Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 8
60 ÆGIR 2/91 menn væru sendir á fiskisýningar erlendis, panta sýnishorn af veiðarfærum, skipum og bátum, er til bóta þætti o.s.frv. og er „eigi efamál, að slíkt félag, ef því væri vel stjórnað og landsmenn og landsstjórn sýndi því áhuga, mundi gera hið mesta gagn". Nú liðu næstu tveir áratugir án þess að nokkuð markvert gerðist í félagsmálinu, en á fyrsta áratug þessarar aldar verða atburðir, sem hafa áhrif á gang málsins. Þegar Matthías Þórðarson frá Móum hóf útgáfu tímaritsins Ægis 1905 var minnst á það í fyrstu árgöngum ritsins að nauðsynlegt væri að alls- herjarfélag til eflingar fiskveið- unum yrði stofnað. Það sama ár 1905 voru fyrstu lögin um fisk- veiðasjóð samþykkt á Alþingi. í fjórðu grein þeirra laga er beinlínis gert ráð fyrir því, að slíkt alls- herjarfélag verði stofnað, en þar segir svo: „Verði stofnað almennt fiskveiða- eða útgerðarfélag fyrir land allt, í nokkurri líkingu við Búnaðarfélag íslands, skal leita álits slíks félags um lánveitingar, styrkveitingar og verðlaunaveit- ingar". Á þessum tíma var mönnum að verða æ Ijósara að fiskveiðarnar voru á góðum vegi með að verða undirstöðuatvinnuvegur og mundu um ófyrirsjáanlega framtíð verða meginstoð efnahagslegra framfara í landinu. í febrúarmánuði hafði félagsmálið loks þróast svo að haf- inn var undirbúningur að stofnun allsherjarfélags til eflingar fisk- veiðunum. Stofnfundur félagsins var haldinn hinn 20. febrúar 1911 og við það miðast aldur Fiskifélags íslands. Útgáfa Ægis var í höndum Matthíasar frá 1905 til 1908 en þá lagðist útgáfa þess niður til ársins 1912 að Fiskifélagið tók ritið að sér undir sömu ritstjórn og áður. Ægir var upphafið að útgáfustarf- semi félagsins en blaðið var í upp- hafi stofnað í þeim tilgangi að vera fræðslu- og fréttarit fyrir sjávar- útveginn og hefur svo verið alla tíð síðan. Hinn 30. júní 1913 var fyrsta Fiskiþingíð haldið. í upphafi var svo ráð fyrir gert af Fiskifélags- mönnum að halda Fiskiþing á líkum tíma og Alþingi, þannig að félaginu gæfist sem best tækifæri til að hafa áhrif á gang sjávarút- vegsmála á Alþingi. Fiskiþing var því haldið annað hvert ár meðan svo var um Alþingi og raunar miklu lengur eða til 1971. Árið 1925 var félaginu falið með lögum að safna aflaskýrslum. Þessa söfnun hafði félagið hafið snemma eða 1914, en hún þótti í ólestri hjá hagskýrsludeild ríkisins. Þegar söfnunin varð lagaskylda rættist fyrst úr. Árið 1926 tekur félagið við útgáfu Sjómannaalmanaksins af stjórnarráðinu og hefur annast hana síðan. Kemur rit þetta út árlega og hefur inni að halda margvíslegar upplýsingar fyrir sjómenn og fróðleik, sem gagnlegt Sílcí háfuð úr nót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.