Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 26
78 ÆGIR 2/91 net sem gerir mögulegt að miða þær út upp á yfirborðinu, sem auðveldar það að finna þær. Einnig er sett Ijósflass á þær svo þær sjáist betur á öldunum. Niðursetning mælanna fór fram með varðskipinu Tý dagana 30. júní til 2. júlí í blíðskaparveðri og á spegilsléttum sjó. Skipherra var Friðgeir Olgeirsson. Mælunum var komið fyrir í þremur samsíða röðum eftir hryggnum. Einni eftir miðju hryggjarássins og hinum sinn hvorum megin við hann. Um leið og baujurnar voru hífðar frá borði var staðsetning fundinn með Loran-C og GPS. Einnig var mælt dýpi og dýptarlínurit tekið. Stað- setning mælanna má sjá á mynd 2. Reynt var að velja mælistaðina þannig að þeir lægu ekki í togslóð fiskiskipa á svæðinu því menn ótt- uðst mjög að þau myndu slæða þá upp. Tilkynning var strax send til strandstöðva um staðsetningu mælanna og gátu þá sjómenn sett staðsetninguna inn á Lóran hjá sér og forðast að toga yfir þá. Tóku þeir fullt tillit til þeirra því mæl- arnir fengu að vera óáreittir á hafs- botninum út mánuðinn. Upptaka mælanna fór fram dag- ana 31. júlí til 2. ágústs og þá einnig með varðskipinu Tý en nú var Helgi Hallvarðsson skipherra. Frá Japan komu Hideki og Shuichi Kodaira og stjórnuðu verkinu. Skipsmenn fundu staðsetningu báujanna með Loran-C og skeik- aði þeim aldrei. Á mælistöðv- unum var vélin stöðvuð til að trufla ekki hljóðsendingu bauj- unnar. Þegar baujan hafði svarað merkinu var losunarbúnaðurinn settur í gang og tók það yfirleitt um 15 mínútur að losa baujuna frá sökklinum. Baujan flaut síðan upp á yfirborðið og var yfirleitt ekki nema nokkur hundruð metra frá skipinu. Baujan var miðuð út og staðsetning hennar fundin. Til að forða henni frá hnjaski var hún sótt á gúmmíbát og komið með hana um borð. Allir mælarnir náð- ust upp og reyndust vera í góðu lagi. Svona mælingar á hafsbotni eru takmarkaðar að því leyti að ein- göngu er hægt að gera þær í stuttan tíma. Mælarnir mældu stöðugt allar hreyfingar í 25 daga. Petta tímabil var jarðskjálftavirkni á svæðinu fremur lítil en þó er Ijóst við fyrsta yfirlit að 225 atburðir mældust samtímis á 5 Búið að ná upp einni baujunni. Shuichi Kodaira og Stefán Ragnarsson. Hideki Shimamura fylgist með einni baujunni þegar hún losnar frá hafsbotnin- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.