Ægir - 01.11.1983, Síða 62
Höskuldur Ásgeirsson:
Markaður fyrir frystar
botnfisktegundir í ríkjum
Efnahagsbandalags Evrópu
2. hluti. 5. Bretlandsmarkaðurinn
5.1Inngangur
Nú verður greint frá helsta markaði íslendinga fyrir
frystan fisk í ríkjum E.B.E. Eins og flestum er kunn-
ugt er Bretlandsmarkaðurinn lang mikilvægasti
markaðurinn þar, en um og yfir 80% af öllum útflutn-
ingi íslendinga til E.B.E. á frystum botnfiskteg-
undum hefur farið á Bretlandsmarkaðinn. Hér á eftir
verður fjallað um ýmsa mikilvæga þætti frá markaðs-
legu sjónarmiði s.s. hve mikið framboð er af frystum
fiski á markaðnum, hverjir bjóða það, hvernig eru
dreifileiðirnar frá innflytjanda til neytenda. Þá verður
litið á eftirspurnarhliðina, hverjar eru tekjur fólksins,
neysla pr. mann og breytingar á henni og síðan stöðu
Islendinga á viðkomandi markaði. Petta er í grófum
dráttum hvernig fjallað verður um Bretlandsmark-
aðinn. Rétt er að geta þess að í ritgerðinni er einnig
getið um aðra helstu markaði fyrir frystan botnfisk í
Efnahagsbandalagsríkj unum.
Framboð
Framboð á fiski hefur breyst mjög mikið á síðustu
tíu árum. Breytingin hefur ekki aðeins falist í minnk-
uðu magni, heldur einnig í því, hvaða aðilar bjóða
fisk inn á markaðinn. Ef litið er á framboð á botnfisk-
tegundum má skipta því í þrjá meginþætti. í fyrsta
lagi landanir breskra skipa í Bretlandi, í öðru lagi inn-
Línurit nr. 2. Innflutningur áfrystum fiski til Bretlands. 1 þúsundum
tonna (botnfisktegundir).
flutningur á ferskum fiski og í þriðja lagi innflutningur
á frystum fiski. Einnig er tekið tillit til útflutnings,
þegar heildarframboðið á markaðnum er metið.
Um langt árabil sáu bresk veiðiskip um mest af þvi
framboði sem var á breska markaðnum fyrir botn-
fisktegundir. Fiskafli skipanna var um og yfir 90% af
því fiskmagni, sem kom inn á markaðinn. Innflutn-
ingur á ferskum eða frystum fiski var mjög lítill, þvl
bresku veiðiskipin gátu annað eftirspurninni innan
lands að verulegu leyti. Með útfærslu efnahagslög-
sögunnar á Norður-Atlantshafi á áttunda áratugnum
varð mjög mikil breyting á því magni, sem bresku
veiðiskipin veiddu. Bresku veiðiskipin voru útilokuð
frá hefðbundnum veiðimiðum, sem þau höfðu
stundað í fjölda ára. Þetta varð þess valdandi, að
fiskafli Breta á botnfisktegundum í Norður-Atlants-
hafi stór minnkaði. Fisklandanir breskra skipa 1
Bretlandi á botnfiski eru sýndar á línuriti nr. 4. Þar
kemur fram, að afli skipanna hefur minnkað úr 673
þúsund tonnum í 380 þúsund tonn á síðasta ári. Her
er eingöngu átt við fisk, sem beinlínis fer til manneld-
is. Af þessu sést, að fiskaflinn hefur minnkað um 50%
á þessum árum. Aflinn hefur minnkað jafnt og þett
allan áttunda áratuginn en þó mest milli 1976 og 1979.
84
Línurit nr. 3. Innflutningur á ferskum fiski til Bretlands íþús. tonna
(botnfiskteg.)*
* = bráðabirgðatölur
622-ÆGIR