Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 62

Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 62
Höskuldur Ásgeirsson: Markaður fyrir frystar botnfisktegundir í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu 2. hluti. 5. Bretlandsmarkaðurinn 5.1Inngangur Nú verður greint frá helsta markaði íslendinga fyrir frystan fisk í ríkjum E.B.E. Eins og flestum er kunn- ugt er Bretlandsmarkaðurinn lang mikilvægasti markaðurinn þar, en um og yfir 80% af öllum útflutn- ingi íslendinga til E.B.E. á frystum botnfiskteg- undum hefur farið á Bretlandsmarkaðinn. Hér á eftir verður fjallað um ýmsa mikilvæga þætti frá markaðs- legu sjónarmiði s.s. hve mikið framboð er af frystum fiski á markaðnum, hverjir bjóða það, hvernig eru dreifileiðirnar frá innflytjanda til neytenda. Þá verður litið á eftirspurnarhliðina, hverjar eru tekjur fólksins, neysla pr. mann og breytingar á henni og síðan stöðu Islendinga á viðkomandi markaði. Petta er í grófum dráttum hvernig fjallað verður um Bretlandsmark- aðinn. Rétt er að geta þess að í ritgerðinni er einnig getið um aðra helstu markaði fyrir frystan botnfisk í Efnahagsbandalagsríkj unum. Framboð Framboð á fiski hefur breyst mjög mikið á síðustu tíu árum. Breytingin hefur ekki aðeins falist í minnk- uðu magni, heldur einnig í því, hvaða aðilar bjóða fisk inn á markaðinn. Ef litið er á framboð á botnfisk- tegundum má skipta því í þrjá meginþætti. í fyrsta lagi landanir breskra skipa í Bretlandi, í öðru lagi inn- Línurit nr. 2. Innflutningur áfrystum fiski til Bretlands. 1 þúsundum tonna (botnfisktegundir). flutningur á ferskum fiski og í þriðja lagi innflutningur á frystum fiski. Einnig er tekið tillit til útflutnings, þegar heildarframboðið á markaðnum er metið. Um langt árabil sáu bresk veiðiskip um mest af þvi framboði sem var á breska markaðnum fyrir botn- fisktegundir. Fiskafli skipanna var um og yfir 90% af því fiskmagni, sem kom inn á markaðinn. Innflutn- ingur á ferskum eða frystum fiski var mjög lítill, þvl bresku veiðiskipin gátu annað eftirspurninni innan lands að verulegu leyti. Með útfærslu efnahagslög- sögunnar á Norður-Atlantshafi á áttunda áratugnum varð mjög mikil breyting á því magni, sem bresku veiðiskipin veiddu. Bresku veiðiskipin voru útilokuð frá hefðbundnum veiðimiðum, sem þau höfðu stundað í fjölda ára. Þetta varð þess valdandi, að fiskafli Breta á botnfisktegundum í Norður-Atlants- hafi stór minnkaði. Fisklandanir breskra skipa 1 Bretlandi á botnfiski eru sýndar á línuriti nr. 4. Þar kemur fram, að afli skipanna hefur minnkað úr 673 þúsund tonnum í 380 þúsund tonn á síðasta ári. Her er eingöngu átt við fisk, sem beinlínis fer til manneld- is. Af þessu sést, að fiskaflinn hefur minnkað um 50% á þessum árum. Aflinn hefur minnkað jafnt og þett allan áttunda áratuginn en þó mest milli 1976 og 1979. 84 Línurit nr. 3. Innflutningur á ferskum fiski til Bretlands íþús. tonna (botnfiskteg.)* * = bráðabirgðatölur 622-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.