Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 56
108
ÆCIR
2/91
Loft og síður vinnuþilfars er einangrað með 100
mm steinull og klætt með ryðfríu stáli.
Fiskilest:
Fiskilest er einangruð með polyurethan og klædd
með stáli. Kæling er með kælileiðslum í lofti lestar.
Lestin er útbúin fyrir 660 I fiskkör, en í þeim hluta
lestar, sem ekki nýtist fyrir fiskkör, er áluppsti11ing. Þá
er einnig unnt að hafa uppstillingu í allri lestinni.
Aftast á lest er eitt lestarop (1880x1800 mm) með
álhlera á karmi. Fiskilúga er fremst á vinnuþilfari. Þá
er stigahús að lest, s.b.-megin aftast í íbúðarými. Á
efra þilfari, uppi af lestarlúgu, er losunarlúga
(2160x2180 mm) með stálhlera slétt við þilfar. Fyrir
affermingu er krani.
Vindubúnadur, losunarbúnaður:
Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (háþrýsti-
kerfi) frá Norlau A/S og er um að ræða tvær togvind-
ur, fjórar grandaravindur, tvær hífingavindur, tvær
hjálparvindur afturskips fyrir pokalosun og útdrátt á
vörpu og tvær bakstroffuvindur, auk þess er neta-
vinda frá Sjóvélum hf. Kraftblakkarbúnaður er frá
Björshol A/S og losunarkrani frá HMF.
Aftast á neðra þilfari, í sérstöku vindurými, eru
tvær togvindur (splittvindur), hvor búin einni tromlu
og knúin af einum vökvaþrýstimótor.
Tæknilegar stærðir (hvor vinda):
Tromlumál 325 mmo 1250 mmo
Víramagn á tromlu x 870 mm 800 faðmar af 2 3/4" vír
Togátak á miðja tromlu 8.9 tonn
Dráttarhraði á miðja tromlu 73 m/mín
Vökvaþrýstimótor BauerHMH 9-130-110
Afköst mótors 146 hö
Þrýstingsfall 180 kp/cnr’
Olíustreymi 390 l/mín
Grandaravindur eru fjórar af gerðinni M)9, stað-
settar fremst á efra þilfari. Hver vinda er búin einni
tromlu (300 mmo x 1450 mmo x 500 mm) og knúin
af Bauer HMJ 9-9592 vökvaþrýstimótor, togátak á
tóma tromlu (1. víralag) er 10 tonn og tilsvarandi
dráttarhraði 65 m/mín. Tvær vindurnar eru auk þess
búnar útkúplanlegum keðjuskífum, gerð Mj9-k20.5,
og notaðar einnig sem akkerisvindur.
Tvær hífingavindur af gerðinni MB7 eru á brúar-
reisn, aftan við brú. Hvor vinda er búin einni tromlu
(273 mmo x 700 mmo x 400 mm), og knúin af Bauer
HMB 7-9592 vökvaþrýstimótor, togátak á tóma
tromlu (1. víralag) er 7.5 tonn og tilsvarandi dráttar-
hraði 44 m/mín.
Úr lest skipsins.
Pokalosunarvinda, af gerðinni RR1000, er á tog-
gálgapalli. Hún er búin einni tromlu (250
mmo x 650 mmo x 300 nim) og knúin af einum
Danfoss OMVS 630 vökvaþrýstimótor um gír (7:1),
togátak á tóma tromlu (1. víralag) er 5.0 tonn.
Útdráttarvinda, af gerðinni RR500, er staðsett á
toggálga. Hún er búin einni tromlu og knúin af einum
Danfoss OMVS 315 vökvaþrýstimótor um gír (5:1),
togátak á tóma trornlu (1. víralag) er 3.0 tonn.
Tvær bakstroffuvindur, af gerðinni S.200, eru á
pokamastri, togátak 0.5 tonn.
Kraftblökk er af gerðinni Triplex 504/300/2B, og
færslublökk af gerðinni Triplex TRH70.
Fiskidæla er af 12" gerð frá Karmoy A/S.
Netavinda er frá Sjóvélum hf., togátak 3 tonn, og
er fremst á vinnuþilfari, s.b.-megin.
Aftarlega á togþilfari, b.b.-megin við vörpurennu,
er vökvaknúinn losunarkrani, gerð M180K3, lyftigeta
18 tm, armlengd 9 m, búinn 2ja tonna vindu.
Rafeindatæki, tæki i brú o.fi:
Ratsjá: Kelvin Hughes, Concept 2000 T (3 cm X),
96 sml ratsjá með dagsbirtuskjá
S.b.-togvincia skipsins aftast i milliþilfarsrými.