Ægir - 01.11.1983, Blaðsíða 19
íslenska laxastofna, og þá væntanlega einkum suð-
vestanlands. Að mati stangveiðimanna hafa þessir
stofnar orðið sífellt smávaxnari síðustu áratugina.
Um þetta atriði eru án efa í fórum Veiðimálastofnun-
arinnar nokkur gögn, en stofnunin hefur mér vitan-
lega ekki birt neina úrvinnslu á þessu sviði.
Laxagengd til laxalandanna við norðanvert At-
lantshaf, bæði í Kanada og í Evrópulöndunum, hefur
„aðlagast“ Grænlandsveiðunum tvo síðustu áratug-
ina án þess að bíða afhroð. Þó er auðsætt, að saman-
lagðar veiðar þessara landa hefðu orðið meiri á þessu
tímabili sem nemur nokkurn veginn þeim framreikn-
uðu aflatölum Grænlendinga sem lesa má af töflu 2,
niargfölduðum með meðalveiðiálagi landanna.
Hefð Grænlendinga varðandi úthafsveiðarnar er
þegar slík, að sennilega mætti skilgreina það sem
„economic dislocation“ (í þýðingu prófessor Gunnars
G. Schram: „efnahagslegt áfall“), væru veiðarnar
stöðvaðar bótalaust. Samkvæmt 66. gr. Hafréttar-
sáttmálans, 2. málsgr., gætu laxalöndin sameiginlega
stöðvað þessar veiðar utan 12 mílna strandlínu Græn-
lands, en myndi þó skylt í þessu sambandi að taka til-
lit til þess, hvort slíka stöðvun mætti túlka sem „eco-
nomic dislocation“ fyrir landið. Fyrir Færeyjaveiðun-
um er hins vegar engin söguleg hefð, svo sem drepið
verður á síðar.
Samkvæmt Reykjavíkursamningnum, sem undir-
ritaður var sumarið 1982, gilda um laxveiðar bann-
ákvæði utan 12 mílna strandlínu fyrir öll laxalöndin
við norðanvert Atlantshaf, en undanskilin eru tvö
lönd sem framleiða engan lax, nefnilega Færeyjar og
Grænland (Færeyjar framleiða að vísu hungurlús, er
gæti numið örfáum hundruðum laxa á ári). Skv.
þessum samningi hafa Grænlendingar leyfi til lax-
veiða allt að 40 sjómílum frá strandlínu, en Færey-
ingar innan 200 mílna fiskveiðilögsögu eyjanna.
Reykjavíkursamningurinn getur að sjálfsögðu ekki
brotið í bága við Hafréttarsáttmálann, en í hinum
síðar nefnda er tekið tillit til veiðiréttar þeirra landa,
er verða myndu fyrir efnahagslegu áfalli (economic
dislocation), væru hefðbundnar veiðar þeirra stöðv-
aðar.
Dr. Gunnar G. Schram, þjóðréttarfræðingur og
prófessor, og Eyjólfur K. Jónsson, lögfræðingur og
alþingismaður, hafa með greinum í Morgunblaðinu
sýnt fram á, að skv. 66. grein Hafréttarsáttmálans
gætu laxalöndin við norðanvert Atlantshaf (uppruna-
lönd laxins) sameiginlega takmarkað eða stöðvað
tneð öllu úthafsveiðar Færeyinga og Grænlendinga.
Vil ég í þessu sambandi sérstaklega vísa til greinar
prófessors Gunnars, er birtist í Morgunblaðinu 17.
júlí 1982. Þessir sérfræðingar eru hnútunum kunnug-
ir, með því þeir sátu í fastanefnd íslands á fjöl-
mörgum Hafréttarráðstefnum, en þar munu Islend-
ingarnir hafa átt drjúgan þátt í samningu 66. greinar-
innar. Tilvísanir til hennar í þessari greinargerð
grundvallast á túlkun þeirra Gunnars og Eyjólfs um
lagagildi greinarinnar.
b) Færeyjaveiðarnar.
Það brá svo við, strax og þessar veiðar hófust í
verulegum mæli á vertíðinni 1979-1980 (þá veiddust
718 tonn), að heildarlaxveiði á Bretlandseyjum og ís-
landi hrapaði um 40-50%, en á Norðausturlandi varð
rýrnunin rúmlega 85% (16). Skv. töflu 2, og að sögn
Færeyinga, drógu þeir talsvert úr veiðinni á vertíð-
unum 1981-82 og 1982-83. Af fréttum sem dagblöðin
hafa flutt má ætla, að á Suðvesturlandi hafi laxveiðin
1983 verið nokkru betri en 1982. Á Austur- og Norð-
austurlandi virðist um að ræða ámóta ördeyðu og
sumrin 1981 og 1982, og má búast við að laxveiði
þurrkist þar út, að óbreyttum Færeyjaveiðum. En
það sem einkum vekur athygli er, að áhrif Færeyja-
veiðanna virðast færast í aukana fyrir Norðurlandi.
Þannig brást drottning íslenskra veiðivatna, Laxá í
Aðaldal, hrapallega sumarið 1983 og talsvert verr en
1982, en þá var hún ekki hálfdrættingur á við það sem
venjulegt er. Fáir laxar hafa veiðst í ánni og flestir
smáir. Og svo lítur út sem gjöfulasta laxveiðisvæði
Norðurlands, Húnavatnssýslur, gefi nokkru færri
laxa en sumarið 1982, sem var mjög lélegt. Þá er það
ills viti, að af 20.000 óvenju stórvöxnum og vel undir-
búnum sjógönguseiðum sem sleppt var í stöðuvatnið
Lón í Kelduhverfi 1981, hafa endurheimtur af vænum
laxi sumarið 1983 verið með ólíkindum rýrar, sé
miðað við fyrstu tilraunasleppingu á þessum stað
1978. Af 600 sjógönguseiöum sem þá var sleppt í Lón
veiddust alls 35 laxar í silunganet sumrin 1979 og
1980, eða alls 5.8%. En fullvíst má telja, að fleiri
laxar frá þessari sleppingu hafi gengið í Lónið, því að
gildru hafði þá ekki verið komið fyrir þar (21).
Spyrja má, hvernig á því standi, að áhrifa Færeyja-
veiðanna á laxagengd til Evrópulanda sýnast miklu
meiri en áhrif Grænlandsveiðanna, þó að þær síðar-
töldu hirði nú, skv. uppgefnum aflatölum, talsvert
meira af laxi. Hér virðist mér, að einkum tvennt geti
komið til: í fyrsta lagi hefur, eins og fyrr var nefnt,
laxagengd til heimalandanna aðlagast eða komist í
eins konar jafnvægi við Grænlandsveiðarnar, sem
hafa haldist nær óbreyttar síðustu 7 árin. En óhjá-
ÆGIR-579