Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 40

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 40
92 ÆGIR 2/91 vinnslu slíkra verðauka pakkninga í framtíðinni. íslenskar sjávarafurðir hf. munu leggja mikla áherslu í framtíðinni á aukið starf á þessum vettvangi. Bandaríkin Heildarsala lceland Seafood Corporation dróst lítið eitt saman að magni til milli ára eða úr 82.9 millj. punda í 77.8 millj. Þrátt fyrir minna magn jókst verðmætið um 4%, fór úr 132.7 milljónum í 138.1 millljón dollara. Starfsemi fyrirtækisins er tvíþætt. Sala á flakapakkningum og framleiðsla og sala fiskrétta sem framleiddir eru aðallega úr blokkum. Vegna mikilla hækkana á fisk- flökum í Evrópu á síðasta ári og aukinnar framleiðslu fyrir markaði þar, skapaðist vöntun hjá fyrir- tækjum um eða upp úr miðju ári og hélst út árið. Segja má að lagt sé upp á nýju ári með afar litlar birgðir. Asía Söluskrifstofa sjávarafurða- deildar (nú íslenskar sjávarafurðir hf.) í Reykjavík sá um sölu til Asíu. Aðalviðskiptalöndin eru Japan, Taiwan og Kórea. Útflutningur árið 1990 varð 8.870 tonn en var 12.880 tonn árið áður. Ástæða þessa samdráttar er meðal annars mun minni grálúðuveiðar og nán- ast engin loðnuframleiðsla. Aðrar tegundir sem seldar eru til Asíu eru aðallega karfi, flatfiskur og síld. Vegna minni grálúðufram- leiðslu á íslandi, hélst verð á grá- lúðu mjög hátt fram eftir árinu en féll síðan í lok ársins. Aðrar þjóðir fylltu í skörðin með auknum veið- um. Sala hefur skipst þannig að Japanir kaupa smærri lúðuna en Taiwanbúar þá stærri og mun fljótlega koma í Ijós hvort þessir markaðir ná að jafna sig fyrir nýja vertíð á íslandi. Sovétríkin Útflutningur dróst mjög mikið saman, varð 1.900 tonn á móti 3.230 tonnum árið áður. Eins og kunnugter affréttum réyndist erfitt að ná fram greiðslum fyrir fisk sem afskipað var um mitt ár. Var því ákveðið að stöðva framleiðslu þó ekki væri búið að framleiða upp í gerða samninga. Mjög óljóst er um framhald Sovétviðskiptanna og ekki ástæða til að reikna með þeim í sama formi og þau hafa verið til fjölda ára. Hér að framan er tafla sem sýnir verðmæti og magn útflutnings Sjávarafurðadeildar árin 1990 og 1989, svo og iínurit sem sýnir skiptingu frystra afurða á einstök markaðssvæði sömu árin. Sjófryst beita - ferskari en fersk Seefreeze sérhæfir sig í úrvals sjófrystum beitu- smokkfiski. Ferskleiki og gæði beitunnar eru undirstaða árangurs. Seefreeze uppfyllir óskir kröfuharðra sjómanna með því að sjófrysta beituna um borð í togurum útgerðarinnar. Sjókælitankar í togurum Seefreeze verndar fersk- leika beitunnar þar til smokkfiskurinn er unninn og frystur í handhægar 12 kg pakkningar. Höfum afgreitt úrvals beitu um allt ísland í 3 ár. Umboðsaðili á íslandi er: Jöklar hf., Aðalstræti 6, sími (91)21420 og fax (91)625499.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.