Ægir - 01.02.1991, Page 24
76
ÆGIR
2/91
Norðan við Charlie-Gibbs þver-
sprunguna (mynd 1) á 56° N tekur
við hryggjarstykki sem nefnist
Reykjaneshryggur og nær allt
norður að Reykjanesskaga. Há-
hryggurinn er um 40-50 km á
breidd og er landslag mjög stór-
brotið. Dýpi niður á háhrygginn er
um 600-800 m. Hann dýpkar þó
mjög hratt til hliðanna niður á
1000-1400 m dýpi. Setlögeru lítil
sem engin á háhryggnum en
þykkna þegar fjær dregur. Þegar
hryggurinn nálgast landgrunns-
brúnina grynnkar mjög á honum.
Á landgrunninu breytist landslag
hryggjarins mikið. Þar taka við
stuttir hryggir og stapar sem raða
sér i skástæðri röð eftir hryggjar-
ásnum. Flestir hryggirnir eru mjög
flatir að ofan og er talið að um
sjávarrof sé að ræða. Dýpið niður
á þá er um 30-100 m. Þeim hefur
verið líkt við eldstöðvakerfin á
Reykjanesskaganum og Sveinn
Jakobsson hefur afmarkað átta
slíkar þyrpingar frá Reykjanes-
tánni út á landsgrunnsþrúnina.
Flest þau sker og boðar sem sjá má
á Reykjaneshrygg eru taldar leifar
eyja sem hafa myndast í meiri-
háttar gosum. Vitað er um fjöl-
mörg eldgos á Reykjanes-
hryggnum á sögulegum tíma. Sig-
urður Þórarinsson telur að gosið
hafi a.m.k. 10 sinnum og 3
sinnum hafi eyjar risið úr sæ en
orðið briminu að bráð eins og
Jólnir og Syrtlingur í Surtseyjargos-
inu. Þekktust þessarar eyja er
Nýey sem myndaðist 1783 og
sumir telja að hafi verið þar sem
nú er Eldeyjarboði, en aðrir enn
sunnar og vestar. Árið 1926 sáu
sjómenn ólgu í sjónum norð-
austan við Eldey. Stórar bólur
komu í sjóinn nálægt bátnum og
upp flutu dauðir fiskar. Þarna hafa
verið smávegis eldsumbrot á sjáv-
arbotninum. Á árunum 1970-
1971 er talið að gosið hafi suð-
vestur af Eldeyjarboða. Vorið
1971 voru sýni slædd þar af botn-
inum sem bentu til þess að svo
hefði verið. Slík eldsumbrot hafa
áreiðanlega miklu oftar komið
fyrir án þess að nokkur yrði þeirra
var. Á syðsta hluta Reykjanes-
hryggjarins er skjálftavirkni talin
meiri en á norðurhluta hans. En
víkjum nú að mælingunum síðasta
sumar.
Jaröskjálftamælingar á
Reykjaneshrygg
Þeir aðilar sem stóðu að þessu
verki voru Háskólinn í Sapparo í
Japan, Veðurstofa íslands, Raun-
vísindastofnun Háskólans, Orku-
stofnun og Landhelgisgæslan.
Þátttakendur sem fóru með Tý og settu niður baujurnar. Frá vinstri, Toshehiko
Kanazawa, Kristján Ágústsson, Tomoki Watanabe, Hajime Shiobara, Páll Einars-
son og Hideki Shimamura.
Landhelgisgæslan lagði til varpskipið Tý til verkefnisins.