Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 38
90 ÆGIR 2/91 Útflutningur sjávarafurda SH og Sjávarafurðadeildar 5/5 1990 Ægi hafa borist upplýsingar frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild Sambandsins um heildarútflutning og verðmæti fram- leiðslunnar og fara þær hér á eftir. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Heildarútflutningur Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna nam liðlega 94 þúsund tonnum á árinu 1990, en það er um tvö prósent minna í magni talið en árið 1989. Aftur á móti reyndust verðmæti útflutnings SH vera tæplega 19 milljarðar króna miðað við CIF - verðmæti eða u.þ.b. 25% meira í krónum talið en 1989. Árið 1990 reyndist því með þeim betri í sögu félagsins. hað lætur nærri að SH, sem var stofnað árið 1942, flytji út u.þ.b. fjórðung af öllum sjávaraf- urðum landsmanna. Vesturevrópski markaðurinn, sem hefur verið í mikilli sókn, er nú orðinn stærsti útflutningsmark- aður samtakanna með yfir 50% af heildarútflutningi SH, en stærsta einstaka viðskiptalandið er Banda- ríkin. í fyrra varð samdráttur í sölu til Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Asíulanda. Mesta verðmætaaukningin í EB-ríkjum Þegar á skiptingu heildarútflutn- ings er litið, kemur í Ijós að á nýliðnu ári reyndust ríki innan Evrópubandalagsins vera stærstu kaupendur afurða framleiðenda innan vébanda SH. Hlutfallslega mest magnaukning reyndist vera á sölusvæði IFPL, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvarinnar í Bretlandi, eða 33.7%. Salan í tonnum jókst úr 9.5 þúsund tonnum í tæp 13 þús. tonn, en sölutekjur hækkuðu um 100.0% í krónum talið. Hin mikla verðmætaaukning er þannig ekki aðeins afleiðing af auknu magni, heldur og vegna mikilla verðhækkana á fiski og hækkuðu gengi sterlingspundsins. Alls seldust sjávarafurðir til Bretlands fyrir rúmlega 2.6 millj- arða króna (FOB verðmæti) á árinu. Frakkland reyndist góður markaður Annað stærsta markaðsland Sölumiðstöðvarinnar á nýliðnu ári miðað við útflutningsverðmæti var Frakkland. Alls fóru til I.F.P.E. dótturfyrirtækis SH í París, 17.3 þúsund tonn sem seldust fyrir 3.2 milljarða króna í fyrra, en 13.9 þúsund tonn sem seldust fyrir rúmlega 1.6 milljarða króna árið áður. Mikil eftirspurn í Þýskalandi Mikil söluaukning var enn- fremur á s.l. ári hjá VIK, dóttur- fyrirtæki SH í Þýskalandi og reyndist verðmætaaukningin vera um 68% milli áranna 1989 og 1990, fór úr 1.8 milljörðum í 3 milljarða króna. Sala í tonnum var 12.7 þúsund tonn árið 1989, en 16.4 þús. þús. tonn í fyrra. Mikil eftirspurn eftir frystum sjávaraf- urðum var allt sl. ár á Þýskalands- markaði, sem er ein af skýringum mikillar verðhækkunar. Samdráttur á öðrum mörkuðum Útflutningur á frystum sjávaraf- urðum til Bandaríkjanna dróst saman að magni til um 24% á sl. ári miðað við 1989, en þangað seldust tæplega 21 þúsund tonn á móti um 27 þúsund tonnum árið áður. í verðmætum nam samdrátt- urinn um 14% á sama tímabili, þ.e. fór úr 5.9 milljörðum króna í um 5.1 milljarð króna. Það háði bandaríska markaðnum að gengi Bandaríkjadalsins lækkaði veru- lega gagnvart helstu gjaldmiðlum Evrópu, en miklar verðhækkanir urðu vestanhafs á árinu. Ovissu- ástand og ört versnandi efnahagur Sovétríkjanna varð til þess að útflutningur þangað dróst saman milli ára um 31 %, eða fór úr tæp- lega 7 þúsund tonnum í 4.7 þús- und tonn í fyrra. Ljóst er að erfið- leikatímabilið í Sovétríkjunum og öðrum ríkjum A-Evrópu heldur áfram og hefur áhrif á sölu íslenskra sjávarafurða til þessa heimshluta. Samdráttur í veiðum og þar með sölu á loðnu og grálúðu er ein helsta ástæðan fyrir því að sala til Asíulanda dróst saman um 5.6% að verðmæti og 24% í tonnum tal- ið á sl. ári. SH hefur formlega opnað sölufyrirtæki í Tókíó, sem styrkir mjög sölu- og markaðsstarf- semi samtakanna í Asíu. Mikil söluaukning í laxi SH jók verulega útflutning á ferskum íslenskum laxi á sl. ári og seldi alls um 1.200 tonn fyrir 350 milljónir króna. Árið áður seldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.