Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 63

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 63
Þessi minnkun á fiskafla bresku veiðiskipanna hefur verið mesti orsakavaldur þess, að framboð á botnfisk- tegundum hefur minnkað á markaðnum. Til þess að mæta eftirspurninni, urðu Bretar að fá fisk annars staðar frá. Þá lá beinast við að auka inn- flutning frá þeim þjóðum, sem fengu yfirráð yfir miðum samkvæmt þeirri nýskipan hafréttarmála, sem átti sér stað. Innflutningur á ferskum fiski hefur nær tvöfaldast frá 1970 til 1982, eða úr 35 þúsund tonnum í 67 þúsund tonn. Þetta kemur fram á línuriti nr. 3. Mest af ferska fiskinum kemur frá Hollandi en þaðan kemur mikið af kola, síðan frá Danmörku og íslandi, en þaðan kemur mest af þorski. Með innflutningi á ferskum fiski er átt við landanir erlendra skipa í Bret- landi ásamt innflutningi með öðrum flutningstækjum, kæliskipum eða flugvélum. Innflutningur á frystum fiski til Bretlands hefur stóraukist frá 1970 eða úr 55 þúsund tonnum í um 107 þúsund tonn á síðasta ári eða um 100%. Sjálínurit nr. 2. Það er ljóst, að Bretar hafa þurft að auka sinn inn- flutning á frystum fiski til þess hreinlega að mæta eftirspurninni innan lands. Með frystum fiski er átt við, eins og fyrr, heilfrystar botnfisktegundir, flök, blokk og marning. Af botnfisktegundum er lang mest flutt inn af þorski og ýsu. Ef litið er á hvaða lönd flytj a út frystan fisk til Bretlands kemur í ljós, að Noregur og ísland hafa um 50% af innflutningnum. Þetta er sýnt á töflu nr. 2, sem sýnir hlutfallslega skiptingu á innflutningi á frystum fiski til Bretlands eftir löndum. Danmörk og Kanada hafa einnig töluverða hlutdeild í innflutningnum. Aukningin hefur verið mest hjá Kanadamönnum eða úr 5% hlutdeild í 12% hlutdeild á síðasta ári. íslendingar hafa haft um 20% hlutdeild af því magni af frystum fiski, sem er flutt inn til Bret- lands og hefur það lítið breyst síðustu fjögur árin. Framangreindir þrír þættir mynda heildarframboð Línurit nr. 4. Afli breskra skipa landaður í Bretlandi í þús. tonna (botnfiskteg.)* = botnfisktegundir til manneldsis. 755 Línurit nr. 5. Heildarframboð af botnfisktegundum á breska mark- aðnum (íþús. tonna). af botnfiski á breska markaðnum að teknu tilliti til útflutnings. Heildarframboðið hefur mjög breyst frá 1970 eins og áður er sagt og er þá átt við magnbreyt- ingar innan þriggja ofangreindra þátta. Þessi breyting er sýnd grafískt á línuriti nr. 6. Þar kemur fram, að framboð á innfluttum frystum fiski hefur aukist um 95%, ferskum um 91% en 46% minnkun á framboði afla á breskum veiðiskipum. Af því, sem að framan er sagt er ljóst, að heildarframboðið hefur minnkað, eða úr 755 þúsund tonnum árið 1970 í 540 þúsund tonn. (Sjá línurit nr. 5). Hvað framtíðina varðar er ljóst, að breski markað- urinn verður mun háðari innflutningi á botnfisk- tegundum en áður var. Til þess að mæta eftirspurn- inni af fiski, verður markaðurinn að treysta á inn- flutninginn vegna þess, að það er ekki sjáanlegt, að fiskafli Breta aukist á hefðbundnum botnfiskteg- undum eins og þorski og ýsu. Einnig verður að hafa í huga, að Bretar hafa aukið mjög afla sinn á upp- sjávartegundum eins og makríl. í dag er hann að mestu leyti fluttur út til þriðja heimsins, en þó hefur neysla hans aukist í Bretlandi vegna þess að hann er mjög ódýr. Einnig hefur framboð á síld aukist. Þrátt fyrir að framboð á uppsjávartegundum hafi aukist og neysla þeirra einnig þá er ljóst, að þessar tegundir koma ekki í staðinn fyrir hefðbundnar botnfiskteg- undir eins og þorsk, ýsu og kola. Innflutningur á ferskum fiski + 91% Innflutningur á frystum fiski + 95% Landanir breskra skipa í Bretlandi - 46% Línurit nr. 6. Breytingar á framboði botnfisktegunda 1970-1982. ÆGIR-623
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.