Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 24
76 ÆGIR 2/91 Norðan við Charlie-Gibbs þver- sprunguna (mynd 1) á 56° N tekur við hryggjarstykki sem nefnist Reykjaneshryggur og nær allt norður að Reykjanesskaga. Há- hryggurinn er um 40-50 km á breidd og er landslag mjög stór- brotið. Dýpi niður á háhrygginn er um 600-800 m. Hann dýpkar þó mjög hratt til hliðanna niður á 1000-1400 m dýpi. Setlögeru lítil sem engin á háhryggnum en þykkna þegar fjær dregur. Þegar hryggurinn nálgast landgrunns- brúnina grynnkar mjög á honum. Á landgrunninu breytist landslag hryggjarins mikið. Þar taka við stuttir hryggir og stapar sem raða sér i skástæðri röð eftir hryggjar- ásnum. Flestir hryggirnir eru mjög flatir að ofan og er talið að um sjávarrof sé að ræða. Dýpið niður á þá er um 30-100 m. Þeim hefur verið líkt við eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum og Sveinn Jakobsson hefur afmarkað átta slíkar þyrpingar frá Reykjanes- tánni út á landsgrunnsþrúnina. Flest þau sker og boðar sem sjá má á Reykjaneshrygg eru taldar leifar eyja sem hafa myndast í meiri- háttar gosum. Vitað er um fjöl- mörg eldgos á Reykjanes- hryggnum á sögulegum tíma. Sig- urður Þórarinsson telur að gosið hafi a.m.k. 10 sinnum og 3 sinnum hafi eyjar risið úr sæ en orðið briminu að bráð eins og Jólnir og Syrtlingur í Surtseyjargos- inu. Þekktust þessarar eyja er Nýey sem myndaðist 1783 og sumir telja að hafi verið þar sem nú er Eldeyjarboði, en aðrir enn sunnar og vestar. Árið 1926 sáu sjómenn ólgu í sjónum norð- austan við Eldey. Stórar bólur komu í sjóinn nálægt bátnum og upp flutu dauðir fiskar. Þarna hafa verið smávegis eldsumbrot á sjáv- arbotninum. Á árunum 1970- 1971 er talið að gosið hafi suð- vestur af Eldeyjarboða. Vorið 1971 voru sýni slædd þar af botn- inum sem bentu til þess að svo hefði verið. Slík eldsumbrot hafa áreiðanlega miklu oftar komið fyrir án þess að nokkur yrði þeirra var. Á syðsta hluta Reykjanes- hryggjarins er skjálftavirkni talin meiri en á norðurhluta hans. En víkjum nú að mælingunum síðasta sumar. Jaröskjálftamælingar á Reykjaneshrygg Þeir aðilar sem stóðu að þessu verki voru Háskólinn í Sapparo í Japan, Veðurstofa íslands, Raun- vísindastofnun Háskólans, Orku- stofnun og Landhelgisgæslan. Þátttakendur sem fóru með Tý og settu niður baujurnar. Frá vinstri, Toshehiko Kanazawa, Kristján Ágústsson, Tomoki Watanabe, Hajime Shiobara, Páll Einars- son og Hideki Shimamura. Landhelgisgæslan lagði til varpskipið Tý til verkefnisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.