Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 12
64 ÆGIR 2/91 ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 5. árg. Reykjavík. Janúarl9l2. Nr. 1. Fiskifélag Islands Fyrir nokkrum árum síðan kom sú hugmynd fram, að nauðsyn bæri til að stofna félag, sem starfaði á sama hátt fyrir sjávarútveginn og Búnaðarfélag Islands fyrir landbúnaðinn. í 1. tbl. I. árg. Ægis var þessu hreyft, og færð nokkur rök fyrir því, hve þarfur slíkur félagsskapur væri. Nágrannaþjóðir vorar, Norðmenn og Danir, hafa fyrir löngu komið slíkum félagsskap á hjá sér, og útlendir menn, sem kynntust sjávarútvegi vorum og vildu styðja að efnalegri velgengni þjóðar vorrar, svo sem höfuðsmennirnirSchackogAmundsen, sem höfðu landhelgisvörsluna á hendi, hinn fyrrnefndi 1905 og síðarnefndi 1907, voru þess mjög hvetjandi, að hér væri stofnað félag, sem næði yfir landið allt og beitti sér fyrir eflingu sjávarútvegsins. Félagsmyndunin fórst þó fyrir það sinni. En það komst nokkurt skrið á málið, og menn skildu það til fulls, hversu sjávarút- vegurinn var settur hjá við allar fjárveitingar úr lands- sjóði, og leiddi það til stofnunar Fiskveiðasjóðs íslands, sbr. I. 10. nóv. 1905, og þeir, er sömdu lögin um fiskveiðasjóðinn, hafa séð það í hendi sér, að almennt félag til eflingar fiskveiðum og siglingum myndi stofnað, því að í 4. gr. laga fiskveiðasjóðsins segir svo: „Verði stofnað almennt fiskveiða- eða útgerðarfélag fyrir land allt, í nokkurri líkingu við Búnaðarfélag íslands, skal leita álits slíks félags um lánveitingar, styrkveitingar og verðlaunaveitingar úr sjóðnum". Félagsstofnun var þannig vakandi íhugum manna, og ýmsir merkir menn, þar á meðal Tryggvi bankastjóri Gunnarsson, höfðu sterkan áhuga á mál- inu og að því kom veturinn 1908, að nokkrir skip- stjórar og útvegsmenn og aðrir, sem vildu, að fram- kvæmdir yrðu í þessum efnum, hér í bænum, héldu fund með sér um málið. Fundurinn kaus nefnd til að undirbúa lög. Bjarni adjunkt Sæmundsson samdi frumvarp til laga, að mestu sniðið eftir lögum „Sel- skabet for de norske Fiskeriers Fremme", en lengra komst málið ekki áleiðis þá. Loks gerðist sá atburður haustið 1910, að annar hinna pólitísku flokka sneri sér að málinu. Stjórn skrifstofu sjálfstæðismanna, þeir dr. Jón Þorkelsson, Brynjólfur tannlæknir Björnsson og Ólafur prestur Ólafsson, tóku málið í sínar hendur og kvöddu til ráða með sér ýmsa hina bestu menn, er kunnugir voru sjávarútveginum, hverjum pólitískum flokki sem þeir fylgdu, og var það mjög viturlega ráðið. Málið fékk sem vita mátti hinar bestu undirtektir, því að öllum var þegar Ijós nauðsyn þessa félags, enda tókst að hrinda málinu svo fljótt áfram, að félagið var stofnað í þingbyrjun 1911 og stórn valin. Formaður Hannes skipstj. Hafliðason og í stjórn með honum Magnús skólakennari Magnússon, skipstjórarnir Geir Sigurðsson og Matthías Þórðarson, og útvegsmaður Jón Magnússon í Skuld. Varaforseti Tryggvi Gunnars- son og með honum í varastjórn skipstjórarnir Sig- urður Jónsson í Görðunum og Jón Ólafsson. Endur- Skrifstofa r Fiskifjelags Islands verður opnuð innan skamms í Tempiarasundi og verður úr pvi opin að minsta kosti 2 tíma á dag á peim tíma, sem síðar verður ákveðinn. Öll brjef eða fyrirspurnir stýlaðar til stjórn- arinnar eiga að sendast til Skrifstofunnar, enda verður formaður fjelagsins eða einn úr stjórn pess til viðtals fyrir pá, sem pess óska pann tíma, sem hún er opin. Auglýsing sem birtist í Ægi, 1 tbl. 1912.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.