Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1991, Side 26

Ægir - 01.02.1991, Side 26
78 ÆGIR 2/91 net sem gerir mögulegt að miða þær út upp á yfirborðinu, sem auðveldar það að finna þær. Einnig er sett Ijósflass á þær svo þær sjáist betur á öldunum. Niðursetning mælanna fór fram með varðskipinu Tý dagana 30. júní til 2. júlí í blíðskaparveðri og á spegilsléttum sjó. Skipherra var Friðgeir Olgeirsson. Mælunum var komið fyrir í þremur samsíða röðum eftir hryggnum. Einni eftir miðju hryggjarássins og hinum sinn hvorum megin við hann. Um leið og baujurnar voru hífðar frá borði var staðsetning fundinn með Loran-C og GPS. Einnig var mælt dýpi og dýptarlínurit tekið. Stað- setning mælanna má sjá á mynd 2. Reynt var að velja mælistaðina þannig að þeir lægu ekki í togslóð fiskiskipa á svæðinu því menn ótt- uðst mjög að þau myndu slæða þá upp. Tilkynning var strax send til strandstöðva um staðsetningu mælanna og gátu þá sjómenn sett staðsetninguna inn á Lóran hjá sér og forðast að toga yfir þá. Tóku þeir fullt tillit til þeirra því mæl- arnir fengu að vera óáreittir á hafs- botninum út mánuðinn. Upptaka mælanna fór fram dag- ana 31. júlí til 2. ágústs og þá einnig með varðskipinu Tý en nú var Helgi Hallvarðsson skipherra. Frá Japan komu Hideki og Shuichi Kodaira og stjórnuðu verkinu. Skipsmenn fundu staðsetningu báujanna með Loran-C og skeik- aði þeim aldrei. Á mælistöðv- unum var vélin stöðvuð til að trufla ekki hljóðsendingu bauj- unnar. Þegar baujan hafði svarað merkinu var losunarbúnaðurinn settur í gang og tók það yfirleitt um 15 mínútur að losa baujuna frá sökklinum. Baujan flaut síðan upp á yfirborðið og var yfirleitt ekki nema nokkur hundruð metra frá skipinu. Baujan var miðuð út og staðsetning hennar fundin. Til að forða henni frá hnjaski var hún sótt á gúmmíbát og komið með hana um borð. Allir mælarnir náð- ust upp og reyndust vera í góðu lagi. Svona mælingar á hafsbotni eru takmarkaðar að því leyti að ein- göngu er hægt að gera þær í stuttan tíma. Mælarnir mældu stöðugt allar hreyfingar í 25 daga. Petta tímabil var jarðskjálftavirkni á svæðinu fremur lítil en þó er Ijóst við fyrsta yfirlit að 225 atburðir mældust samtímis á 5 Búið að ná upp einni baujunni. Shuichi Kodaira og Stefán Ragnarsson. Hideki Shimamura fylgist með einni baujunni þegar hún losnar frá hafsbotnin- um.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.