Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 18
heimtur 1-árs seiða núll1) og í grein Þórs Guðjóns- sonar í Árbók félags áhugamanna um fiskrækt 1969- 1973 (32) segir, að af 1389 2ja-ára sjógönguseiðum sem árin 1967 og 1968 voru „í innitjörnum allan tímann“ hafi endurheimtur einnig orðið núll. Endur- heimtur jafngamalla seiða sem voru í útitjörnum seinni vetur þeirra urðu hins vegar 4% í greininni er ekki getið um hitastig í innitjörnunum, en grunur minn er sá, að það hafi aldrei farið undir 5°C, og að 2ja ára seiðin hafi af sömu ástæðu og 1-árs seiðin ekki silfrast, þegar þeim var sleppt í því skyni að þau hyrfu til sjávar. í þessu sambandi hefur verið vitnað til hugs- anlegra áhrifa birtu,þ.e. að hún hafi verið ónóg til silfr- unar í innitjörnunum, en dagslengd eða birtulengd hefur að sjálfsögðu verið hin sama í báðum tilvikum. Tilraun mín í Straumsvík útilokar slíkan möguleika, með því að þau seiði sem silfruðust þar voru í körfu, þar sem birta var mjög lítil og þar sem hugsanleg nei- kvæð áhrif takmarkaðrar birtu (eins og við innilýs- ingu í Kollafirði) voru miklum mun meiri en í inni- tjörnum í Kollafirði. I þessu sambandi skal minnst á svokölluð 0-seiði, en það eru seiði sem hafa náð sjógöngustærð á um 9 mánuðum frá því að viðkomandi hrogn voru sett í klak. Þessum árangri má ná í eldisstöðvum er geta notfært kjörhitastig fyrir klak og eldi. Spurningin er, hvort unnt muni að undirbúa slík seiði til sjógöngu, þannig að endurheimtur verði viðhlítandi. Byrjunar- athugun í Kollafirði við sleppingu 0-seiða mun ekki hafa borið jákvæðan árangur. Og þá vaknar spurn- ingin, hvort þessi seiði hafi verið nægilega „kæld“ til undribúnings silfrunar. Frekari tilraunir verða að skera úr um það, hvort svo hraðalin seiði, sem naum- ast geta orðið nægilega undirbúin fyrir sleppingu fyrr en í ágústmánuði, skili sér í viðhlítandi mæli sem full- þroska laxar á sleppistað. Reynist slíkt mögulegt við okkar aðstæður, er hér um að ræða mikilvægan áfanga fyrir íslenskar eldis- og hafbeitarstöðvar, þar eð framleiðslugeta stöðvanna myndi aukast að miklum mun. 5. TAKA ÞARF FYRIR ÚTHAFSVEIÐAR FÆREYINGA OG GRÆNLENDINGA í þessu sambandi er hér vitnað til greinar sem ég ') Skv. fréttum í Morgunblaðinu frá 21. og 22. sept. 1983 urðu endurheimtur örmerktra seiða sem sleppt var sumarið 1982 í Miðfjarðará. Þverá og Langá nánst engar, eða langt innan við 1%. í þessum tilvikum hefur Veiðimálastofnunin staðnað í núll-farinu að því er endurheimtur sjógönguseiða varðar. birti í Veiðimanninum 1982 (15) og til þriggja greina er birtust í Ægi 1982 og 1983 (11), (12) og (16). Tafla 2 gefur yfirlit yfir úthafsveiðar Grænlendinga og Færeyinga um árabil, og er laxafjöldinn „fram- reiknaður" eins og greint er frá í tilvitnun (16). Það táknar, að áætluð áhrif þessara veiða eru metin í skertri laxagengd til laxalandanna samanlagt, en minnkunin nemur nokkurn veginn hinum framreikn- uðu tölum. Tafla 2. Grœnlandsveiðar Fœreyjaveiðar Tonn Framreiknaður Tonn Framreikn. laxafj. íþús. laxafj. í þús. 1971 2.689 1.008 1972 2.113 790 1973 2.341 880 1974 1.917 720 1975 2.030 760 1976 1.175 440 1977 1.420 530 40 15 1978 984 370 51 19 1979 1.395 523 194 73 1980 1.194 450 718 270 1981 1.200 450 (’80-81) 1.200 450 1982 1.200 450 (’82-82) 750 280 (’82-83) 600 225 Til samanburðar: Heildarlaxveiði á íslandi 1982 var um 150 tonn. a) Grœnlandsveiðarnar. Þessar veiðar hófust í verulegum mæli árið 1964, en þá voru tekin í net við vesturströnd Grænlands 1539 tonn. Hámarki náðu þær 1971 (2.689 tonn). Áhrif þessara veiða komu fljótt í ljós í Kanada og á Bret- landseyjum, og fyrir þrýsting frá Kanada og fleiri löndum hefur aflakvóti Grænlendinga verið minnk- aðuríum 1.200 tonn. Væntanlegadraga þessarveiðar úr samanlagðri laxagengd til laxalandanna við Atlantshaf nokkurn veginn í samræmi við þær fram- reiknuðu tölur er lesa má af töflu 2. En það sem til lengdar mun reynast neikvæðara er að þessar veiðar eyða 2ja ára laxi í sjó (vænum laxi) án þess að skerða smálaxastofninn. Er nú svo komið, að vænn lax er með öllu horfinn úr mörgum kanadískum ám. Á grundvelli 66. gr. Hafréttarsáttmálans mætti ef til viU stöðva úthafsveiðar Grænlendinga. En torveldara mun reynast, ef ekki ógerlegt, að koma náttúrlegum stórvöxnum laxastofnum í þær ár, þar sem slíkir fiskar fyrirfinnast ekki lengur. Að þessu leyti hafa Grænlandsveiðarnar eflaust haft skaðleg áhrif a 578-ÆGIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.