðað við önnur lönd innan E.B.E. eða um 10% undir meðal- tali átta E.B.E. ríkja, en á árinu 1980 voru þjóðar- tekjur á mann í Bretlandi um 8300 dollarar saman- borið við um 9400 dollarar sem meðaltal E.B.E. ríkj- anna. Aukning þjóðartekna hefur verið mun hægari í Bretlandi en í öðrumE.B.E. ríkjum. Vegnahinnatil- tölulega lágu þjóðartekna vekur það furðu hvað Bretar neyta mikils fisks, sem þrátt fyrir allt er ein dýrasta matvaran á markaðnum. Fiskneysla Breta er ein sú mesta þegar litið er á E.B.E. ríkin sem heild. Skýringin á þessu er sennilega sú hvað fiskur er rót- gróinn í neyslumynstri þjóðarinnar. Þrátt fyrir hina rótgrónu neysluhefð þá hefur hún breyst stórlega á síðustu tíu árum úr ferskum fiski yfir í frosinn og frá breskum í innfluttan fisk. 5.4. Dreifileiðir íslensku fyrirtækin í Bretlandi reka ekki sitt eigið dreifikerfi, heldur er fiskurinn seldur beint til heild- sala eða framleiðenda sem síðan sjá um að dreifa honum. Dreifileiðir á frystum fiski frá íslandi eru sýndar á mynd nr. 1. Þar er greint frá dreifileiðum fisksins allt frá því að hann veiðist og þangað til að Frystur fiskur + 47% Ferskur Niöursoóinn Soöinn fiskur fiskur - 6% fiskur - 32% - 30% Línurit nr. 9. Breytingar á fiskneyslu i Bretlandi 1969-1980. hann er kominn á borð neytandans í Bretlandi. 1 grófum dráttum má skipta dreifileiðum á frystum fiski í tvær megin leiðir, annars vegar fyrir fryst flök og hins vegar fyrir blokk og marning. Þegar fryst flök koma frá íslandi eru þau í flestum tilfellum flutt beint úr skipi til heildsalans, en í sumum tilvikum í frystigeymslu íslenska sölufyrirtækisins, til þess að hafa einhvern fisk á lager ef pantað er með skömmum fyrirvara. Heildsalinn kaupir fiskinn út í reikning og ber þannig sjálfur markaðslega áhættu á að fiskurinn seljist á því verði, sem hann keypti hann. Þegar íslensku fyrirtækin eru búin að afhenda fiskinn til heildsalans þá er sölustarfsemi þeirra lokið og aðrir taka við. Heildsalinn ber einnig áhættu á að lána and- virði fisksins til sinna viðskiptamanna. Það eru nokkrir mjög stórir heildsalar í Bretlandi, sem ráða yfir stórum hluta dreifikerfisins þar í landi. Einna stærstir eru Findus, Ross Food Ltd, Youngs og BIRD EYE, svo einhverjir séu nefndir. Þegar heildsalinn er búinn að fá fiskflökin í hendurnar, selur hann flökin áfram til staðbundinna heildsala. Verðákvörðun milli þessara aðila ákveðst yfirleitt á svo kölluðum opnum markaði. Heildsalarnir tilkynna inn á markaðinn að ákveðið magn sé til sölu á þar tilgreindu verði. Síðan gera staðbundnu heildsalarnir tilboð í þetta magn. Síðan fer það eftir framboði og eftirspurn hvað hið endanlega verð verður. Staðbundnu heildsalarnir sjá um dreifingu til smærri aðila t.d. mötuneyta, veitinga- húsa, fiskbúða og Fish and Chips matsölustaða o.s.frv. Það er ljóst af þessu, að verulegur hluti frystra fisk- flaka, sem flutt eru inn til Bretlands, fer inn á stofn- anamarkað, þar sem ákveðnir innkaupastjórar ann- ast innkaupin fyrir mötuneyti fyrirtækjanna, eða þá hótel eða veitingahúsakeðjur. Hinn endanlegi neyt- andi veit ekkert hvaðan fiskurinn kemur, sem er settur á borð til hans. Smærri íslensku útflutningsaðilarnir flytja fiskinn beint til heildsalans og eru ekki með birgðasöfnun í Bretlandi, heldur selja einungis eftir pöntunum. í sumum tilfellum hefur smærri aðilunum tekist að selja til staðbundinna heildsala og sleppt þannig einum millilið og fengið eitthvað hærra verð fyrir fiskinn. Hvað varðar dreifingu á fiskblokk, þá selja íslensku útflutningsaðilarnir hana beint til fram- leiðanda. Framleiðandinn er í mörgum tilfellum sami aðilinn og er með heildsöluna á fiskflökunum. Flest ef ekki öll framangreindra fyrirtækja eru með fiskiðn- aðarverksmiðju í Bretlandi. Framleiðandinn vinnur ÆGIR - 625

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.