Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 22
74
ÆGIR
2/91
Gunnar B. GuÖmundsson:
Reykjaneshryggurmn
og jarðskjálftamælingar á honum
sumarið 1990
Inngangur
Síðastliðið sumar var 18 jarð-
skjálftamælum komið fyrir á
Reykjaneshryggnum, á svæði sem
náði allt að 170 km suðvestur af
Reykjanestá. Mælarnir voru settir
niður um mánaðamótin júní-júlí
og heimtir aftur um mánaðamótin
júlí-ágúst. Mælarnir voru stilltir
inn á stöðuga skráningu frá 1 .-25.
júlí og á þeim tíma mældust 225
atburðir sem komu fram á 5 hafs-
botnsmælum eða fleiri.
Reykjaneshryggur
Á sjöunda áratugnum þróuðust
hugmyndir manna um svokallaða
flekakenningu og var það ekki síst
vegna rannsókna á hafsbotninum.
Samkvæmt kenningunni skiptist
yfirborð jarðar upp í mismunandi
stóra fleka sem afmarkast af til-
tölulega mjóum jarðskjálftabelt-
um. Þessi jarðskjálftabelti eru
kölluð flekamót og geta verið neð-
ansjávarhryggir (ridges), þver-
gengi (transform faults) eða djúp-
sjávarrennur (trenches). Flekarnir
eru um 100 km á þykkt og hvíla á
deigu lagi sem nefnist lághraðalag
og nær niður á um 350 km dýpi.
Flekarnir fljóta á þessu lagi og
aflagast lítt þó breidd þeirra geti
verið mörg þúsund kílómetrar. Á
hryggjunum færast flekarnir horn-
rétt út frá hryggjarásnum. Á þver-
gengjunum verður skerhreyfing og
við djúpsjávarrennurnar renna
flekarnir niður í möttulin og eyð-
ast.
Mynd 1. Upptök jaröskjálfta á Mið-Atlantshafshrygg 1962-1980, staösett með
alþjóðlegu neti jarðskjálftamæla. Hlutar hryggjarins sem sjást á myndinni eru
Charlie-Gibbs þversprungan, Reykjaneshryggur, ísland, Kolbeinseyjarhryggur og
)an Mayen þversprungan. (Úrgrein Sveinbjörns Björnssonar og Páls Einarssonar,
1981, larðskjálftar. Náttúra íslands, 121-155).